October 06, 2020
Vélvirkjameistarinn Jón
Jón Sigurjónsson eða Nonni eins og vinir hans kalla hann er sextugur vélvirkjameistari að mennt og er í dag búsettur á Ólafsfirði en þangað fluttist hann úr Reykjavíkinni árið 2019 og unir hann sér þar vel bæði í leik og starfi.
Hálsmen og hringar, afar skemmtilegur stíll.
Hann hefur verið mikill ljósmyndaáhugamaður í gegnum tíðina líka en þannig kynntumst við á sínum tíma í gegnum ljósmyndafélagið Fókus en við búferlinn norður á land tók hann sig til við alveg glænýa yðju og það var að smíða ýmislegt skemmtilegt úr úreldum eldhúsáhöldum, ásamt silfri og því sem kemur í fang hans að hverju sinni en hann hefur í gegnum tíðina smíðað ýmislegt úr járni og öðrum málmum og það verður að segjast að það er virkilega gaman og áhugavert að sjá hvað kemur út úr hverjum hlut í hvert skipti hjá honum, svo að endurnýting gamalla hluta getur verið hrein skemmtun sem gleður þann sem fær og kemur á óvart.
Ég átti leið um Ólafsfjörðinn í sumar og gat ekki sleppt því að koma við og smella nokkrum myndum af því sem hann átti til heima hjá sér og hafði verið nýbúinn að gera og sýna ykkur hérna.
Þeim hjónum er svo sannarlega margt til lista lagt.
Það má segja að það sé gott að búa norðan heiða í kyrrðinni en kona hans hún Sigurlaug Hrafnsdóttir er sannur Ólafsfirðinur og er hún mikil listakona. Hún prjónar dásamlega fallegar peysur, töskur, býr til skartgripi og skreytir kerti svo fátt eitt sé nefnt og saman una þau sér vel í að skapa eitthvað nýtt og bjóða öðrum að njóta.
Úr myntinni býr hann bæði til ermahnappa en til stendur að búa til hringa úr þeim líka með tímanum. Bæði má finna þá með skjaldamerkinu og líka hinu gamla konunglega merki dana en upplag þeirra er misjafnt og ekki eins mikið til af eins og konunglegu myntinni svo það er gott að næla sér í eitt sett áður en þau klárast.
Hægt er að nálgast vörurnar þeirra hjá Gallery Uglu á Ólafsfirði og svo er hann með facebook síðu líka sem heitir Hringar og fleirra skart og þar er öllum velkomið að smella á léttu læki og leggja inn pöntun.
Hérna má sjá gaffla sem hafa fengið alveg glænýtt hlutverk í framtíðinni.
Það nýjasta hjá þeim hjónum í dag er fallegur útskurður en þar blanda þau saman snilld sinni. Hann sér um útskurðinn og hún málar og setur saman myndir úr útskurðinum í ramma og hérna má sjá þeirra nýjasta sem í boði er, ásamt skemmtilegum pennum úr tré sem hægt er að panta sér með nafninu sínu á eða fyrirtækissins.
Trékörfur
Fuglahús (koma ósamansett og ómáluð)
Önnur týpa
Dásamlega fallegt lyklahús
Órói
Flugukassi fyrir veiðiáhugamennina
Hringbakkar fyrir ostana
Og að lokum fallegir trébakkar
Texti & myndir
Ingunn Mjöll
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 26, 2024
December 13, 2024
December 12, 2024