Þóra Björk Schram

April 12, 2023

Þóra Björk Schram

Þóra Björk Schram listakona
Dásamlega fallegu listaverkin hennar Þóru Björk heilla mann með fallegri gleði sinni rétt eins og hún. Heilla svo að það gleður mig að deila því með ykkur og benda ykkur á hana.

Þóra Björk er textílhönnuður og myndlistakona og hefur hún stundað nám við Minneapolis College of Art and Design, Textíl við Myndlista-og handíðaskóla Íslands ásamt því að hafa stundað Leiðsögunám við Leiðsöguskóla Íslands.

Ég hef fylgst með henni í töluverðan tíma og ég dáist af verkunum hennar.
Svo mikil lífsgleði í myndunum hennar en hún málar með olíu, akrýl og vatnslitum og hægt er að fjárfesta í verkum eftir hana í allt að litlum stærðum upp í stór málverk.







Þóra hannað líka alveg dásamlega fallega flauelspúða sem eru handlitaðir, þrykktir og málaðir í stærðunum 50x50 í mörgum litum, engir tveir þeirra eru eins.  Dásamlegir púðar til að skreyta heimlið sitt eða annað fallegt rými.

Þóra Björk er með vinnustofuna sína að Gufunesvegi 40, hús 8. 
Hægt er að hafa samband við hana til að koma og skoða.

Ég fór á sýningu hjá henni í desember og tók þessar myndir sem ég nú deili með ykkur hérna. 




Þóra Björk (Mynd úr einkasafni og einnig forsíðumyndin)

Sjá má síðuna hennar á feisbókinni hérna

Velkomið að deila áfram

Texti & myndir
Ingunn Mjöll




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

American SchoolBus Café!
American SchoolBus Café!

December 26, 2024

American SchoolBus Café!
Ég dáist að þrautseglu fólks sem kemur frá öðrum löndum til að byggja sér upp nýtt líf á Íslandi og hérna er ein stutt saga þess efnis um strákana George Ududec & Alex Slusar sem komu fyrir nokkrum árum síðan frá Rúmeníu til landsins til að vinna. 

Halda áfram að lesa

Stóreldhússýningin 2024!
Stóreldhússýningin 2024!

December 13, 2024

Stóreldhússýningin Laugardalshöll
Var haldinn dagana 31.október og 1.nóvember 2024 í Laugardalshöllinni. 
Þarna eru fjöldinn allur af matvælatengdum fyrirtækjum á markaðinum saman komin til að kynna sig og sjá aðra. Alltaf jafn gaman að koma og sjá, fræðast og smakka nýjungar sem mörg fyrirtækjanna eru með á boðstólunum.

Halda áfram að lesa

Hellarnir við Hellu!
Hellarnir við Hellu!

December 12, 2024

Hellarnir við Hellu!
Lengi langað til að skella mér í þessa hellaskoðunarferð á Hellu og lét loksins verða að því þegar ég dvaldi í viku í Fljótshlíðinni. Ég skellti mér í ferð sem boðið var upp á fyrir íslensku mælandi en þær eru auglýstar sérstaklega. 

Halda áfram að lesa