Segull 67

August 05, 2022

Segull 67

Segull 67, fjölskyldubrugghús.
Ég kíkti þarna inn hjá þeim einn daginn í byrjun júní og fékk að skoða smá þótt ekki væri hin hefðbundna Brugghús ferð í gangi, enda var konan á bíl. Ég á þetta bara eftir og verð þá búin að redda mér gistingu á svæðinu enda af mörgu að taka, sjá og upplifa.

Ég hef reyndar í gengum árin ekki verið nein sérstök áhugamanneskja um bjór en hef svona verið að færa mig upp á skaftið í að smakka allsskonar tegundir og finnst mér þær misjafnar eins og þær eru margar. En þeir koma margir sterkir inn og ég er persónulega hrifnari af dökkum bjór en ljósum og eftir að hafa verslað mér nokkrar og smakkað þá kemur Segull67 sterkastur inn hjá mér enn sem komið er af þeim tegundum sem eru í boði hjá þeim.

Marteinn B.Haraldsson

Ég hefði gjarnan viljað kaupa hjá þeim blandaða rútu til að gæða mér á og geta sagt ykkur frá minni upplifun en það var ekki í boði þá stundina en mér skilst að það sé nú hægt að kaupa beint af brugghúsunum eftir breytingar á lögum, mér persónulega finnst mikið frelsi í því, svona bara eins og þegar maður skreppur erlendis.

Viti menn,, þann 29.júlí 2022 fengu þau leyfi til að selja á framleiðslustað! Hipp hipp, húrra,,,


Bjórverksmiðjan Segull 67 opnaði á Siglufirði rétt fyrir jólin 2015 þegar hinn frábæri jólabjór þeirra koma á markaðinn.

Segull 67 er staðsett í hinu rómaða sjávarþorpi Siglufjarðar
Ég hitti þau eigendur þegar ég leit þarna inn, þau Martein og Fanney ásamt föður hans, móðir og syni. Þetta er lítið fjölskyldubrugghús þar sem afi hans og faðir ásamt fjölskyldu hjálpa til og hann sagði mér t.d. að pabbi hans ætti heiðurinn af öllu ryðskrautinu og ýmsu öðru,, sem mér finnst reyndar mjög flott, segir svo mikla sögu staðsins. 

Haraldur Marteinsson og Nói, Marteinn Haraldsson, Fanney Kristín Vésteinsdóttir og Kolbrún Gunnarsdóttir.

Nafnið Segull segja þau vera tengdann við segulnálina úr áttavitanum sem snýr alltaf norður, sama hvar þú ert og að talan 67 hafi lengi verið happatala fjölskyldurnnar, bæði tengt bílum og bátum, skemmtilegt.

Brugghús er staðsett í gamalli en ný upgerðri fiskverksmiðju.



Hægt er að panta sér Brugghúsferð og smökkun á síðunni þeirra, sjá hér og eins líka einkaferð. Eins líka að fylgjast með viðburðum hjá þeim sem eru þar reglulega.

Feisbókarsíðan má finna hér

Þessa 5 keypti ég í Á.T.V.R og prufaði einn af öðrum. Enn stendur Segull 67 uppúr hjá mér, Purkur IPA er ágætur, pínu rammt bragð á eftir, vinir mínir voru mjög hrifnir af honum enda kannski meira í bjórmenningunni heldur en ég, Sólstingurinn kemur sterkur inn og svo á ég eftir að prufa hina tvo, skelli því hérna inn þegar því er lokið.

T
exti & myndir
Ingunn Mjöll

Deilið með gleði.




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

American SchoolBus Café!
American SchoolBus Café!

December 26, 2024

American SchoolBus Café!
Ég dáist að þrautseglu fólks sem kemur frá öðrum löndum til að byggja sér upp nýtt líf á Íslandi og hérna er ein stutt saga þess efnis um strákana George Ududec & Alex Slusar sem komu fyrir nokkrum árum síðan frá Rúmeníu til landsins til að vinna. 

Halda áfram að lesa

Stóreldhússýningin 2024!
Stóreldhússýningin 2024!

December 13, 2024

Stóreldhússýningin Laugardalshöll
Var haldinn dagana 31.október og 1.nóvember 2024 í Laugardalshöllinni. 
Þarna eru fjöldinn allur af matvælatengdum fyrirtækjum á markaðinum saman komin til að kynna sig og sjá aðra. Alltaf jafn gaman að koma og sjá, fræðast og smakka nýjungar sem mörg fyrirtækjanna eru með á boðstólunum.

Halda áfram að lesa

Hellarnir við Hellu!
Hellarnir við Hellu!

December 12, 2024

Hellarnir við Hellu!
Lengi langað til að skella mér í þessa hellaskoðunarferð á Hellu og lét loksins verða að því þegar ég dvaldi í viku í Fljótshlíðinni. Ég skellti mér í ferð sem boðið var upp á fyrir íslensku mælandi en þær eru auglýstar sérstaklega. 

Halda áfram að lesa