March 22, 2021
Spaghetti Carbonara
Frægur Ítalskur réttur sem hentar vel með margsskonar pasta tegundum en hérna notum við spaghetti.
400 g spaghetti
200 g beikon, skorið í fína bita
1 laukur, saxaður
2-3 hvítlauksgeirar,kurlaðir
2 egg
1 peli rjómi / matreiðslurjómi
50-100 g parmasen ostur
salt og svartur pipar
Spaghettíið soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunni
Beikon steikt á pönnu, lauk og hvítlauk bætt út.
Allt saman við vægan hita ( passa að brenna ekki)
steikt þar til laukurinn er orðinn mjúkur.
Eggjum, rjóma og parmasen hrært saman í skál.
Bragðbætt með pipar og salti ef þarf.
Smakka til. ( Ath. parmesanostur og beikon gefa nokkurt salt)
Soðnu spaghettíinu hellt í sigti. Hitin lækkaður undir pönnunni.
Síðan er spaghettíinu rennt út í pönnuna með beikoninu
og eggjahrærunni hrært síðast saman við.
Blandað vel saman og borið fram með hvítlauksbrauði eða smábrauði með kryddsmjöri.
Deilið með gleði..
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
June 25, 2025
Sveppapasta!
Gourme pasta með Furusveppasósu og Furusveppum, pastað ættað frá Ítalíu, sósan frá vestfjörðum okkar fagra Íslands og handtýndir furusveppir frá Hallormsstað á austfjörðunum. Svakalega góð blanda sem ég hreinlega elskaði. Ég verð líka að bæta því við að bæði sósan og sveppirnir fást líka sem Lerkisveppasósa og sveppir. Allt alveg dúndurgott!
March 16, 2025
Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.
December 13, 2024