Kaffi Klara

June 24, 2022

Kaffi Klara

Kaffi Klara
Kaffihús heimamanna á Ólafsfirði er í eigu hjónanna Idu Semey og Bjarna Guðmundssonar og hafa þau rekið það samhliða gistihúsinu síðast liðin 6 ár en þau tóku við rekstrinum vorið 2016. Gistihúsið er staðsett á annari hæð húsins en í húsinu var áður gamla pósthúsið, hús með sögu og sál. 

Boðið er upp á kaffi, kökur, nýbakað og smurt brauð, súpur ofl góðgæti sem eldað er um helgar og frá grunni, ásamt því að stundum er boðið upp á brunch og er það þá auglýst sérstaklega á heima síðunni þeirra.

Það var dásamlegt að koma þarna og svo vel á móti manni tekið. Hlýlegt viðmót og gott spjall eins maður hafi komið þarna oft en þannig er andinn á Ólafsfirði. 

Ég settist þarna niður nokkrum sinnum með tölvuna mína við skriftir og fékk mér kaffi eða kakó, smakkaði samloku hjá þeim ofl góðgæti, hitti áhugavert fólk og spjallaði um daginn og veginn.
    
Hérna má sjá myndir af Unni Maríu sirkuslistakona og kennari hjá Húlludúllan, þeim Guðmundi (syni þeirra hjóna) og Ídu og svo honum Jóni Þorsteinssyni óperusöngvara sem ég hitti þarna einn daginn.


Fyrir þá sem ekki vita, svona eins og ég áður að þá er í boði að setja upp listasýningu á kaffihúsinu og er hún í boði fyrir konur á Tröllaskaga á þessu ári en getur tekið breytingum síðar. Þar koma fram margsskonar listakonur og rúllar sýningarnar yfir árið og skiptist á ca.3-4 vikna fresti. 

Þegar ég var þarna þá var sýningin DULUR eftir hana Önnu Þóru Karlsdóttir þar sem unnið er með ull, dásamlega falleg verk.
     
Ida hefur verið að safna saman sögu kvenna á Ólafsfirði og hefur til sýnis á kaffihúsinu og er það verk í vinnslu hjá henni sem verður gaman að fylgjast með.
Ef áhugi er fyrir að fá að setja upp sýningu er best að hafa samband við hana beint á kaffihúsinu. 

Þarna má líka sjá að haldið er í gamlar minningar pósthúsins þar sem gömlu símaklefarnir eru enn á sínum stað.

Það er líka oft kátt á hjalla á Kaffi Klöru og öll tækifæri notuð til viðburðarhalds og eitt kvöldið þá lenti ég á áhugaverðu framboðskvöldi þar sem verið var að ræða og kynna samgöngumál á vegum A-listans í Fjallabyggð og voru það Ástarpungarnir sem sáum um tónlistaatriði kvöldsins og boðið var upp á alveg svakalega góðar súrdeigs pizzur að hætti Idu, með þeim bestu sem ég hef smakkað og kom samsetning einnar pizzunnar mér mikið á óvart, kartöflur, fetaostur og ólívur, fá toppeinkunn frá mér.

Ástarpungarnir, Siglfirsk ball hljómsveit

Hluti gesta kvöldsins og partur af framboðsfólki A-listans.

Súrdeigs pizzan hennar Idu

Ida er félagi í Soroptmistaklúbb Tröllaskaga og var klúbburinn stofnaður formlegur þann 17.október árið 2015 og er starfsvæði klúbbsins í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. Þær gáfu út alveg snilldarinnar bók sem heitir Systrasúpur og inniheldur hún uppskriftir af 15 súpum og er útgáfa bókarinnar fjáröflunarverkefni klúbbsins. 

Ég keypti hjá henni eitt eintak handa mér og fékk góðfúslegt leyfi til að deila með ykkur einni uppskrift úr henni. Hægt að nálgast bókina hjá henni Idu á kaffihúsinu eða hafa samband við hana beint. Hérna er svo uppskriftin

Að lokum ætla ég að sýna ykkur nokkrar myndir af gistiheimilinu þeirra en í boði er hjá þeim að leigja einstaklingsherbergi, tveggja manna og svo fjölskylduherbergi eða alls um 13 rúm ef litlir hópar vilja koma og gista. Sjá hér og bóka.

Þau eru einnig með reksturinn fyrir tjaldsvæðin bæði á Ólafsfirði og Siglufirði og er hægt að fylgjast með þeim á facebook undir Tjaldsvæði Fjallabyggðar.
     
Eins manns herbergi og svo tveggja manna
     
Annað tveggja manna og svo fjölskylduherbergi. 

Kaffi Klara á feisbókinni, sjá hér
Kaffi Klara Kaffihús á netinu, sjá hér

T
exti & myndir
Ingunn Mjöll




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

American SchoolBus Café!
American SchoolBus Café!

December 26, 2024

American SchoolBus Café!
Ég dáist að þrautseglu fólks sem kemur frá öðrum löndum til að byggja sér upp nýtt líf á Íslandi og hérna er ein stutt saga þess efnis um strákana George Ududec & Alex Slusar sem komu fyrir nokkrum árum síðan frá Rúmeníu til landsins til að vinna. 

Halda áfram að lesa

Stóreldhússýningin 2024!
Stóreldhússýningin 2024!

December 13, 2024

Stóreldhússýningin Laugardalshöll
Var haldinn dagana 31.október og 1.nóvember 2024 í Laugardalshöllinni. 
Þarna eru fjöldinn allur af matvælatengdum fyrirtækjum á markaðinum saman komin til að kynna sig og sjá aðra. Alltaf jafn gaman að koma og sjá, fræðast og smakka nýjungar sem mörg fyrirtækjanna eru með á boðstólunum.

Halda áfram að lesa

Hellarnir við Hellu!
Hellarnir við Hellu!

December 12, 2024

Hellarnir við Hellu!
Lengi langað til að skella mér í þessa hellaskoðunarferð á Hellu og lét loksins verða að því þegar ég dvaldi í viku í Fljótshlíðinni. Ég skellti mér í ferð sem boðið var upp á fyrir íslensku mælandi en þær eru auglýstar sérstaklega. 

Halda áfram að lesa