Stóreldhúsið 10-11.nóvember 2022

November 12, 2022

Stóreldhúsið 10-11.nóvember 2022

Stóreldhúsið 10-11.nóvember 2022
Stóreldhúsið er sýning sem haldin var í Laugardalshöllinni dagana 10-11.nóvember 2022 þar sem fjöldinn allur af fyrirtækjum koma saman og kynna vörur sínar.

Ég leit við á flest öllum stöðunum og myndaði eitthvað sem vakti áhuga minn og deili því hér með ykkur.


Innes bástinn tók vel á móti með flottum veitingum og kynningu á hinu stórfenglega úrvali sem flutt er inn. En Innes er ein af stærstu matvöru heildverslunum á landinu. Vörumerki þeirra eru svo mörg en þar má t.d. nefna Te & kaffi, Aviko, Cadbury, Caj P, Chicago Town, Daim, De Cecco, Filippo Berio, Fisherman, Heinz, Hunt's, LU, Marrud, Marabou, Milka, Mills, OAT-LY!, Orville, Oscar, Philadelphia, Prins Polo, Patak's, Pink lady, Ritz, og hérna erum við bara rétt að byrja. Sjá meira af þeim hérna vörumerkjunum.


Aðalsteinn Egill Traustason framkvæmdarstjóri/CEO hjá Fisherman 
Í boði hjá þeim er líka gisting hjá Fisherman hótel og einnig er boðið upp á Fisherman Sælkeraferð, hvorutveggja sem heilla mig og ég stefni klárlega á vonandi á þessu herrans ári 2023


Reykti laxinn frá Fisherman var æðislegur
Ég er búin að panta mér einu sinni margar tegundir af lax hjá þeim, bæði Hangireyktum, Heitreyktum, reyktum lax, graflax, Þorsk í tempura, æðislegur í Air fryerinn, mæli með og fiskibollunum sem fengu líka toppmeðmæli á mínu heimili og foreldra minn, næstum eins og að við hefðum gert þær sjálfar ég og mamma. Ásamt þessu pantaði ég graflaxsósu og Tartarsósu sem er æðisleg með fiskinum.


Safa Jemai með frábæru kryddin sín og móður sinnar Marbrúka frá Túnis en kryddin eru handtýnd og unnin úti og hægt er að kaupa þau í fallegum viðarstauk og svo í pokum til áfyllingar. 


Vaxa kynnti sínar vörur og bauð upp á dýrindis drykk.


Hafberg og dóttir hans buðu upp á fræðslu og smakk af lambhagasalati ofl


Eco Spíra kynnti sínar vörur og bauð upp á smakk líka. Æðislegar spírur og fallegar til að nota til skreytingar líka á brauð ofl.


Flott blanda sem seld er í búðum.


Gifflarnir runnu út og Ísam kynnti sínar vörur


Og veislukræsingarnar voru nánast í hverjum bás. Hérna er Ekran að kynna hverja sínar vörur og á næstu myndum hér fyrir neðan.


Þessi blanda var æði. Franskar með Kjöt og grill kryddinu frá Knorr.


Og áfram var haldið..... smakka smakka - Garri var með flotta rétti,,,


Svo flotta að maður var ekki viss um hvort þetta væri vegan eður ei


Og eftirréttirnir, snilld.

Víðir Ísfeld Ingþórsson framkvæmdarstjóri NORA Seafood ásamt einum af kokkunum á Fiskimarkaðinum.


Norðanfiskur bauð upp á eðalsmakk af Ostrum, þær allra bestu sem ég hef smakkað!


Hörpuskelfiskur ofl


Mín, sú besta!


Hann stóð vaktina og bauð gestum og gangandi upp á eðal smakkið


Ragnheiður Sigurðardóttir eigandi Hótelreksturs og heimili kynnti sínar vörur


Og strákarnir hjá Reykjavík Cocktails blönduðu kokteila og buðu gestum og gangandi upp á.


Að lokum þá eru það Gísli eigandi af Vegamótum Bíldudal og félagar hans að ég held allir í Fjallabræðrum, alltaf stuð á þessum.

Texti & myndir
Ingunn Mjöll
Skildu eftir athugasemd


Einnig í Umfjallanir

Mannamót 2024 - Hluti 3
Mannamót 2024 - Hluti 3

February 21, 2024

Mannamót 2024 - Hluti 3
Og áfram höldum við og núna erum við komin norðaustur eða á leiðinni þangað í það minnsta með smá viðkomu á Mývatni og Húsavík.

Halda áfram að lesa

Mannamót 2024 - Hluti 2
Mannamót 2024 - Hluti 2

February 09, 2024

Mannamót 2024 - Norðurland
Hérna má svo lesa um hluta 2 og skoða myndirnar sem ég tók og smávegis upplýsingar um þá aðila sem ég hitti, suma þekkti ég og aðra var ég að hitta í fyrsta sinn og lofar sumarið góðu.

Halda áfram að lesa

Mannamót í Kórnum - Hluti 1
Mannamót í Kórnum - Hluti 1

February 05, 2024

Mannamót í Kórnum 18.janúar 2024
Einu sinni á ári halda Markaðsstofur Landshlutanna í samstarfi við Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenska Ferðaklasans viðburð þar sem ferðaþjónustu aðilar landshlutanna koma saman og kynna fyrirtæki sín og þjónustu. 

Halda áfram að lesa