April 22, 2022
Penne pasta í carbonara
Stundum finnst mér gott að grípa til einfaldleikans og þá komur Carbonara pasta sósann frá Knorr sterk inn og ef ég væri að elda fyrir ca.3-4 þá þá myndi ég nota alla þrjá pakkana sem eru í kassanum út í hálfan líter af rjóma en fyrir mig eina þá nota ég einn pakka.
2 bollar af Penne pasta
1/ 4 lítri af rjóma eða matreiðslurjóma
Nokkrir sveppir niðurskornir
Hálfur pakki af beikoni
Sjóðið pastað í ca 20 mínútur. Skerið beikonið niður í bita og raðið á bökunarpappír og setjið inn í ofn þar til það er orðið stökkt og gott. Hitið rjómann og bætið 1 pakka saman við (miðað við einn) og bætið svo sveppunum saman við. Þegar pastað er tilbúið bætið því þá saman við og setjið svo beiknonið ofan á í restina. Skreytið með steinselju.
Borið fram með sneiddu hvítlauksbrauði.
Njótið & deilið með gleði.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
June 25, 2025
Sveppapasta!
Gourme pasta með Furusveppasósu og Furusveppum, pastað ættað frá Ítalíu, sósan frá vestfjörðum okkar fagra Íslands og handtýndir furusveppir frá Hallormsstað á austfjörðunum. Svakalega góð blanda sem ég hreinlega elskaði. Ég verð líka að bæta því við að bæði sósan og sveppirnir fást líka sem Lerkisveppasósa og sveppir. Allt alveg dúndurgott!
June 11, 2025
Tagliolini al Tartufo!
Skellti mér í bíltúr í Háls í Kjós til að versla mér smávegis nautakjöt beint frá býli en þar voru þau að selja líka sælkeravörunar frá Tariello svo ég verslaði mér þetta líka fína pasta sem endaði svo með hágæða íslenskum vörum og úr varð Sælkeramáltíð fyrir allan peningin. Þetta er eitt það allra besta pasta sem ég hef fengið.
March 16, 2025
Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.