Þóra Björk Schram

April 12, 2023

Þóra Björk Schram

Þóra Björk Schram listakona
Dásamlega fallegu listaverkin hennar Þóru Björk heilla mann með fallegri gleði sinni rétt eins og hún. Heilla svo að það gleður mig að deila því með ykkur og benda ykkur á hana.

Þóra Björk er textílhönnuður og myndlistakona og hefur hún stundað nám við Minneapolis College of Art and Design, Textíl við Myndlista-og handíðaskóla Íslands ásamt því að hafa stundað Leiðsögunám við Leiðsöguskóla Íslands.

Ég hef fylgst með henni í töluverðan tíma og ég dáist af verkunum hennar.
Svo mikil lífsgleði í myndunum hennar en hún málar með olíu, akrýl og vatnslitum og hægt er að fjárfesta í verkum eftir hana í allt að litlum stærðum upp í stór málverk.Þóra hannað líka alveg dásamlega fallega flauelspúða sem eru handlitaðir, þrykktir og málaðir í stærðunum 50x50 í mörgum litum, engir tveir þeirra eru eins.  Dásamlegir púðar til að skreyta heimlið sitt eða annað fallegt rými.

Þóra Björk er með vinnustofuna sína að Gufunesvegi 40, hús 8. 
Hægt er að hafa samband við hana til að koma og skoða.

Ég fór á sýningu hjá henni í desember og tók þessar myndir sem ég nú deili með ykkur hérna. 
Þóra Björk (Mynd úr einkasafni og einnig forsíðumyndin)

Sjá má síðuna hennar á feisbókinni hérna

Velkomið að deila áfram

Texti & myndir
Ingunn Mjöll
Skildu eftir athugasemd


Einnig í Umfjallanir

Birna kerti
Birna kerti

July 13, 2023

Birna Sigurbjörnsdóttir er eigandi af Birna kerti
Ég og Sólveig skelltum okkur á námskeið hjá henni Birnu þann 11.júní 23 þar sem við fengum innsýn í kerta gerð og endurnýtingu á kertum, dásamlegt námskeið og persónulegt þar sem við fórum síðan heim með tvö kerti sem við gerðum alveg sjálfar.

Halda áfram að lesa

Síldarminjasafn Íslands
Síldarminjasafn Íslands

April 17, 2023

Síldarminjasafn Íslands 
Síldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Og ég fór og skoðaði það og hafði bæði gagn og gaman af. Í þremur ólíkum húsum eru kynnt hvernig síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins var háttað.

Halda áfram að lesa

Grímsey, á 66,5°
Grímsey, á 66,5°

April 12, 2023

Grímsey, eyjan úti í Atlandshafi!
Draumrinn varð lokssins að veruleika, búið að haka við á ToDo listanum mínum yfir það sem mig langar til að sjá, skoða og upplifa.

Halda áfram að lesa