December 13, 2023
Silli kokkur - Sigvaldi Jóhannesson
Ég hef verið að fylgjast með honum í dágóðan tíma á snappinu hans Sillikokkur og farið nokkrum sinnum og fengið mér hamborgara hjá þeim, búin að prufa 3 af þeim nú þegar og á eftir að smakka nokkra, þar á meða Mac & cheese.
Silli er orðin mörgum vel kunnugur og ég hef trú á því að nýji staðurinn verði afar vinsæll og muni stimpla sig vel inn í að bjóða upp á hágæða hamborgara sem hvergi hafa sést áður.
Silli á grillinu á Götubitahátíðinni í Hljómskálagarðinum í sumar 2023
Þeir sem ég hef prufað eru Gæsaborgarinn sem hefur unnið bæði hér á landi til verðlauna fyrir besta götubitann 4.sinnum og eins hefur hann lent í öðru sæti í keppninni um besta evrópska götubitann, European Street Food Award 2022.
Hamborgarinn sem vann og hefur verið einn sá vinsælasti er gæsaborgarinn með klettasalati, sultuðum rauðlauk og reyktri gráðaostasósu.
Brisket borgarinn, hágæðahamborgari
Ég er búin að smakka hann og Hreindýraborgarann en minn uppáhalds er eins og er Brisket hamborgarinn, hann er bara eitthvað annað og bragðlaukarnir mínir dansa hamingjudansinn í hvert sinn sem ég læt hann eftir mér.
Nýjung hjá honum í sumar var svo bakaðar kartöflur, allsskonar skemmtilegar útfærslur og ég gæddi mér að sjálfsögðu á einni þeirra. Þær verða í boði á veitingastaðnum. Mæli með!
Ég veit að von er á fleirri skemmtilegum nýjunum á nýja veitingastaðnum þeirra að Höfðabakka 1 og er mjög spennt fyrir því að prufa og njóta.
Sigvaldi (Silli) og eiginkona hans Elsa Blöndal Sigfúsdóttir
En ekki má gleyma baklandinu hans því á bakvið góðan mann er ávallt úrvalsfólk og í hans góða teymi er kona hans og fjölskylda.
Nú eins og ég sagði í upphafi þá hef ég verið að fylgjast með honum í dágóðan tíma og fyrr á þessu herrans ári 2023 tóku þau stóra ákvörðun og hún var sú að nú væri kominn tími á að opna veitingastað. Það hefur gengið á ýmsu í þessu ferðalagi þeirra en við hin höfum fengið að fylgjast grant með, bæði vali á öllu innanhús, diskum, ljósum, stólum, borðum ofl og það hefur svo sannarlega verið vandað til verks og útkoman er algjörlega frábær, mitt mat.
Opnunardagurinn er kominn og hann er miðvikudaginn 13.desember 2023 og veit ég það með vissu að sá dagur á sérstakan stað í hjarta þeirra hjóna og óska ég þeim innilega til hamingju með þennan fallega stað og það í mínu hverfi eða því sem næst. Ég mun hafa ánægju af því að koma þarna og borða og gæða mér á hágæða hamborgara hjá þeim, því að maður hefur svo sannarlega séð hjá honum og lært að hamborgari og hamborgari er svo engan veginn það sama, Silla hamborgararanir eru engu líkir og mikil ást og kærleikur lagt í lögun hversskonar og nýjar uppfinningar og frumlegar með meiru og það er einmitt það sem heillar mig algjörlega. Tær snilld!
Nú Silli er nú löngu þekktur, þótt svo að ég hafi ekki alltaf vitað af honum.
Hann hefur boðið upp á veisluþjónustu í mörg ár ásamt því að vera með vagninn á ferð og flugi um landið. Veislurnar eru orðnar afar vinsælar bæði hjá fyrirtækjum, fyrir brúðkaup og eins eru fermingarbörnin farin að biðja um hann í veisluna sína með vagninn, hversu kúl er það. Já og það má líka finna hann á You Tube þar sem hann sýnir og kennir landanum ýmislegt í matargerð, alveg frá því að handhreinsa rjúpur í það að elda þær. Finnið hann hér á YouTube
Hann bíður líka upp á allsskonar gourme eins og Jólagæs, Austfirska Heiðagæs, Andabringu, Anís gæs, Gæsa confit, Gæsabringu grafna, Álku, Langvíu og Lunda svo fátt eitt sé nefnt ásamt Gæsakæfu og gourme sósum og má þá nefna Hindberja eða Bláberja Vinagrette, Eplachutney, Sultaðan rauðlauk og Villibráðapate.
Já og svo hefur hann gefið út bókina Handbók veiðimannssins, frábært í gjafapakkann.
Nú svo fyrir þá sem allt eiga þá er snilld að gefa flotta Delux Villibráðakörfu, nú eða Sveinka fyrir jólin en úrvalið er mikið á síðunni hans, sjá hérna
Þessir tveir stóðu vaktina í vagninum þegar ég kom í fyrsta sinn og stilltu sér upp fyrir mig. Sá sem er vinstra megin er sonur hans Silla.
Snilldarinnar tvenna sem ég gæddi mér á í Hljómskálagarðinum
Hjónin Sigvaldi og Elsa þann 13.desember 2023 á opnunardaginn sjálfan
Nýji veitingastaðurinn þeirra er staðsettur á Höfðabakka 1
Salurinn og pílan.
Afgreiðslan og hægt að versla allsskonar lúxus vörur og taka með heim
Vefsíðan hans Silla kokks*
Facebook síðan hans Silla kokks
Þann 11.desember 2024 hélt Ljósmynda-og blaðaljósmyndafélag Íslands Jólahlaðborð hjá Sillakokk. Þar fengu bragðlaukarnir svo sannarlega að njóta sín í botn, þvílíku sælkeraréttirnir hver af öðrum, mæli 100% með!
Jólahlaðborðs diskurinn minn!
Texti & myndir
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll.is
Deilingar eru svo sannarlega vel þegnar....
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 13, 2024
December 12, 2024
December 06, 2024