March 24, 2023
Kjúklinga lagsagna
Þetta er í mitt fyrsta sinn sem ég elda kjúklinga lasagna og klárlega ekki í mitt síðasta. Ég ákvaða að fara alveg eftir uppskriftinni að þessu sinni en ég mun bæta einhverju í hana næst eins og gulrótum t.d., sveppum, brokkolí eða öðru góðgæti en þetta var mjög gott. Fær mín bestu meðfmæli.
500-600g fínt niðurskorinn kjúklingur (bringur eða úrbeinuð læri)
1 ds tómatar niðursoðnir (16 oz)
1 ds tómat púrra (6 oz)
1-2 msk söxuð steinselja
1-2 tsk salt
1 tsk basil
200-220g lasagna plötur
2 ds hrein kotasæla
1 egg
¼ tsk pipar
¼ bolli parmesan ostur
180g mozzarella ostur
Matreiðsla: Steikið kjúklinginn á pönnu.
Setjið tómatana, tómatpúrruna, ½ tsk
af steinseljunni og 1 tsk af saltinu í blandara og hrærið saman.
Hellið blöndunni út á pönnuna með kjúklingnum og látið krauma í ca. 15-20 min.
Blandið í skál afganginum af steinseljunni,
afganginum af saltinu, kotasælunni, egginu og pipar.
Raðið þessu í eldfast mót þannig: fyrst kjúklingblöndunni af pönnunni,
þar yfir kotasælublandan, því næst yfir það mozzarella osturinn og lasagna plöturna lagðar yfir, aftur lag af kjúklingi og svo parmesan ostur.
Setjið í 190° heitan ofn og eldið í 30 mínútur.
Látið standa í 10 mínútur áður en borið fram.
Ég bar fram súrdeigbollu með smjöri og smá saltflögum ofan á.
Þessi réttur var áætlaður fyrir 6 en ég myndi persónulega tvöfalda uppskriftina til þess að hann dugi fyrir 6 en myndi henta að mínu mati fyrir 4.
Ljósmyndir
Ingunn Mjöll
Deilið með gleði..
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
June 25, 2025
Sveppapasta!
Gourme pasta með Furusveppasósu og Furusveppum, pastað ættað frá Ítalíu, sósan frá vestfjörðum okkar fagra Íslands og handtýndir furusveppir frá Hallormsstað á austfjörðunum. Svakalega góð blanda sem ég hreinlega elskaði. Ég verð líka að bæta því við að bæði sósan og sveppirnir fást líka sem Lerkisveppasósa og sveppir. Allt alveg dúndurgott!
March 16, 2025
Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.
December 13, 2024