Landið okkar

January 30, 2020

Landið okkar

Landið okkar Ísland er svo dásamlega fallegt, stórbrotið, litskrúðugt ásamt fullt af náttúrulegum fjölbreytileika sem fólk þyrpist að til að sjá allsstaðar að úr heiminum. Við sem íslendingar margir hverjir þyrpast aftur á móti til annarra landa til þess að sjá aðra menningu og fjölbreytileika.

Draumaferðin mín er núna að bresta á LOKSINS og ykkur öllum er boðið í ferðalag með mér að fylgjast með :)

Ég lofa engu en ég mun svo sannarlega gera mitt besta í að segja ykkur sögur af því sem ég mun sjá og upplifa, allt frá landslagi, náttúru, dýrum, mat, matargerð, uppskriftum og hversskonar handverki og nýjungum á íslenska vísu, já og ég skal gera allt sem í mínu valdi stendur að segja frá því á hinn skemmtilegasta máta svo þið hafið gaman af.

DRAUMUR minn er við það að rætast og tilhlökkunin í bland við kvíðann allt í bland hellist yfir mig en ég skal njóta landsins okkar og alls þess dásamlega sem það bíður upp á.

Fylgstu með frá upphafi og vertu velkomin að skrá þig á póstlistann!


Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

Námskeið Salt eldhússins!
Námskeið Salt eldhússins!

December 21, 2025

Námskeið Salt eldhússins!
Þegar maður er búin að fylgjast með spennandi námskeiðum hjá Salt eldhúsinu í þó nokkurn tíma þá freistast maður á endanum og maður getur alltaf lært eitthvað nýtt. Ég valdi  að fara á námskeiðið í Jólahlaðborðinu hjá þeim þar sem við settum saman 10 rétta jólahlaðborð.

Halda áfram að lesa

Fiðrildi.is
Fiðrildi.is

December 10, 2025

Fiðrildi.is - Ásdís Guðmundsdóttir
Fiðrildaferðir er ferðaskrifstofa stofnuð árið 2025 af Ásdísi þar sem hún leggur mikla áherslu á samfélags- og menningartengda ferðamennsku. Þetta hugtak vísar til ferðaþjónustu sem er þróuð af heimamönnum í samstarfi við samfélög á svæðinu og þar sem áhersla er á að virðisaukinn verði eftir á svæðinu.

Halda áfram að lesa

Slow Food markaður í  Flóru!
Slow Food markaður í Flóru!

November 23, 2025

Slow Food markaður í  Flóru!
Slow Food heldur reglulega markaði hér og þar og hérna voru þau með markað í Flóru-grasagarðinum þann 27.september. Ég elska að líta á allsskonar matartengda markaði enda hefur matur og allt sem honum tengist verið eitt af mínum aðal áhugamálum frá unga aldri.

Halda áfram að lesa