November 12, 2020
Tortellini pasta
Þennan pasta rétt er ég búin að gera í mörg ár og var að rifja hann upp núna og hann er alltaf jafn góður og ég bæti svo oft ofan á réttinn litlum kokteiltómötum, paprikubitum og gúrkubitum en það finnst mér svo frískandi og toppurinn er parmesan ostur stráður yfir.
Með rjómasósu,skinku og sveppum
Tortellini pasta (gott með skinkufyllingu eða eftir smekk)
Matreiðslurjómi
Skinka (eftir smekk)
Sveppir
40-50 gr smjörlíki eða smjör
1 sveppateningur og 1 kjötkrafts
Pasta er soðið, á meðan er sósan búin til.
Setjið smörlíki/smjör í pott og bræðið, setjið sveppateninginn útí með og myljið hann saman við, passið að smjörið hitni ekki of mikið.
Þegar smjörið er brætt, setjið matreiðslurjóman út i, í skömmtum og bætið svo sveppunum og skinkunni saman við.
Pastanu er bætt út í síðast.
Til að þykkja aðeins er gott að setja smá ljóst maizenamjöl.
Gott er að skera niður gúrku og cerrí tómata og setja úti skálina fyrir þá sem vilja, verður svo ferskt og gott.
Borið fram með góðu hvítlauksbrauði.
Njótið vel & deilið að vild.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
June 25, 2025
Sveppapasta!
Gourme pasta með Furusveppasósu og Furusveppum, pastað ættað frá Ítalíu, sósan frá vestfjörðum okkar fagra Íslands og handtýndir furusveppir frá Hallormsstað á austfjörðunum. Svakalega góð blanda sem ég hreinlega elskaði. Ég verð líka að bæta því við að bæði sósan og sveppirnir fást líka sem Lerkisveppasósa og sveppir. Allt alveg dúndurgott!
March 16, 2025
Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.
December 13, 2024