January 29, 2024
Kryddhúsið!
Við elskum krydd, ég elska krydd, bæði á matinn minn og í tilverunni og kryddin frá Kryddhúsinu eru virkilega góð. Ég hef notað lengi Kanill krydd Kryddhúsins t.d. út í kaffið mitt og svo hef ég skreytt það líka með rjóma stundum spari og þá með Pumpkin spice kryddinu. Svo er ég að prufa mig áfram með matarkryddin sem lofa góðu og úrvalið er mjög gott hjá þeim.
Spennandi úrval af allsskonar sælkerakryddum fyrir sælkerana. Ath að þau eru að hætta með staukana og verða eingöngu með pakkana umhverfisvænu.
Ég pantaði mér fullt af kryddum nýlega frá þeim á heimasíðunni þeirra og sótti svo til þeirra hjóna í Hafnarfjörðinn fagra og fékk enn betri hugmyndir og fræðslu í leiðinni og sagði þeim frá síðunni minni hérna.
Er svo spennt að prufa þessi og deila með ykkur.
Einhver heppinn eignast þennan pakka af kryddum frá Kryddhúsinu.
Ég var leyst út með smá gjöf og líka gjöf til að gefa einhverjum heppnum fylgjanda á Fréttabréfs listanum mínum sem ég mun draga út fljótlega en ég elska að deila með öðrum því góða sem mér gefst. Eru þið ekki örugglega búin að skrá ykkur fyrir fréttabréfi ? Þið finnið það neðst á síðunni hérna
En hverjir eru á bakvið Kryddhúsið ?
Jú það eru hjónin Ólöf Einarsdóttir og Omry Avraham.
Ólöf er með bagrunn úr náttúrulækningum og menntuð í kínverskum lækningum frá Brighton University. Omry kemur svo úr matarmenningu þar sem allur matur er kryddaður, hvort heldur sem aðalréttur, meðlæti, eftirréttir og kökur og saman flétta þau saman sínum menningarheimum í einn og eins og hún Ólöf segir á síðunni sinni þá heillaðist hún alveg og saman stofnuðu þau Kryddhúsið enda hefur hún alltaf heillast af lækningarmætti kryddsins.
Við þekkjum þetta flest og höfum einmitt notað allsskonar krydd og jurtir í tengslum við heilsuna, t.d. eins og flensu, meltinar og hormónaeinkennum, svo fátt eitt sé nefnt.
Ég elska líka að nota Pumpkin spice kryddið ofan á rjóman á sælkerakaffinu.
Ég sjálf hef notað mikið af bæði kanil og cyanna pipar til að halda við brennsluna og set ég kanil oftar en ekki ofan á kaffið mitt ásamt olíu í það og cyanna pipar í heilsudrykkina mína ásamt fleirra góðu og turmerik líka sem er mjög gott við bólgum og vatnslosandi í leiðinni. En svona væri hægt að halda áfram út í það endalega.
Krydd í matinn og krydd í tilveruna!
Kryddin komu fyrst í þessum hefðbundnu umbúðum en í fyrra þá ákváðu hjónin að segja skilið við plaststaukana og álið og minnka kolefnissporið í leiðinni og bjóða upp á kryddin í umbúðum úr pappa og filmu en þau fengu auglýsingastofu í lið með sér í við hönnunina.
Ólöf segir að filman sé nauðsynleg þar sem annars myndu náttúrulegar olíur í kryddinu smitast út í pakkann og er filman nægilega löng til þess að hægt sé að klippa hana efst og rúlla henn svo niður til að geyma í kassanum. Sem sagt, einstaklega umhverfisvænt og að auki eru kryddin laus við öll aukaefni og eru vegan.
Sami litakóði er á umbúðunum eins og áður sem einfaldar enn frekar valið á kryddi hverju sinni:
Umbúðirnar eru einfaldar í flokkun og það fer litið fyrir þeim. Pappaaskjan fer í pappatunnuna sem er fyrir utan flest ef ekki öll heimili og filman flokkast með plasti sem er gott að vita.
Þau eru líka með mikið úrval af allsskonar sælkeravörum.
Þau bjóða líka upp á fullt af spennandi sælkeravörum og ég er spennt fyrir því að smakka það sem ég keypti hjá þeim og fylgjast með þrónun þeirra þar.
Öll kryddlína Kryddhússins er Vegan, án allra aukaefna, án MSG, án glúteins, án silikon díoxíðs og yfirleitt án salts nema í einstaka kryddblöndu og þá er það einungis sjávarsalt.
Ég má til með að deila einni uppskrift frá þeim en finna má fleirri spennandi inni á síðunni þeirra.
Tælenskur kjúklingaréttur með krydduðum grjónum
Uppskrift fyrir 3-4:
3 kjúklingabringur
1/2 lauk, smátt skorinn
u.þ.b. 2 cm engiferrót (afhýdd og skorin smátt)
1 hvítlauksgeiri, afhýddur og skorinn smátt
70 gr tómatpúrra
2-3 msk Tælenska karrýblanda (og meira til að krydda kjúklinginn)
1 dós kókosmjólk
salt og pipar
lúkufylli af fersku kóríander til að strá yfir í lokin
kasjúhnetur þurrristaðar á pönnu og stráð yfir í lokin
Fyrir þá sem vilja sterkan mat er gott að setja aðeins af t.d. Harissu marokkósku chiliblöndunni eða Chili útí.
Aðferð: Steikið laukinn á pönnu þar til hann er orðinn mjúkur og gullinn. Gott að setja aðeins sætu, eins 1 msk sykur/hunang á pönnuna með lauknum (þá brennur laukurinn síður og sætan vinnur á móti sýrunni í tómatpúrrunni sem kemur á eftir). Bætið engiferrótinni og hvítlauknum út í og kryddið vel með Tælensku karrýblöndunni. Hellið kókosmjólkinni út í. Saltið og piprið eftir smekk (og bætið við Harissa/chili ef vill). Látið sósuna malla og þykkjast í 7-10 mín. Á meðan skerið kjúklingabringurnar í munnstóra bita og kryddið með Tælensku karrýblöndunni og dreypið aðeins af olíu yfir. Steikjið kjúklinginn á heitri pönnu báðum megin í 1-2 mín. Setjið að lokum kjúklinginn út í heita sósuna og látið allt malla þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
Borið fram með þurrristuðum kasjúhnetum og grjónum sem soðin eru með Karrý kryddblöndu Kryddhússins fyrir grjón og kornmeti. Það er alltaf gott að borða brauð með svona rétti. Við notum gjarna tortilla kökur sem við hitum aðeins á heitri hellu.
Þurrristaðar kasjúhnetur:
Saxið aðeins, eins og lúkufyllli af kasjúhnetum. Þurrristið þær á heitri pönnu og gott að hella yfir þær aðeins af Oyster sósu eða soya sósu. Setjið til hliðar.
Krydduð grjón:
3 msk Karrýblanda Kryddhússins (fyrir grjón og kornmeti)
2 bollar grjón
sjávarsalt eða Himalayan (nauðsynlegt þar sem ekki er salt í kryddblöndunni) hér er gott að salta þar til saltbragð finnst af vatninu en grjón þurfa þó nokkuð af salti í suðunni og það dregur einnig fram bragðið af kryddinu.
Aðferð: Hitið pott, hellið aðeins af olíu út í heitann pottinn og því næst grjónunum og kryddblöndunni. Hitið aðeins í gegn og hrærið stöðugt í þannig að ekki brenni við. Hellið 3 bollum af heitu vatni út í og saltið. Lækkið hitann á minnsta straum og sjóðið undir loki í 17 mín.
Krydd frá Kryddhúsinu eru líka alveg snilld í fjáraflanir og hægt er að hafa samband við þau í sambandi við það. Fallegar gjafapakkningar, léttar og þægilegar í flutningum.
Heimasíða Kryddhúsins
Vefverslun þeirra beint hér
Facebook: Kryddhúsið
Netfang: info@kryddhus.is
Kryddhúsið Flatahraun 5B 220 Hafnarfjörður
Texti & myndir
Ingunn Mjöll
Upplýsingar fengnar af heimasíðu þeirra líka.
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 13, 2024
December 12, 2024
December 06, 2024