March 08, 2020
Tagitelle í rjómasósu með hörpudisk, rækjum, papriku
og djúsí fylltu brauði !
Þetta er einn af þeim sem ég hef hent í svona úr því sem til hefur verið og ég á klárlega eftir að fylla svona brauð aftur.
6-8 kúlur tagitelle
1 bolli rækjur
6-8 bitar hörpudiskur
1 paprika rauð
1 peli rjómi og mjólk til viðbótar eftir smekk
maizena mjöl
krydd (heitt papriku krydd reykt, hvítlauksduft, karrí, chilli flögur rauðar)
Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á kassa.
Takið vatnið af og hellið rjómanum yfir, bætið út í mjólk eftir smekk og kryddið.
Skerið niður paprikuna í smá bita og setjið út í ásamt rækjunum og hörpudiskinum, ekki gleyma svo að smakka til og bæta þá kannski smá kjötkrafti út í réttinn :)
Þykkið aðeins með maizena mjöli rétt í lokin.
Gott er að bera fram þetta æðislega fyllta brauð !
Fyllt brauð með kalkúnaskinku, feta, papriku, sveppum og parmasien osti rifnum yfir.
1 stórt kringlótt brauð
Kalkúnaskinka
Paprika
Sveppir
Parmaisen ostur
Fetaostur með olívum og sólþurkuðum tómötum
Skerið allt í smáa bita og hrærið vel saman og blandið svo saman við fetaostinn og látið fyljga vel að olíunni.
Skerið brauðið í ræmur og svo aftur á móti eins og purrusteik :)
Fyllið vel á milli með gumsinu og raspið svo vel yfir með parmaisen ostinum
Bakið svo í ofni í ca 15 minútur
Sælkerakveðja
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
June 25, 2025
Sveppapasta!
Gourme pasta með Furusveppasósu og Furusveppum, pastað ættað frá Ítalíu, sósan frá vestfjörðum okkar fagra Íslands og handtýndir furusveppir frá Hallormsstað á austfjörðunum. Svakalega góð blanda sem ég hreinlega elskaði. Ég verð líka að bæta því við að bæði sósan og sveppirnir fást líka sem Lerkisveppasósa og sveppir. Allt alveg dúndurgott!
March 16, 2025
Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.
December 13, 2024