February 11, 2020
Heimagert Lasagna
frá Dísu vinkonu minni
Ein af mínu uppáhalds uppskriftum, gott að útbúa nokkrar uppskriftir og eiga í frystinum til að grípa í.
Kjötsósan:
1 kíló nautahakk
2 carlic tómatar í dós (sneiddir)
2 normal tómatar í dós (sneiddir)
1 dós Hunt‘s tómatþykkni
Kryddað vel með:
Oregano
Svartur pipar
Basilíkum
Sósa:
2 dósir sýrður rjómi 10%
2 pokar af blönduðum góðum osti (brytjaður)
Lasagna plötur
Sósan hituð upp og krydduð, kjötið steikt á pönnu og látið út í, smakkað til og kryddað eftir smekk.
Sýrður rjómi og osturinn hrærður saman.
Allt sett í eldfast mót.
Kjótsósan, lasagna plötur, sósan og svo koll af kolli.
Gott er að skera niður tómata og raða ofaná efst og krydda aðeins með pipar og setja svo inn í ofn.
Borið fram með góðu brauði og fersku salati.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
June 25, 2025
Sveppapasta!
Gourme pasta með Furusveppasósu og Furusveppum, pastað ættað frá Ítalíu, sósan frá vestfjörðum okkar fagra Íslands og handtýndir furusveppir frá Hallormsstað á austfjörðunum. Svakalega góð blanda sem ég hreinlega elskaði. Ég verð líka að bæta því við að bæði sósan og sveppirnir fást líka sem Lerkisveppasósa og sveppir. Allt alveg dúndurgott!
March 16, 2025
Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.
December 13, 2024