Landið okkar
January 30, 2020
Landið okkar Ísland er svo dásamlega fallegt, stórbrotið, litskrúðugt ásamt fullt af náttúrulegum fjölbreytileika sem fólk þyrpist að til að sjá allsstaðar að úr heiminum. Við sem íslendingar margir hverjir þyrpast aftur á móti til annarra landa til þess að sjá aðra menningu og fjölbreytileika.
Draumaferðin mín er núna að bresta á LOKSINS og ykkur öllum er boðið í ferðalag með mér að fylgjast með :)
Ég lofa engu en ég mun svo sannarlega gera mitt besta í að segja ykkur sögur af því sem ég mun sjá og upplifa, allt frá landslagi, náttúru, dýrum, mat, matargerð, uppskriftum og hversskonar handverki og nýjungum á íslenska vísu, já og ég skal gera allt sem í mínu valdi stendur að segja frá því á hinn skemmtilegasta máta svo þið hafið gaman af.
Já
DRAUMUR minn er við það að rætast og tilhlökkunin í bland við kvíðann allt í bland hellist yfir mig en ég skal njóta landsins okkar og alls þess dásamlega sem það bíður upp á.
Fylgstu með frá upphafi og vertu velkomin að skrá þig á póstlistann!
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
Einnig í Blogg & greinar!
January 02, 2025
Jólamatarmarkaður í Hörpu!
Ég var komin strax kl.11 um morguninn og ætlaði mér svo sannarlega að vera snemma á ferðinni, svona áður en allt væri orðið fullt en það var svo greinilegt að ég var ekki sú eina sem hugsaði þannig, ó nei!
Halda áfram að lesa
December 26, 2024
American SchoolBus Café!
Ég dáist að þrautseglu fólks sem kemur frá öðrum löndum til að byggja sér upp nýtt líf á Íslandi og hérna er ein stutt saga þess efnis um strákana George Ududec & Alex Slusar sem komu fyrir nokkrum árum síðan frá Rúmeníu til landsins til að vinna.
Halda áfram að lesa
December 13, 2024
Stóreldhússýningin Laugardalshöll
Var haldinn dagana 31.október og 1.nóvember 2024 í Laugardalshöllinni.
Þarna eru fjöldinn allur af matvælatengdum fyrirtækjum á markaðinum saman komin til að kynna sig og sjá aðra. Alltaf jafn gaman að koma og sjá, fræðast og smakka nýjungar sem mörg fyrirtækjanna eru með á boðstólunum.
Halda áfram að lesa