Pizza Burrata!

July 25, 2025

Pizza Burrata!

Pizza Burrata!
Þessi ostur er bara eitthvað annað, segi það og skrifa! Var að smakka hann í mitt fyrsta sinn, já það er satt og ég get sagt ykkur að það er og verður ekki í það síðasta. Þvílíki sælkeraosturinn, toppaður með hunangi.


Hérna má sjá það innihald sem ég notaði í pizzuna

1 stór kúla af súrdeigspizzu (keypt tilbúin)
Semolina pizzahveiti (keypt í Krónunni)
Mutti Passata tómatsósa (keypt í Krónunni)
Burrata ostakúla
Kirsjuberjatómatar (eða aðrir að eigin vali)
Pepperoni lítil sterk fyrir þá sem það vilja eða annað
Ruccola
Hunang


Fletjið deigið út með höndunum með því að snúa kúlunni í jafna hringi á borðinu með hveitinu og berið sósunni ofan á

Raðið tómötunum og pepperoní yfir pizzuna og kryddið með oregano og pipar ef vill. 

Hitið ofninn vel upp í 220 gr og setjið hana í hann vel heitan í um 10 mínútur ca, fylgist með. Nú þeir sem eiga pizzaofn skella í hann í um 1-2 mínútur.

Raðið svo rucolanum ofan á

Og að lokum Burrata ostinum með msk af hunangi og kryddað með oregano.

Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Pizzur

Pizza með Mozzarella!
Pizza með Mozzarella!

September 05, 2025

Pizza með Mozzarella!
Þessi ofureinfaldi grunnur sem allir krakkarnir elska og við fullornu líka og svo bara velur hver og einn fyrir sig hvað hann vill fá aukalega ofan á pizzuna sína. Ég elska fjölbreytileikan og er dugleg við að prufa eitthvað nýtt og skemmtilegt.

Halda áfram að lesa

Pizza með Bufala Mozzarella!
Pizza með Bufala Mozzarella!

June 20, 2025

Pizza með Bufala Mozzarella!
Þessa útfærslu lærðum við vinkonurnar á pizzanámskeiði hjá Grazia Trattoría sem var alveg dásamlega gaman að fara á. 

Halda áfram að lesa

Grænmetis pizza!
Grænmetis pizza!

March 07, 2025

Grænmetis pizza!
Þetta þarf ekkert að vera flókið því ef maður er enginn snillingur í að útbúa súrdeigspizzadeig þá fer maður bara og kaupir það tilbúið. Í þetta sinn þá fór ég á Flatey pizza og keypti mér tilbúið deig og tók með heim. Fékk létta kennslu í hvernig best væri að fletja það út, svona með höndunum og var bent á að það væri betra fyrir byrjendur að hafa deigið kalt. 

Halda áfram að lesa