Stílvopnið-Björg Árnadóttir

May 05, 2021

Stílvopnið-Björg Árnadóttir

Stílvopnið hennar Björg Árnadóttir
Rithöfundur, blaðamaður og ritlistarkennari.

Ég rakst á þetta áhugaverða fyrirtæki, Stílvopnið, og ákvað að kynna mér það aðeins. Ég er skapandi kona á mörgum sviðum og nú langar mig að verða betri í að tjá mig hér á blogginu og þess vegna vöktu orðin skapandi skrif áhuga minn. Nú er einmitt rétti tíminn til að efla mig og auðga á sviði ritlistar.


Björg Árnadóttir stofnaði Stílvopnið árið 2015 en á þeim tíma var hún einmitt að gefa út bók. Aðalstarfsemi Stílvopnsins felst samt í ritlistarnámskeiðum. Námskeið sem heitir Skapandi skrif er flaggskipið sem alltaf fyllist en Björg býður líka upp á námskeið í greinaskrifum og blaðamennsku, endurminningaskrifum og hetjuferðarskrifum. Svo tekur hún að sér að hrista upp í hópum með aðferðum svokallaðar félagsörvunun (sociometry), býður sköpunarsmiðjur (creativity workshops) og heldur utan um hópa fólks sem kemur með eigin skrif til að fá við þeim viðbrögð annara. Auk þess veitir hún ráðgjöf og tekur í einkatíma.

Á Stílvopnssíðunni stendur að það geti verið bæði auðvelt og erfitt að skrifa en allir geti lært og Björg segist hjálpa fólki að komast yfir óttann og stíflurnar. Það er eitthvað sem myndi henta mér ágætlega af því að ég þarf að fara svona hundrað og fimmtíu sinnum yfir hvert blogg áður en ég sendi það út í kosmosið. Nemendur Stílvopnsins eru á öllum aldri. Á endurminninganámskeiðunum er margir komnir á efri ár og Björg notar margvíslegar aðferðir til að hjálpa fólki að sækja minningar sínar. Hetjuferðarnámskeiðið er hins vegar það námskeið sem höfðar mest til ungs fólks enda koma margir þangað til að skrifa fantasíubókmenntir. Hún segir að ritlistarnámskeið efli sjálfstraust fólks og ég trúi því alveg af því að æfingin skapar meistarann.

Björg hefur kennt ritlist frá árinu 1989 og hefur sjálf gefið út þónokkuð af bókum þótt hún hafi ekki lokið við að skrifa sína fyrstu skáldsögu fyrr en nýverið. Hún vonast til að bókin, sem ber vinnuheitið Gróa, komi út á árinu.  Björg hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og hún er félagi í Rithöfundasambandinu og ReykjavíkurAkademíunni.


Hérna má sjá Björg þar sem hún var stödd á Lanzarote við kennslu.

Af ýmsum ástæðum hef ég ekki náð að fara á námskeið hjá Stílvopninu en stefni klárlega á fara í skapandi skrif með haustinu sem ég er mjög spennt fyrir. Ég leyfi ykkur að fylgjast með þegar þar að kemur með tilvísun í þessa grein um hana Björgu. Vá, hvað ég er spennt.

Hérna er hægt að kynna sér betur námskeið hjá Stílvopninu. Reyndar er Björg svolítið í lausu lofti um þessar mundi eins og flest okkar og veit ekki hvernig námskeiðshaldi verður háttað á næstunni. Upplýsingar munu birtast á síðunni um leið og dagskráin verður ákveðin.


Texti:Ingunn Mjöll
Myndir:Úr einkasafni aðsendar frá Björg.


Skildu eftir athugasemd


Einnig í Umfjallanir

Mr.Iceland - Lifandi saga!
Mr.Iceland - Lifandi saga!

October 23, 2023

Mr.Iceland-A Living Saga!
Í fyrra þá kynntist ég henni Natinu Harris úti í Grímsey þar sem við gistum á sama gistiheimilinu og við gengum saman að Heimskautsbaugnum og nutum náttúrunnar. Árinu síðar er hún mætt aftur til Ísland, svo mikið heillaðist hún af landi og þjóð.

Halda áfram að lesa

Birna kerti
Birna kerti

July 13, 2023

Birna Sigurbjörnsdóttir er eigandi af Birna kerti
Ég og Sólveig skelltum okkur á námskeið hjá henni Birnu þann 11.júní 23 þar sem við fengum innsýn í kerta gerð og endurnýtingu á kertum, dásamlegt námskeið og persónulegt þar sem við fórum síðan heim með tvö kerti sem við gerðum alveg sjálfar.

Halda áfram að lesa

Síldarminjasafn Íslands
Síldarminjasafn Íslands

April 17, 2023

Síldarminjasafn Íslands 
Síldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Og ég fór og skoðaði það og hafði bæði gagn og gaman af. Í þremur ólíkum húsum eru kynnt hvernig síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins var háttað.

Halda áfram að lesa