Landið okkar

January 30, 2020

Landið okkar

Landið okkar Ísland er svo dásamlega fallegt, stórbrotið, litskrúðugt ásamt fullt af náttúrulegum fjölbreytileika sem fólk þyrpist að til að sjá allsstaðar að úr heiminum. Við sem íslendingar margir hverjir þyrpast aftur á móti til annarra landa til þess að sjá aðra menningu og fjölbreytileika.

Draumaferðin mín er núna að bresta á LOKSINS og ykkur öllum er boðið í ferðalag með mér að fylgjast með :)

Ég lofa engu en ég mun svo sannarlega gera mitt besta í að segja ykkur sögur af því sem ég mun sjá og upplifa, allt frá landslagi, náttúru, dýrum, mat, matargerð, uppskriftum og hversskonar handverki og nýjungum á íslenska vísu, já og ég skal gera allt sem í mínu valdi stendur að segja frá því á hinn skemmtilegasta máta svo þið hafið gaman af.

DRAUMUR minn er við það að rætast og tilhlökkunin í bland við kvíðann allt í bland hellist yfir mig en ég skal njóta landsins okkar og alls þess dásamlega sem það bíður upp á.

Fylgstu með frá upphafi og vertu velkomin að skrá þig á póstlistann!


Skildu eftir athugasemd


Einnig í Umfjallanir

Mr.Iceland - Lifandi saga!
Mr.Iceland - Lifandi saga!

October 23, 2023

Mr.Iceland-A Living Saga!
Í fyrra þá kynntist ég henni Natinu Harris úti í Grímsey þar sem við gistum á sama gistiheimilinu og við gengum saman að Heimskautsbaugnum og nutum náttúrunnar. Árinu síðar er hún mætt aftur til Ísland, svo mikið heillaðist hún af landi og þjóð.

Halda áfram að lesa

Birna kerti
Birna kerti

July 13, 2023

Birna Sigurbjörnsdóttir er eigandi af Birna kerti
Ég og Sólveig skelltum okkur á námskeið hjá henni Birnu þann 11.júní 23 þar sem við fengum innsýn í kerta gerð og endurnýtingu á kertum, dásamlegt námskeið og persónulegt þar sem við fórum síðan heim með tvö kerti sem við gerðum alveg sjálfar.

Halda áfram að lesa

Síldarminjasafn Íslands
Síldarminjasafn Íslands

April 17, 2023

Síldarminjasafn Íslands 
Síldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Og ég fór og skoðaði það og hafði bæði gagn og gaman af. Í þremur ólíkum húsum eru kynnt hvernig síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins var háttað.

Halda áfram að lesa