January 30, 2020
Sköpunargleði, hönnun, handverk, ljósmyndun og sælkeri lýsir Ingunni Mjöll ágætlega svona í fljótu bragði.
Hún er fædd þann 20.febrúar 1966 á fæðingarheimilinu í Reykjavík.
Hún elst upp í Vesturbæ Reykjavíkur til 10.ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan í Kópavoginn.
Í dag er hún búsett í 112.Reykjavík og hefur verið síðustu 20. árin svo hún er orðin Reykvíkingur aftur.
Hún á tvo uppkomna syni og 1 barnabarn.
Þann 20.febrúar 2013 opnaði hún síðuna Íslandsmjoll.is en þar mátti finna yfir 1.300 mataruppskriftir af öllum toga en það mun taka einhvern tíma að koma þeim hérna inn öllum í máli og myndum.
Shopify síðan er hugsuð sem áframhaldandi uppskriftasíða með blogg ívafi og sölu á íslensku handverki, umfjöllunum um einyrkja á Íslandi og öðru áhugaverðu efni.
Og núna er að bætast við hana sala á Volare vörum og Málverkum.
Hún elskar að deila með ykkur sögum og myndum úr ferðalögunum sínum um Ísland.
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 21, 2025
Námskeið Salt eldhússins!
Þegar maður er búin að fylgjast með spennandi námskeiðum hjá Salt eldhúsinu í þó nokkurn tíma þá freistast maður á endanum og maður getur alltaf lært eitthvað nýtt. Ég valdi að fara á námskeiðið í Jólahlaðborðinu hjá þeim þar sem við settum saman 10 rétta jólahlaðborð.
December 10, 2025
Fiðrildi.is - Ásdís Guðmundsdóttir
Fiðrildaferðir er ferðaskrifstofa stofnuð árið 2025 af Ásdísi þar sem hún leggur mikla áherslu á samfélags- og menningartengda ferðamennsku. Þetta hugtak vísar til ferðaþjónustu sem er þróuð af heimamönnum í samstarfi við samfélög á svæðinu og þar sem áhersla er á að virðisaukinn verði eftir á svæðinu.
November 23, 2025
Slow Food markaður í Flóru!
Slow Food heldur reglulega markaði hér og þar og hérna voru þau með markað í Flóru-grasagarðinum þann 27.september. Ég elska að líta á allsskonar matartengda markaði enda hefur matur og allt sem honum tengist verið eitt af mínum aðal áhugamálum frá unga aldri.