April 12, 2023
Þóra Björk Schram listakona
Dásamlega fallegu listaverkin hennar Þóru Björk heilla mann með fallegri gleði sinni rétt eins og hún. Heilla svo að það gleður mig að deila því með ykkur og benda ykkur á hana.
Þóra Björk er textílhönnuður og myndlistakona og hefur hún stundað nám við Minneapolis College of Art and Design, Textíl við Myndlista-og handíðaskóla Íslands ásamt því að hafa stundað Leiðsögunám við Leiðsöguskóla Íslands.
Ég hef fylgst með henni í töluverðan tíma og ég dáist af verkunum hennar.
Svo mikil lífsgleði í myndunum hennar en hún málar með olíu, akrýl og vatnslitum og hægt er að fjárfesta í verkum eftir hana í allt að litlum stærðum upp í stór málverk.
Þóra hannað líka alveg dásamlega fallega flauelspúða sem eru handlitaðir, þrykktir og málaðir í stærðunum 50x50 í mörgum litum, engir tveir þeirra eru eins. Dásamlegir púðar til að skreyta heimlið sitt eða annað fallegt rými.
Þóra Björk er með vinnustofuna sína að Gufunesvegi 40, hús 8.
Hægt er að hafa samband við hana til að koma og skoða.
Ég fór á sýningu hjá henni í desember og tók þessar myndir sem ég nú deili með ykkur hérna.
Þóra Björk (Mynd úr einkasafni og einnig forsíðumyndin)
Sjá má síðuna hennar á feisbókinni hérna
Velkomið að deila áfram
Texti & myndir
Ingunn Mjöll
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 25, 2025
Pizzaskóli Grazia Trattoría!
Við skelltum okkur vinkonurnar loksins í pizzaskólann hjá Grazia Trattoría en við vorum búnar að vera spenntar fyrir því að fara frá því í fyrra >(2024). Þarna var saman komin góður hópur af áhugasömum pizzaáhuga unnendum til að læra að gera sína eigin pizzu og pizzadeig að hætti Nabolíbúa.
February 19, 2025
East Iceland Food Coop!
Ég var að panta mér í fyrsta sinn fullan kassa að lífrænum ávöxtum og grænmeti í bland, heil 7.5 kíló takk fyrir sæll! Í kassanum var eitthvað af því sem ég hef nú ekki mikið verið að kaupa út í búð, né að nota beint í matargerð svo það er komin áskorun á mig sjálfa að bæði fræðast...
February 03, 2025
Mannamót 17.janúar 2025!
Hluti 3
Mannamót er haldið af Markaðsstofur Landshlutanna í samstarfi við Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenska Ferðaklasans viðburð þar sem ferðaþjónustu aðilar landshlutanna koma saman og kynna fyrirtæki sín og þjónustu.