Mr.Iceland - Lifandi saga!

October 23, 2023

Mr.Iceland - Lifandi saga!

Herra Ísland - Lifandi saga!
Mr.Iceland - A Living Saga!

Í fyrra þá kynntist ég henni Natinu Harris úti í Grímsey þar sem við gistum báðar á sama gistiheimilinu og upplifðum svo í sameiningu að sjá  Heimskautsbauginn og nutum stórfenglegrar náttúru í leiðinni.

Nú árinu síðar 2023 er hún mætt aftur til Ísland, svo mikið heillaðist hún af landi okkar og þjóð.

Við ferðuðumst víða saman í þessari ferð hennar, bæði um Reykjanesið, Suðurland og smá um Reykjavík en toppurinn var svo sannarlega heimsókn okkar til Mr.Iceland og þess vegna ákvað ég að skrifa um hana og deila hér með ykkur.


Efri Úlfsstaðir

Hún var búin að kynna sér margt og þar á meðal var hún búin að panta sér reiðnámskeið hjá Mr.Iceland, A Living Saga. 

Draumur hennar hafði lengi verið sá að tengjast hestum betur og ganga skrefinu lengra og fara á hestbak eða allavega að njóta nándarinnar og dýrðarinnar sem fólst í því að heimsækja Mister Iceland (Hörð Bender) sem á og rekur þarna Efri Úlfsstaði þar sem hann bíður upp á reiðnámskeið, hestaferðir, gistiþjónustu, ræktar gulrætur og hvítlauk og eldar sælkeramat sem boðið er upp á eftir útreiðatúrinn, svo fátt eitt sé nefnt.

Hugsanlega er það eitthvað fleirra en upplifun er þetta svo sannarlega.


Natina búin að fá úthlutað sínum hesti þennan dag og hét hann Líf

Það var dásamlegt að upplifa þetta, ég vissi ekki einu sinni af þessu frekar en mörgum perlum sem í boði eru á fallega landinu okkar.


Grunnkennsla í gangi (Hörður Bender)

Hver og einn með sinn útvalda hest og að kynnast honum fyrir útreiðatúrinn

Ég sá um keyrsluna, mynda ævintýrið hennar og að sjálfsögðu að naut ég matarins sem allur var beint frá býli, sem mér var boðið að njóta með hópnum af  staðarhaldaranum og svo að fá að deila þessari dásemd með ykkur!

Þegar við vorum þarna þá var eitt smáhýsi í boði til að gista í en 3-4 til viðbótar í byggingu sem mér sýnist á myndum að séu komin í útlegu líka. Og jú passar, þau eru orðin 4. Gari - Kría - Kristall - Blesi og svo er það Jokob's húsið sem hann gerði upp sjálfur, byggt árið 1923 og er eitt elsta steinsteypta húsið á Suðurströnd Íslands. Dásamlega falleg öll sem eitt.

Upplifunin er hugsuð sem að þú komir og farir á létt byrjunar námskeið sem haldið er í fallegri hlöðu. Hesthúsið er sjarmerandi, allt vel skipulagt og hreinlegt að sjá.


Natína og Líf. Allir að verða tilbúnir fyrir útreiðatúrinn og komnir í fallegar skykkjur 

Eins og ég sagði ykkur í upphafi þá var þetta langþráður draumur hjá Natínu að komast í nánari snertingu við hesta, þessar stórfenglegu fallegu dýr sem eru með svo mikinn persónuleika og finna svo fyrir návist okkar, skynja okkur og hvernig okkur líður. Sumir hestar eru viljugari en aðrir og aðrir meira varir um sig og það var svo heillandi að sjá hvernig hann Hörður valdi hest fyrir hvern og einn til að eiga síðan þessa fallegu tenginu við. 

Það var einstaklega fallegt að sjá tenginguna á milli Natínu og Líf, allt frá því að hún fór í fyrsta sinn inn í hans vistarverur og hóf að bursta hann með mjúkum hreyfingum einni af annarri og á meðan á því stóð þá tók ég upp smá videó og tengdi svo lagið Líf með honum Stefáni Hilmars við sem gerðir þvílíka lukku og átti svo fallega við þarna. Það var dásamlegt að sjá draum hennar verða að veruleika að fá að tengjast hesti og komast í svona nána snertingu við hann, sinn útvalda hest, Líf.

Næsta skref var svo að leiða hestana inn í hlöðuna þar sem Hörður fór vandlega yfir undurstöðu atriðin og sagði svo fallega frá sögu hestsins, hans sér íslensku 5 gangtegundir og hvernig hans hestar voru valdir, þjálfaðir og hvíldir, svo einstaklega fallegt.

Hver og einn gekk svo með sinn hest sér við hlið til að finna taktinn og svo fór einn af öðrum á bak og fékk sína persónulegu kennslu í undirstöðum og það var dásamlegt að verða vitni að því að sjá hvernig Hörður gaf hverjum og einum sinn tíma, allt eftir því á hvaða stað hver og einn var í samskiptum við hesta, sumir voru vissulega vanari en aðrir og þegar kom að okkar konu þá vandaðist nú aðeins um málin því að hún hafði aldrei tekið með í reikninginn að hún þyrfti nú að komast upp á elsku hestinn að sjálfu sér í æfingunum fyrir útreiðatúrinn og að það væri partur af þessu öllu og eftir nokkrar tilraunir í að komast á bak hestsins þá vildi hún alls ekki tefja fyrir hinum og sagði bara hátt og skýrt  að ansans botninn væri bara of þungur til að stökkva svona upp og brosti sínu breiðasta, alsæl þrátt fyrir það því draumur hennar hafði svo sannarlega ræst, hún hafði komist í nána snertingu við hest og þá hefði tilganginum verið náð og upplifunin myndi aldrei gleymast. Hvað framtíðin ber í skauti sér er ennþá óskrifað blað ;)

Ég dáðist að henni og hamingjunni sem þetta gaf henni, ég hefði ekki heldur náð að koma mínum botni upp á bak hestsins en það er nú önnur saga!

Ég hafði ekki ætlað að segja frá þessum parti en Natína sagði að hann væri ómissandi, það bara mætti ekki sleppa honum. Enda alveg einstök kona hérna á ferð sem elskar að ferðast og upplifa allsskonar. Akkúrat stödd á Íslandi núna aftur þegar þessi grein birtist, alsæl.

Hópurinn á leið í smá útreiðatúr saman með Mr.Iceland í forustu.

Nú eftir léttan útreiðatúr, hugsaður fyrir byrjendur eða lengri túr fyrir vana á Black Sand Beach, þá er boðið upp á heimagerðan mat. Lamb beint frá býli, kartöflur úr Þykkvabænum, ljúffengt salat, gulrætur ræktaðar á staðnum og allt þetta toppað með gómsætri rjómasósu eins og mamma hans gerði alltaf, nauðsynleg sagði hann og setur punktin yfir sælkeramáltíðina. Svo sannarlega eitthvað fyrir sælkerann mig ;)

Lambið mallaði á hægum hita á meðan gestirnir fóru í útreiðatúr

Kartöflurnar beint frá nágrönnunum í Þykkvabæ


Gulræturnar ræktaðar á staðnum af staðarhaldaranum


Og sósan að hætti móður hans sló í gegn 

Gestirnir sem gista, geta svo gengið með hestana sem þeir fengu úthlutað heim að húsinu sínu og haft þá þar fyrir framan og horft beint út um gluggan á fegurðina. Hversu dásamlegt er það og rómantískt þar sem það á við.

Nýgiftu hjónin eru til vinstri, næst koma hjón búsett hérna á landi vegna vinnu eiginmannssins, Hörður Bender staðarhaldari og eigandi ásamt hundinum sínum og Natína þar við hlið hans. Skemmtilega tilviljunin þennan daginn var sú að þau koma öll frá Bandaríkjunum og svo vorum það við Hörður frá okkar ástkæra landi Íslandi.

Ég fékk svo staðarhaldarann til að smella mynd af okkur saman þarna og var með á myndinni. 

Ég mæli alveg með heimsókn ef þið eruð að sækjast í upplifun og alveg öllum pakkanum jafnvel eins og nýgifta parið eitt var. Þau völdu að fara í brúðkaupsferð til Ísland og njóta og voru alsæl með þennan fyrsta áfanga ferðar sinnar.

Upplifun og aftur upplifun. Húsin eru dásamlega fallega búin og ætti öllum að líða rosalega vel þar. Vonandi á ég eftir að smella af þeim mynd einn daginn og sýna ykkur.

Efri-Úlfsstaðir, bærinn, er staðsettur í miðri stærstu Sögu okkar: BrennuNjáls sögu, er sagt á heimasíðunni.

Og þegar þú kemur á bæinn þeirra verður þú hluti af sögunni þeirra.
Og þar stendur einnig að "Þegar við ríðum á hestum erum við að hjóla á 1000 ára gömlum brautum sem víkingarnir riðu. Við drekkum úr sömu ánni og horfum á sömu fjöllin og víkingarnir gerðu. Hestarnir eru grunnurinn í öllum ferðum okkar, en Saga okkar, matur og innsýn gefur þér mjög sérstaka upplifun sem hvergi er að finna annars staðar."


Útsýnið séð frá bænum ekki að verri endanum. Vestmannaeyjar í allri sinni dýrlegu mynd, svo langt frá en samt svo stutt.

Plúsarnir eru ansi margir þarna og heimasíðan fallega uppsett hjá þeim, þar sem lesa má um allt sem er í boði, bæði á staðnum og í næsta nágrenni við.

Eini mínusinn sem ég gef og er að mínu mati afar stór, athugið mitt mat, það er að heimasíðan bíður ekki upp á að við Íslendingarnir getum lesið okkur til á okkar eigin tungumáli og það finnst mér mjög miður og særir hjarta mitt. Heimasíðan bíður aðeins uppá ensku, spænsku, þýsku og frönsku!

Mikið óska ég þess að þarna verði breyting á þar sem við á.

Ég vil persónulega geta lesið allt sem í boði er á Íslandi á íslensku og ég hrósa þeim öllum sem bjóða upp á það sem fyrsta tungumál eða bara bjóða upp á það yfir höfuð, hitt að bjóða bara alls ekki upp á það er umhugsunarvert, umræða sem ég ætla ekki að taka hérna að öðru leiti en að biðla til þeirra sem reka fyrirtæki hversskonar, hvort heldur sem ferðaþjónustu, gistingu, matsölustaði ofl því tengt að sleppa ekki okkar eigin tungumáli. Munum að ferðamenn eru komnir til landsins til að upplifa okkar fegurð, tungu og aðra sérstöðu sem við höfum upp á að bjóða, berum virðingu fyrir því, alla leið.

Þetta fær mig líka til að hugsa, erum við velkomin eða ekki, stór spurning!

Ekki það ég var svo sannarlega velkomin þarna og gott betur.
Takk æðislega fyrir mig Natína og Hörður.

Annars elskaði ég þessa upplifun og naut í botn og mæli 100 % með.


Ísland rokkar!

Texti & myndir
Ingunn Mjöll

Plús smá texti af síðunni þeirra (Og þegar þú kemur á bæinn þeirra verður þú hluti af sögunni þeirra,,,,)




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Umfjallanir

By Artos!
By Artos!

June 30, 2024

Premium Seasoning blends by Artos!
Eru frábær krydd sem koma úr höndum hans Helga B Helgasonar matreiðslumeistara en hann lærði á sínum tíma hjá honum Stefáni í Múlakaffi á árunum frá 1976-1980. 

Halda áfram að lesa

LovaIceland!
LovaIceland!

June 19, 2024 1 Athugasemd

LovaIceland!
Virkilega góð krem sem eru nýleg á Íslenskum markaði en fyrirtækið LovaIceland  var stofnað árið 2017. Vörunar fást orðið víða og hafa íslendingar tekið vel á móti vörulínunni og er hún að á virkilega góð meðmæli.

Halda áfram að lesa

Matarmarkaður Íslands!
Matarmarkaður Íslands!

May 06, 2024

Matarmarkaður Íslands!
Var haldinn í Hörpu dagana 13-14 april 2024 þar sem bændur, sjómenn og smáframleiðendur koma saman og selja afurðina sína beint til neytandans og kynna vörur sínar. 

Halda áfram að lesa