November 02, 2022
Steinar styrkja!
Mitt dásamlega ferðalag í framhaldsnámi í markþjálfun og ferðalag okkar til Bordeaux í Frakklandi í máli og myndum.
Að kynnast markþjálfun er gjöf lífsins míns, gjöf sem gleður hjarta mitt, opnar það fyrir dásamlegum möguleikum og fyllir mig löngun til að gera meira og læra meira, setja mér markmið og fylgja þeim eftir en það er einmitt kosturinn við aðferðina og að maður bæði gefur og þiggur, þá bæði sem markþjálfi og marksækjandi, hlustunin verður dýpri, viðveran öflugri og ég ætla að deila því með ykkur líka í trúnaði, þið segið engum, gleðin er komin aftur sem ég týndi fyrir einhverjum árum síðan, gleðin mín fyrir mig. Það þýðir ekki að ég hafi ekki verið glöð fyrir aðra, því ég var það svo sannarlega.
Samspil, gjafir og samvera.
Framhaldsnámið fór fram úr mínum björtustu vonum þegar fram í sótti, það fór rólega af stað og bættist í það jafnt og þétt og svo kom toppurinn, vikan í Frakklandi, þvílík töfra vika frá A-Ö, ekki veit ég hvernig hún Matilda fer að þessu öllu en ég vil þakka henni fyrir að öllu mínu hjarta, þvílíkt skipulag, þvílík næring, endurforritun á sál og líkama og þvílíkur töfrahópur og samkennarar hennar þau Hrafnhildur og David að ógleymdri henni Inga Lóu sem sá um að næra okkur á ljúffengum mat, meira segi ég ykkur ekki frá France, þið verðið að fá að upplifa það sjálf, þið vitið, töfrana.
Dásemdar dagur
Markþjálfun er á hraðri siglingu bæði inn á vinnustaði og skóla. Margir markþjálfar hafa sett saman alveg framúrskarandi námskeið á sínu sérsviði, allt frá heilsumarkþjálfun, lífstíls, viðskipta, einka, hópmarkþjálfunar og svo lengi mætti upp telja og fyrr á þessu ári var fyrsti markþjáflinn ráðinn inn í fyrirtæki sem starfandi markþjálfi, dásamleg framför sem þakka má því frumkvöðlastarfi sem hún Matilda stofnaði hér á landi með skólanum sínum Evolvia.
Sólin nær ávallt að skína
Mín sýn er sú að þetta muni hjálpa einstaklingum í að styrkja sjálfa sig, heilu fjölskyldurnar og lyfta upp fyrirtækja andanum bæði í litlum, meðal og stórum fyrirtækjum og skólarnir eru í ríkum vexti að bjóða upp á þetta innan skólanna því þarna eru svo mögnuð verkfæri, full kista af kristöllum og demöntum til að dreifa út og það er ykkar að grípa þá, skoða þá vel, fræðast um þá og fá að kynnast þeim, snerta þá og finna nándina við þá og ykkur í leiðinni, svona eins og að kynnast sjálfum sér aftur. Þetta eru töfrar, njótum þeirra. Takk elsku hjartans samnemendur fyrir þetta dásamlega ferðalag, án ykkar væri ég ekki hér high on live. Elska ykkur.
Framtíðin er björt, við erum hér og nú, njótum!
Ætla að deila hérna að lokum með ykkur nokkrum útvöldum myndum sem sýna svona rétt aðeins alla dásamlegu upplifunina í Frakklandi.
Kastalinn
Tunglið og fegurðin
Vínekran
Fróðleikurinn
Dýrindis vín beint frá býli
Dásamleg kvöld og fallega skreytt borð
Klifur
Það lýsir alltaf einhverstaðar
Að horfast í augu við
1989 módelið
Og leiðin liggur
Og á veginum varð
Töfrar fyrir bragðlaukana, dýrðarstund í mat og drykk
Gullmolarnir
Víðsýni
Horfðu til himins, með höfuðið hátt.
Endir
Texti & myndir
Ingunn Mjöll
P.S. Nokrar myndir í endirinn sem voru teknar af Hrafnhildi, Aldísi Örnu og Matildu af mér í ferðinni.
Ég og Matilda eigandi Evolvía
Leiðin liggur beint af augum, beint til framtíðar.
Afhending og útskrift, ég og Matilda
Þakklæti
June 30, 2024
June 19, 2024 1 Athugasemd
May 06, 2024