Landið okkar

January 30, 2020

Landið okkar

Landið okkar Ísland er svo dásamlega fallegt, stórbrotið, litskrúðugt ásamt fullt af náttúrulegum fjölbreytileika sem fólk þyrpist að til að sjá allsstaðar að úr heiminum. Við sem íslendingar margir hverjir þyrpast aftur á móti til annarra landa til þess að sjá aðra menningu og fjölbreytileika.

Draumaferðin mín er núna að bresta á LOKSINS og ykkur öllum er boðið í ferðalag með mér að fylgjast með :)

Ég lofa engu en ég mun svo sannarlega gera mitt besta í að segja ykkur sögur af því sem ég mun sjá og upplifa, allt frá landslagi, náttúru, dýrum, mat, matargerð, uppskriftum og hversskonar handverki og nýjungum á íslenska vísu, já og ég skal gera allt sem í mínu valdi stendur að segja frá því á hinn skemmtilegasta máta svo þið hafið gaman af.

DRAUMUR minn er við það að rætast og tilhlökkunin í bland við kvíðann allt í bland hellist yfir mig en ég skal njóta landsins okkar og alls þess dásamlega sem það bíður upp á.

Fylgstu með frá upphafi og vertu velkomin að skrá þig á póstlistann!


Skildu eftir athugasemd


Einnig í Umfjallanir

Matarmarkaður Íslands!
Matarmarkaður Íslands!

May 06, 2024

Matarmarkaður Íslands!
Var haldinn í Hörpu dagana 13-14 april 2024 þar sem bændur, sjómenn og smáframleiðendur koma saman og selja afurðina sína beint til neytandans og kynna vörur sínar. 

Halda áfram að lesa

Sinnep Svövu
Sinnep Svövu

April 05, 2024

Sinnep Svövu 
Sinnep Svövu eða Sælkerasinnepið hennar Svövu sem ég kalla það alltaf hefur heldur betur unnið hug sælkeranna. Hún byrjaði með eina tegund en í dag eru þær orðnar sex talsins, hver annarri betri eða að mínum mati, allar góðar og gott að geta valið sitt uppáhalds.

Halda áfram að lesa

Mannamót 2024 - Hluti 3
Mannamót 2024 - Hluti 3

February 21, 2024

Mannamót 2024 - Hluti 3
Og áfram höldum við og núna erum við komin norðaustur eða á leiðinni þangað í það minnsta með smá viðkomu á Mývatni og Húsavík.

Halda áfram að lesa