Steinasafn Petru

July 29, 2020

Steinasafn Petru

Steinasafn Petru
Staðsett á Stöðvarfirði
Ég var aðeins um 8.ára gömul þegar ég hitti hana Petru og minningin hefur verið afar sterk síðan en þá var steinasafnið hennar eingöngu í einu herbergi.
Hún gaf mér alveg dásmlega fallegan stein sem var eins og gull í mínum huga þá og er mér afar dýrmætur enn þann daginn í dag. Hún er hugsanlega ástæða fyrir því hvað ég hef verið mikil steinkona síðan, alltaf að safna steinum, vinna úr steinum, vinna með steina og berandi þá sem skart.

Steina Ísland

Steinninn sem hún gaf mér heitir Kalsedón/Chalcedony og merking hans á þennan veg.
"Hann færir fólki gleði og aðstoðar við lausn vandamála.
Styrkir blóðrás og meltingu.
Eflir vináttu, velvilja og innri frið"
(Ég hugsa að ég fari nú að ganga með blessaðan steininn, þarna er allt sem mig vantar).

Steinar eru æði!



          
Ég hafði ekki komið þangað aftur frá þessum unga aldri mínum þar til árið 2017 og vorum við frekar seint á ferðinni og rétt sluppum inn á safnið sem er ekkert eitt herbergi í dag, heldur heilt hús og risa garður. Náðum við að skoða í um klukkustund, ég mæli með góðum tíma þarna, alveg 2 klukkutímum, alveg lámark ef þú vilt njóta þess að skoða vel. 
          
Petra Sveinsdottir byrjaði ung að safna steinum og þótti henni það ekki tiltökumál að skottast upp um fjöll og firnindi og fylla töskuna af allsskins steinum og söguna hennar má lesa í alveg dásamlegri bók sem var gefin út af honum Þorgrími Þráins árið 2011 og mæli ég 100 prósent með bókinni þar sem saga hennar og steinanna er rakinn máli & myndum.
          
Ath að safnið er opið frá 10-17 á daginn i sumar svo það er gott að hafa það í huga þegar heimsækja á austfirðina.
          
Facebook síðan þeirra má finna hérna.


Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

East Iceland Food Coop!
East Iceland Food Coop!

February 19, 2025

East Iceland Food Coop!
Ég var að panta mér í fyrsta sinn fullan kassa að lífrænum ávöxtum og grænmeti í bland, heil 7.5 kíló takk fyrir sæll! Í kassanum var eitthvað af því sem ég hef nú ekki mikið verið að kaupa út í búð, né að  nota beint í matargerð svo það er komin áskorun á mig sjálfa að bæði fræðast...

Halda áfram að lesa

Mannamót 17.janúar 2025!
Mannamót 17.janúar 2025!

February 03, 2025

Mannamót 17.janúar 2025!
Hluti 3
Mannamót er haldið af Markaðsstofur Landshlutanna í samstarfi við Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenska Ferðaklasans viðburð þar sem ferðaþjónustu aðilar landshlutanna koma saman og kynna fyrirtæki sín og þjónustu. 

Halda áfram að lesa

Mannamót 17.janúar 2025!
Mannamót 17.janúar 2025!

February 01, 2025

Mannamót 17.janúar 2025!
Hluti 2
Mannamót er haldið af Markaðsstofur Landshlutanna í samstarfi við Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenska Ferðaklasans viðburð þar sem ferðaþjónustu aðilar landshlutanna koma saman og kynna fyrirtæki sín og þjónustu. 

Halda áfram að lesa