Steinasafn Petru

July 29, 2020

Steinasafn Petru

Steinasafn Petru
Staðsett á Stöðvarfirði
Ég var aðeins um 8.ára gömul þegar ég hitti hana Petru og minningin hefur verið afar sterk síðan en þá var steinasafnið hennar eingöngu í einu herbergi.
Hún gaf mér alveg dásmlega fallegan stein sem var eins og gull í mínum huga þá og er mér afar dýrmætur enn þann daginn í dag. Hún er hugsanlega ástæða fyrir því hvað ég hef verið mikil steinkona síðan, alltaf að safna steinum, vinna úr steinum, vinna með steina og berandi þá sem skart.

Steina Ísland

Steinninn sem hún gaf mér heitir Kalsedón/Chalcedony og merking hans á þennan veg.
"Hann færir fólki gleði og aðstoðar við lausn vandamála.
Styrkir blóðrás og meltingu.
Eflir vináttu, velvilja og innri frið"
(Ég hugsa að ég fari nú að ganga með blessaðan steininn, þarna er allt sem mig vantar).

Steinar eru æði!



          
Ég hafði ekki komið þangað aftur frá þessum unga aldri mínum þar til árið 2017 og vorum við frekar seint á ferðinni og rétt sluppum inn á safnið sem er ekkert eitt herbergi í dag, heldur heilt hús og risa garður. Náðum við að skoða í um klukkustund, ég mæli með góðum tíma þarna, alveg 2 klukkutímum, alveg lámark ef þú vilt njóta þess að skoða vel. 
          
Petra Sveinsdottir byrjaði ung að safna steinum og þótti henni það ekki tiltökumál að skottast upp um fjöll og firnindi og fylla töskuna af allsskins steinum og söguna hennar má lesa í alveg dásamlegri bók sem var gefin út af honum Þorgrími Þráins árið 2011 og mæli ég 100 prósent með bókinni þar sem saga hennar og steinanna er rakinn máli & myndum.
          
Ath að safnið er opið frá 10-17 á daginn i sumar svo það er gott að hafa það í huga þegar heimsækja á austfirðina.
          
Facebook síðan þeirra má finna hérna.


Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

Hellarnir við Hellu!
Hellarnir við Hellu!

December 12, 2024

Hellarnir við Hellu!
Lengi langað til að skella mér í þessa hellaskoðunarferð á Hellu og lét loksins verða að því þegar ég dvaldi í viku í Fljótshlíðinni. Ég skellti mér í ferð sem boðið var upp á fyrir íslensku mælandi en þær eru auglýstar sérstaklega. 

Halda áfram að lesa

Halló Selfoss!
Halló Selfoss!

December 06, 2024

Halló Selfoss!
Ég elska fyrirtækjakynningar og kynningar á einyrkjum um allt land og hérna eru New Icelanders í Félagi Fka kvenna að bjóða konum á Selfoss þann 28.september 2024 og nágrenni í skemmtilegar kynningar á nokkrum fyrirtækjum.

Halda áfram að lesa

Bílheimar!
Bílheimar!

November 25, 2024

Bílheimar!
Einstakt á heimsvísu myndi ég halda þar sem 6 bílatengd fyrirtæki koma saman undir einu þaki og styðja við hvort annað. Virkilega skemmtilegt hugmynd sem varð að veruleika. 

Halda áfram að lesa