Knútur Rafn Ármann eigandi og forstjóri
Friðheimar kynnti allt sem er í boði þar en við þekkjum mörg hver ljúffengu tómatsúpuna frá þeim og margir hafa lagt leið sína til þeirra í súpu og brauð.
Friðheimar er fjölskyldufyrirtæki rekið af hjónunum Knúti og Helenu. Smávegis upplýsingar af síðunni þeirra:Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar allan ársins hring þrátt fyrir langan og dimman vetur.Við tökum líka á móti gestum og sýnum þeim og segjum hvernig tómataræktunin gengur fyrir sig. Hægt er að setjast niður við hliðina á tómatplöntunum og smakka á afurðunum í dásamlega einföldum matseðli, sem byggist að sjálfsögðu á tómötum.Gestir geta tekið með sér matarminjagripi sem framleiddir eru úr tómötum og gúrkum, og rifjað upp bragðið þegar heim er komið.Í Friðheimum er einnig stunduð hrossarækt í smáum stíl og boðið upp á hestasýningar og heimsóknir í hesthúsið fyrir fyrirframbókaða hópa. Nýjasta viðbótin okkar er svo Vínstofan okkar sem er staðsett í okkar elsta gróðurhúsi. Þar er hægt að setjast niður í góðan drykk og létta rétti í notalegu umhverfi.
Heimasíðan þeirra
hérnaFeisbókarsíðan þeirra
hérna
Hérna eru þau
Ísak, Linda Dögg frá Efstadal og Kristín Ingunn (Día) Héraðsskólanum á Laugarvatni.
Bærinn Efstidalur er frá 1750, djúpar rætur í hjarta Gullna hringsins. Í meira en tvær og hálfa öld hefur bærinn verið áminning um varanlegan anda og hollustu þeirra fjölskyldna sem hafa ræktað þetta land áður.
Nú, undir umsjón 7. kynslóðar bænda, heldur Efstidalur áfram að dafna og blandar saman hefð og nútíma sjálfbærum starfsháttum.
Eins og stendur er bærinn Efstidal rekinn af fjórum systkinum. Þau breyttu bænum í stað þar sem gestrisni og þægindi mæta hefðbundnu bændalífi. Gestir geta gist á hótelherbergjum eða sumarhúsum. Gestir alls staðar að úr heiminum rata á bæinn til að prófa íslensku vörurnar.
Bændagistin, veitingastaður, ísbúð og hestaleiga.
Þarna fékk ég mér hamborgarann Íslending sem var æðislegur, svo æðislegur að ég hugsa til hans oft ;) En næst væri ég þó til í að smakka Skyr hamborgarann, elska að prufa eitthvað óvenjulegt.
Heimasíða EfstadalsFeisbókarsíða EfstadalsKristín Ingunn (Día) kynnti svo
Héraðsskólann á Laugarvatni (Historic Guesthouse)
Héraðsskólinn er staðsettur á Laugarvatni, í göngufæri við hin frábæru náttúrulegu eimböð Fontana, fallegar gönguleiðir og fallegt landslag allt um kring. Laugarvatn er þægilega staðsett í miðju Gullna hringsins. Þarna hef ég komið og gist, borðað og notið vel og farið einmitt i Fontana í leiðinni, alveg hreint dásamlegt.
Heimasíða HéraðsskólansFeisbókarsíðan þeirra
Guðmundur Fannar Vigfússon kynnti Fontana SpaFontana Laugarvatni, dásmlegt að koma og njóta þess að í böðunum og fá sér svo eitthvað gott að borða og jafnvel að smakka Rúgbrauðið sem þau baka þarna úti og skella sér í ferð með þeim og grafa það upp.
Frá náttúrunnar hendi er umhverfi Laugarvatns Fontana við norðanvert Laugarvatn einstakt þar sem jarðvarminn kraumar. Í austri blasir fjallhringurinn við með Heklu, Hestfjalli, Vörðufelli og Eyjafjallajökul í hásæti.
Náttúruböðin sem nú hafa verið reist bjóða fyrst og fremst uppá að upplifa hina einstöku gufu beint yfir gufuhvernum fræga sem heimamenn og gestir hafa nýtt til heilsubaða að minnsta kosti síðan 1929. Auk þess er unnt að baða sig í heilsubaðvatni í þrískiptri baðlaug, dvelja í heitu sánubaði, ganga í volgum sandinum, dýfa sér í Laugarvatnið sjálf frá nýbyggðri bryggju eða slaka á í fallegum garðinum. Jafnframt gefur dvöl í böðunum ávallt tækifæri til að skynja hina síbreytilegu íslensku veðráttu og njóta fjallasýnar. (Upplýsingar fengnar af síðunni þeirra)
Mikil breyting þarna á frá því að maður var ungur og kom þarna í gufuna og pottinn, þeir muna sem muna.
Hérna er svo Rúgbrauð uppskriftin þeirra:
2 bollar rúgmjöl
1 bolli venjulegt hveiti
1 bolli sykur
2 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
500 ml. mjólk
Aðferð:
Skref 1
Forhitið ofninn í 100°C / 220°F
Skref 2
Setjið öll þurrefnin í stóra skál og blandið þeim saman.
Skref 3
Setjið mjólkina með þurrefnunum og blandið saman.
Skref 4
Smyrjið pott með smjöri til að koma í veg fyrir að brauðið festist.
Skref 5
Hellið blöndunni í pottinn
Skref 6
Setjið pottinn í miðjan ofninn og setjið vatnsbakka fyrir neðan pottinn til að rúgbrauðið þorni ekki.
Skref 7
Bakið í 8 til 10 klukkustundir.
Heimasíða FontanaFeisbókar síða Fontana
Torfi Stefán Jónsson Verkefnastjóri fræðlusviðs á Þingvöllum kynnti allt það sem þar er í boði.
Hjarta lands og þjóðar!
Saga Íslands og íslensku þjóðarinnar kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará. Þar var Alþingi stofnað um árið 930 sem kom saman á Þingvöllum allt fram til ársins 1798. Meginviðburðir Íslandssögunnar hafa gerst þar og því skipa Þingvellir sérstakan sess í hugum allra Íslendinga. Þingvellir eru í dag friðlýstur helgistaður Íslendinga. Í lögum segir að hið friðlýsta land skuli ævinlega vera eign íslensku þjóðarinnar og undir vernd Alþingis.
1100 ára afmæli Íslandsbyggðar 1974.
Árið 1974 var ellefu hundruð ára afmælis Íslandsbyggðar fagnað á Þingvöllum. Sólin skein glatt á gesti sem fjölmenntu á Þingvöll og tóku þátt í fyrstu hátíð sem var sjónvarpað beint til allra landsmanna.
Þarna var ég stödd með foreldrum mínum í tjaldi 8.ára gömul og er minning mín sterk frá þessum tíma. Margt hefur þó breyst síðan þá, Valhöll horfin, nýjar byggingar og mikil uppbygging.
Gestastofan er staðfest við útsýnisskífuna á Hakinu, þar sem gengið er niður í Almannagjá.
Í gestastofunni er staðsett gagnvirk upplifun um sögu og náttúru Þingvalla. Á auðveldan og fljótlegan hátt er hægt að kynnast Þingvöllum jafnvel þó veðrið sé ekki alltaf upp á hið besta.
Heimasíðan Þingvalla
Herdís Friðriksdóttir framkvæmdastjóri í Skálholti ásamt aðstoðarkonu sinni
Paula að kynna svæði
Skálholts. Upplifðu þúsund ára sögu Skálholts!Skálholt á alltaf sérstakan stað í hjarta mér, því þegar ég var 10.ára gömul þá fór ég í sumarbúðir í Skálholti og ég man að þá fórum við og skoðuðum safnið og undirgöngin sem eru undir kirkjunni. Okkur fannst það nú pínu óhugnalegt þá. Ég hef farið þangað síðan og skoðað, minnir að það hafi verið árið 2009 og þá var upplifunin svo sannarlega öðru vísi. Ég hef líka tekið fermingarmyndir í kirkjunni af syni konu sem ég passaði þegar ég réði mig í vist 14.ára að passa 3 stelpur á aldrinum 1, 2 og 3 í Biskupstungunum, svo það var mikill heiður að fá að mynda fermingardrenginn.
En Skálholt er ekki bara kirkja, Skálholt er svo mikið meira en það, því í dag þá komið Hótel Skálholt, Veitingahúsið Hvönn, leiðsögn fyrir hópa, tónleikahald svo fátt eitt sé nefnt.
Fyrir áhugasama um að lesa meira um Skálholt
hérna
Dagný Jóhannsdóttir og Andri Már Jónsson eigendur af Menam og Menam Dim Sum, ásamt syni sínum Krister Frank Andrasonar og Þórir Erlingssyni forseta Klúbbs Matreiðslumeistara.Dagný Jóhannsdóttir og Andri Már Jónsson eru eigendur af Menam sem er Thailenskur veitingastaður og er staðsettur í Mólkurbúinu í Mathöllinni á Eyravegi 1, Selfossi og Menam Dim Sum sem býður upp á dásamlega góða Dömplinga.
Menam býður upp á grinilega rétti úr fersku, íslensku gæða hráefni, matreidda undir thailenskum áhrifum. Með því að nýta besta mögulega hráefni úr nærumhverfinu hverju sinni og matreiða það með töfrum thailenskrar matargerðar, er það besta dregið fram frá báðum heimum.

Thailensk þrenna
Kjúklingur PaNang, djúpsteiktar rækjur, grænmetisvorrúllur, hrísgrjón og súrsæt sósa.
Ég fór þangað í fyrra og fékk mér að borða flott tilboð sem þau voru með sem var mjög gott og ég er svo líka spennt að prufa hjá þeim hinum staðnum sem er fyrir hliðina á þeim sem heitir Menam Dim Sum en þar er í boði alveg meiriháttar gott Dumlings og meðlæti en þau voru einmitt með smakk af því á sýningunni, alveg svakalega gott, mæli með!

Heimasíðu Menam má finna hérna
Feisbókarsíða Menam
hérna
Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir verkefnastjóri fyrir miðbæ Selfoss og Mjólkurbúið kynnti allt sem þar er í boði og færði gestum og gangandi falleg tösku með fullt af flottum tilboðum frá fyrirtækjunum á staðnum sem ég mun klárlega nýta mér þegar fer að vora enda alltaf gaman að koma á Selfoss.
Árni Bergþór Hafdal Bjarnason og Guðný Sif Jóhannsdóttir eru þau sem standa á bakið
Fröken Selfoss. Árni matreiðslumeistari og þjónn og Guðný markaðsstjóri og hugmyndasmiður ÁB veitinga ehf sem stendur á bakvið Fröken Selfoss og Groovís Ice creame & donuts.
Fröken Selfoss er staðsett á neðra brúartorgi í nýja miðbænum á Selfossi. Þar bjóða þau upp á frábæran mat og kokteila með áherslu á íslenskt hráefni. Staðurinn er hóflega "fínn" veitingastaður og er lagt upp með að bjóða uppá vinarlega þjónustu, girnilegan og bragðgóðan mat. Samhliða veitingastaðnum bjóðum við einnig upp á alhliða veisluþjónustu.
Staður sem spennandi verður að heimsækja.
Heimasíðan þeirra Feisbókarsíðan þeirra
Guðrún Bjarnadóttir kynnti Hespuhúsið sem er staðsett um 900 metra fyrir utan Selfoss.
Hespuhúsið er opin jurtalitunarvinnustofa í Ölfusinu. Í Hespuhúsinu vinnur Guðrún Bjarnadóttir jurtalitað band eftir gömlum hefðum en með nútíma tækni, td. rafmagni og betri pottum. Í Hespuhúsinu gefst gestum kostur á að kíkja í litunarpottana og fræðast um gamla handverkið. (Upplýsingar af síðunni hennar)
Hún er líka að selja hin dásamlega fallegu, skemmtilegu og fræðandi samstæðuspil þar sem börn og fullorðin geta lært saman um fugla, blóm og jólasveinana, spil sem ég ætla að kaupa og spila með barnabarninu mínu. Spilin er hægt að kaupa beint frá henni en líka víðsvegar um landið en þær upplýsingar er hægt að skoða á síðunni hennar.
Heimasíða Hespuhúsins
Feisbókar síðan
Atli Már hjá
Arnastapa Center og hann
Vignir hjá Glacier Padadise Snæfellsjökli
Glacier Paradise er lítið fjölskyldu fyrirtæki sem stofnað var árið 2022 af hjónunum
Vigni og Kolfinnu. Þau eru þriðji aðilinn innan fjölskyldunnar til að skipuleggja ferðir á Snæfellsjökul og leggja þau metnað sinn í að halda áfram arfleifð fjölskyldunnar. Með yfir 20 ára reynslu innan jöklaferða í farteskinu halda þau áfram að veita viðskipavinum framúrskarandi þjónustu. Þau bjóða upp á ferðir á Snæfellsjökul með snjótroðara þar sem viðskiptavinurinn getur notið útsýnisins áhyggjulaus í ferðinni.
Heimasíða Glacier Paradise
Feisbókarsíðan þeirra

Hérna eru þeir
Hlynur M.Jónsson hótelstjóri hjá Arnarstapa Center og Atli MárArnarstapi Center er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem við höfum staðið vaktina í 15 ár. Við höfum mikla ánægju af því að bjóða uppá gæðaþjónustu og veitingar úr besta hráefni. Hjá okkur er að finna margs konar gistimöguleika sem henta mismunandi þörfum gesta okkar. Allt frá hótelgistingu til tjaldstæðis. Við rekum einnig tvo veitingastaði og bar á svæðinu. Við reynum eftir bestu getu að mæta þörfum allra þeirra sem heimsækja Arnarstapa svo allir finni eitthvað við sitt hæfi.Arnarstapi Center á feisbókinniHeimasíðan Arnarstapa Center
Hótelstjórinn hann Hlynur fékk svona eina extra mynd af sér hérna í lokinn.
Markaðsstofur landshlutanna má finna á feisbókinni hér
Mig langar að lokum til að hrósa öllum þeim sem bjóða upp á íslensku á heimasíðunum sínum en það er eitthvað sem mér persónulega vera og ætti að vera algjört skilyrði að gera með fyrirtæki á Íslandi. Ég heyrði að margir voru að fara í þá vinnu en því miður ekki allir og í sumum tilfellum var boðið upp á t.d. 2-5 tungumál og ekki eitt einasta þeirra íslensk! Á Íslandi ætti að sjálfsögðu að vera fyrsta mál í boði íslenska og ég veit það flest allir eru sammála því.
Óskandi að það verði bót á.