October 29, 2020
Hakk og spaghetti með spældu eggi
Alltaf jafn vinsælt, alveg sama hvað maður verður gamall og svo er maður alltaf að prufa nýjar og spennandi útfærslur svo að maður fái ekki leið á þessu.
Innihald:
500 gr Nautahakk
½ tsk svartur pipar
½ tsk salt
400 gr spagettí heilhveiti/hveiti/spelt
200 ml Vatn
1 msk KJÖTKRAFTUR
1.krukka pastasósa
Parmesan ostur
Aðferð:
Steikið kjötið og kryddið með salt og pipar.
Þegar kjötið er orðið brúnt er vatnið sett saman við ásamt kjötkrafti og pastasósunni, sjóðið rólega í ca 5-7 mín við vægan hita.
Setjið spaghetti á disk og kjötið þar yfir
Spælið eggið á pönnu og setjið yfir kjötið og spaghettiið ef vill.
Ég bar fram þessa máltíð með brauði í ofni með tómatsósu og osti bráðnum yfir.
Gott að strá Parmesan osti ofan á hakkið.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
June 25, 2025
Sveppapasta!
Gourme pasta með Furusveppasósu og Furusveppum, pastað ættað frá Ítalíu, sósan frá vestfjörðum okkar fagra Íslands og handtýndir furusveppir frá Hallormsstað á austfjörðunum. Svakalega góð blanda sem ég hreinlega elskaði. Ég verð líka að bæta því við að bæði sósan og sveppirnir fást líka sem Lerkisveppasósa og sveppir. Allt alveg dúndurgott!
March 16, 2025
Toro réttur með nýrnabaunum!
Áfram heldur einfaldleikinn svona inn á milli, Toro mix og nýrnabaunir sem var einstaklega ljúffengur réttur fyrir þá sem eru hrifnir af hversskonar baunum. Hægt er að nota flestar tegundir bauna í hann þennan og má þá nefna t.d. Nýrnabaunir, Svartar baunir, kjúklingabaunir og Smjörbaunir.
December 13, 2024