July 24, 2022
Hótel Siglunes á Siglufirði
Glæsilegt hótel með fallegan stíl og dásamlegan marokkóskan veitingastað þar sem Jaouad Hbib kokkur frá Mazagan, El Jadida, Morocco sér um að töfra fram hvern réttinn á fætur öðrum á sinn einstaka hátt. Mæli svo innilega með staðnum.
Jaouad Hbib
Ég hafði verið að skoða Síldarminjasafni rúmri viku áður og hitti ég þá hann Jaouad fyrir algjöra tilviljun þar fyrir utan og við byrjuðum að spjalla. Ég hafði ekki hugmynd í fyrstu að þarna væri ég að tala við sjálfan kokkinn á Siglunesi sem ég var búin að ákveða fyrir löngu að borða hjá í dvöl minni allan maí mánuðinn á Ólafsfirði svo það kom mér skemmtilega á óvart.
Elska svona tilviljanir!
Hann sagði mér söguna hvernig það atvikaðist að hann væri nú komin til Íslands og væri farin að töfra fram marokkóskan mat á veitingastaðnum á Siglunesi og mun ég deila henni lítilega með ykkur hérna.
En fyrir um ca 6.árum síðan þá kom Hálfdán eigandi Siglunes á veitingastaðinn sem hann Jaouad var að vinna á úti í Morokkó. Eftir matinn þá vildi hann fyrir alla muni hitta sjálfan kokkinn. Hann kom til hans, talaði við hann og bauð honum svo vinnu í framhaldinu á Íslandi, svo hrifinn var hann af matnum og mikið skil ég hann vel.
Jaouad var nú ekki alveg með það á hreinu hvort maðurinn væri að grínast í honum eða ekki svo að hann sagði við hann, komdu hérna við aftur á morgun og þá getum við rætt þetta betur, svona með nokkurri vissu um að hann myndi ekki koma aftur en úr varð að hann kom og hann bauð honum aftur vinnuna.
Og þannig lá leið hans til Íslands.
Leiðin lá til Íslands, alla leið frá Morokkó til Siglufjarðar!
Það er síðan aðeins lengri saga að segja frá því hvað gerðist þar á eftir en í stuttu máli þá tók það yfir 1.ár eða meira að fá allar samþykktir ofl fyrir komunni hans og á tímabili þá var hann ekki viss um að þetta gengi upp en á endanum þá gerðist það þó og hann hefur verið hérna síðan og hefur hann heillað gesti Siglunes með marokkóskri matargerð síðan, þvílíka heppnin fyrir okkur sem höfum komið þangað og borðað.
Jaouad Hbib, töfrar fram magnaðan marokkóskan mat úr íslensku hráefni en kryddin koma að miklum hluta frá Morocco sem hann tekur með sér heim þegar hann fer þangað í heimsókn á hverju ári en hluta af þeim fær hann líka hér á landi.
Hann sýndi mér hin ýmsu trix og blöndur sem hann kemur með og útbýr hérna í sínum anda, allt frá forréttunum upp í eftirréttina að ógleymdum aðalréttunum og má með sanni segja að það sem sé vinsælast hjá honum sé íslenska lambið matreitt á hans máta. Lamba Tajine með fíkjum og hnetum og næst á listanum er Kjúklinga Tajine með ólífum og sítrónu confit og ég fæ bara vatn í munninn af tilhugsuninni.
Það sem vakti virkilega áhuga minn er hvernig hann útbýr sítrónu confitið og hann sýndi mér það einmitt.
Hann gerir líka ostana sjálfur!
Ég varð þess þó ekki aðnjótandi að ná að prufa ostana sem hann býr til líka því ostavinnslan hafði legið niðri um tíma út af svolitlu og já hann býr líka til osta, hverstu dásamlegt er það. Ég á það bara eftir þegar ég kem aftur en ég hef séð að hann er byrjaður að gera ostana aftur.
Veitingastaðurinn, algjörlega í anda hússins. Þarna vinstra megin má sjá inn þar sem móttakan og barinn eru.
Nú dagurinn rann upp, miðvikudagurinn 25.maí 2022 og ég átti pantað borð kl.18 og ég var með tilhlökkun í hjarta enda ekki á hverjum degi sem maður fer út að borða marokkóskan mat. Mælt er með því að pantað sé borð í síma 8999632 til að vera nú alveg örugg/ur, enda staðurinn oft þéttsetinn yfir sumartímann.
Það hefur verið opið hjá þeim alla daga nema mánudaga hingað til en þá er hann Jaouad í fríi en núna nýlega þá byrjaði veitingastaðurinn á því að bjóða upp á kínversk kvöld á mánudögum þar sem hún Yueping Zhou sér um að töfra fram kínverskan mat, allavega þetta sumarið, spennandi viðbót og áhugaverð.
Ég var búin að skoða matseðilinn aðeins áður en ég kom og leist mér rosalega vel á tilboðið þeirra af þriggja rétta matseðlinum.
Svo ég valdi mér í forrétt dásamlega Hörpuskel með risotto og safran sósu, í aðalrétt stóðst ég ekki að prufa Kjúklinga Tajine með ólífum og sítrónu confit eftir að hann hafði sýnt mér hvernig hann útbjó sítrónu confitið. Með kjúklinginum var borið fram Cous cous og það sem kom mér skemmtilega á óvart var þar sem var ofan á því, blanda af kanil og vanillusykri, algjörlega nýtt fyrir mér og kitlaði braðlaukana svo um munaði, ég endaði svo á að fá mér Ávaxtasalat með vanilluís, fersku engiferi og rósavatni, sem var skreytt með myntu, enn ein bragðauka bomban, blanda sem maður er ekki vanur að sjá á matseðlum og var himneskur endir á stórkostlegri matarveislu. Þessu renndi ég öllu niður með hinum dásamlega Kreysí Icelandair (Vatni í klaka).
Ég væri örugglega fastagestur ef staðurinn væri aðeins nær mér, enda margrómaður sælkeri, ég mun klárlega koma aftur.
Allir gestir fá smakk af dásamlegri marakóskri súpu.
Hörpuskel með risotto og safran sósu
Kjúklinga Tajine með ólífum og sítrónu confit
Ávaxtasalat með vanilluís, fersku engiferi og rósavatni
Hérna getið þið skoðað heimasíðu Siglunes
Margrét Jónsdóttir Njarðvík & Hálfdán Sveinsson
Það var svo sannur heiður að hitta þau hjónin og eigendur Hótel Siglunes þau Hálfdán Sveinsson og Margréti Jónsdóttir Njarðvík sem einnig er eigandi Mundo ferðaskrifstofu og rektor Háskólans á Bifröst.
Og til gamans má einnig geta þess að þau flytja inn dásamlegar olíur sem heita Búkonan, ég smellti mér á eina og fyrir valinu varð Ávaxtaolían út á salatið mitt. Olíurnar eru 4 talsins og heita Platínudropinn, Ávaxtadropinn, Lífræni dropinn og Gulldropinn.
Ég verð svo bara að sýna ykkur aðeins svona smá innlit í nokkur herbergin hjá þeim en ég fékk að mynda þau til að deila hérna með ykkur og vitið, þau eru hverju öðru fallegri, hvert og eitt sérstakt á sinn hátt og með uppgerðum baðherbergjum með þeim flestum nema á efstu hæðinni, þar er þeim deilt með öðrum gestum. Klárlega kósý að gista þar einhvern daginn, borða góðan mat á veitingastaðnum og enda daginn á að skella sér í pottinn. Draumur frá A-Ö
Hérna má sjá fjögura manna herbergi
Tveggja manna
Partur af þriggja manna herbergi
Auka rúm í þriggja manna herberginu
Seturstofur
Kósý rómantísk horn
Saga Siglunes
Svo má enda dásamlegan dag með því að fara í pottinn.
Ingunn & Jaouad
Elsku vinkona mín kom svo með Tajine pott fyrir mig að utan og er mikil tilhlökkun í hjarta mínu að prufa hann og deila með ykkur einhverjum uppskriftum.
Texti & myndir
Ingunn Mjöll
Deilið með gleði.
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 26, 2024
December 13, 2024
December 12, 2024