Víðimýrarkirkja

October 04, 2020

Víðimýrarkirkja

Víðimýrarkirkja
Hvað oft hefur maður ekki keyrt þarna framhjá án þess að taka hægri beygju rétt áður en maður kemur að Varmahlíð (7.kílómetrum frá) jú ansi oft eða bara í öll skiptin þar til núna í sumar 2020 og ég er glöð yfir því að hafa gert það því þarna er fallegt bæjarstæði og ofur falleg kirkja en hún var reist árið 1834. 

Það hefur verið gífurlega mikil traffík þarna á síðustu árum og þegar ég bar að garði þá hafi staðarhaldarinn ekki náð svo mikið sem einum kaffisopa, hvað þá með því en hann stendur vaktina þarna í gott sem 9.tíma á dag sem verndari kirkjunnar og getur fólk fengið að skoða kirkjuna að innan gegn smá greiðslu enda hefur hún þarfnast viðhalds eins og önnur hús og hann sagði mér nú afar skemmtilegar sögur, ja kannski ekki allar eins skemmtilegar en vissulega áhugaverðar og þær voru á þann veg þegar fólk væri ekki að greiða inngangseyrir en lægi svo á gluggunum af mikilli forvitni að komið hefði fyrir að fólk hefði hreinlega brotið gluggana, broslegt svo ekki sé nú meira sagt, kannski ódýrara að greiða bara inngangseyrir og njóta í sátt enda söguleg kirkja og falleg.
            
Fyrir áhugasama þá er hægt að lesa hérna meira um kirkjuna og önnur kirkjustæði í kringum landið.

*
Hestarnir þarna vöktu mikla athygli ferðamanna og ég var þar engin undartekning því þeir heilluðu mig algjörlega upp úr skónum og þá sérstaklega þessi eini, það má segja að mér hafi verið vel tekið.

       
Heislað með virktum og kysst.

Víðimýri er bær í Skagafirði, fyrir sunnan og ofan Varmahlíð, og tilheyrði Seyluhreppi áður. Bærinn er gamalt höfuðból og var í lok 12. aldar og á 13. öld bústaður helstu höfðingja héraðsins af ætt Ásbirninga, frá Kolbeini Tumasyni til Kálfs sonar Brands Kolbeinssonar, sem vitað er að bjó þar 1262.

Látið þennan sögulega fallega stað ekki framhjá ykkur fara í næstu ferð norður á land, hann er rétt áður en komið er að Blöndós.




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Umfjallanir

Síldarminjasafn Íslands
Síldarminjasafn Íslands

April 17, 2023

Síldarminjasafn Íslands 
Síldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Og ég fór og skoðaði það og hafði bæði gagn og gaman af. Í þremur ólíkum húsum eru kynnt hvernig síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins var háttað.

Halda áfram að lesa

Þóra Björk Schram
Þóra Björk Schram

April 12, 2023

Þóra Björk Schram listakona
Dásamlega fallegu listaverkin hennar Þóru Björk heilla mann með fallegri gleði sinni rétt eins og hún. Heilla svo að það gleður mig að deila því með ykkur og benda ykkur á hana.

Halda áfram að lesa

Grímsey, á 66,5°
Grímsey, á 66,5°

April 12, 2023

Grímsey, eyjan úti í Atlandshafi!
Draumrinn varð lokssins að veruleika, búið að haka við á ToDo listanum mínum yfir það sem mig langar til að sjá, skoða og upplifa.

Halda áfram að lesa