September 16, 2021
Indian Food Box
Er ekta indverskur matur í anda ömmu eða Grandma's Style Indian er nýlegur Take away staður, staðsettur í Langarima 21 í Grafarvoginum.
En þar datt ég inn alveg óvænt í göngutúr mínum um hverfið og þar sem ég hef lengi verið mjög hrifin af indverskum þá ákvað ég að kynna mér þetta betur og að sjálfsögðu að smakka matinn hjá þeim.
Staðurinn er í eigu þeirra Abhishek Chauhan frá Uttar Pradesh, Rajesh Paul frá Kerala og Arun Cheerankavil einnig frá Kerala. Staðurinn er rekinn af Abhishek sem stendur vaktina af alúð og er Grafarvogsbúum og öðrum nærsveitunum á höfuðborgarsvæðinu boðið upp á skemmtilega blöndu af indverkum mat með uppruna frá mismunandi svæðum Indlands en þar er eins og hér heima, mismunandi aðferðir sem gerir þetta allt svo áhugavert og spennandi.
Staðurinn opnaði í desember 2020 og er hann opinn alla daga frá
kl.16:00-21:00. Það er líka hægt er að panta frá þeim í gegnum dineout.is og nú einnig á appinu Nágrannar.
Það sem vakti sérstaklega áhuga minn var að boðið er upp á mat frá mörgum héruðum eins og norður, suður o.s.v. en þannig ná þeir til fjölbreytt hóps. Tilboðin þeirra eru fyrir 2 og hægt er að velja þá suður eða norður og svo einnig í boði Kónga Thali fyrir 4 en einnig er hægt að panta eftir matseðlinum og blanda saman sínu eigin.
Eitt af því sem ég tók eftir á síðunni þeirra er að þeir eru með grúppu þar sem valið er í höndum viðskiptavinanna en þar er sett upp könnun alla mánudaga þar sem val þeirra er ráðandi frá hvaða svæði þeir elda á föstudögum og er þá elduð flott samsetning frá því svæði sem fyrir valinu verður.
Stundum fá þeir gestakokka til að koma sem ættaðir eru frá þeim svæðum til að elda fyrir sig sem mér fannst skemmtilegt að heyra, greinilega mikil ástríða þarna á ferð og mikið lagt upp úr góðu hráefni og að gera það besta eftir óskum viðskiptavinarins eða eins og ég myndi segja "Power to the people"
Grúppuna má finna hérna, kíkið endilega á hana og takið þátt í valinu.
Mér finnst þetta svo spennandi og líka það að fá tækifæri á að prufa frá öllum þessum svæðum eins og Goa Special, Uttar Pradesh Special, Tamil nadu Special, Punjab, Hyderabad, Bengal, Delhi og Karala Special svo fátt eitt sé nefnt, virkilega spennandi og ég væri til í að læra enn meira um matarmenningu hvers svæðis fyrir sig.
ATH. að það þarf að panta fyrirfram fyrir föstudagana fyrir val matseðilinn þar sem hann er eingöngu eldaður fyrir pantanir.
Ég byrjaði á að smakka Pappadoms, brakandi gott en þau brauð sem eru í boði hjá þeim eru líka Naan brauð, Parantha brauð og djúpsteikt Samosa með kartöflum, grænum baunum og cumin.
Aðalréttir eru svo:
Butter Chicken, Kurma Chiken, Dal Makhani, Makhani Tofu, Paneer og I.F.B Masala en 2 fyrstu eru með kjúkling, næstu eru grænmetis og sá síðasti er vegan með kjúklingabaunum.
Nokkrar tegundir af sósum eru í boði og einn ljúffengur drykkur, hinn ferski Mango Lassi, saðsamur og góður 500 ml sem er góður sem máltíð líka.
Þeir bjóða upp á veisluþjónustu og ef þú vilt breyta til og bjóða upp á indverskan mat þá hringir þú í síma 786 4555 eða sendir skilaboð á info@indianfoodbox.is og heimasíðan þeirra er https://indianfoodbox.is
Stefnan er svo tekin á að bjóða til sölu allsskonar krydd og að opna veitingastað í nánustu framtíð sem er afar spennandi.
Rúsínana í þessu skemmtilega innliti hjá mér var að fá kennslu í að útbúa einn skemmtilegan rétt sem flokkast undir grænmetisrétt og var mjög svo áhugaverður, eitthvað sem ég hafði aldrei smakkað né vissi ég af því að þetta hráefni væri til og hann var svo góður, pínu sterkur en þó ekki of því að foreldrar mínir fengu sér aftur og aftur af honum, það eru viss meðmæli svo mikið er víst.
1.poki Okra (fæst í asísku búðunum í frystinum)
1/2 laukur sneiddur smátt
1 tsk Kúmen
1 tsk Túrmerik
1/2-1 tsk Chilli pipar
Smá pipar úr kvörn eftir smekk
Olía til steikingar
Setjið smá olíu í wok pönnu og hitið. Til að vita hvort olían sé orðin heit til að steikja á er gott að setja á hana eins og 1-2 kúmen og ef þau poppa upp þá er hægt að setja sneidda laukinn út í ásamt kúmeninu og steikja þar til gullinbrúnt.
Kryddið Okra með kryddunum sem gefin eru upp áður en það er sett út á pönnuna og blandið vel saman. Ath að velta við með spaða jafnt og þétt í ca.10-15 mínútur.
Texti & myndir
Ingunn Mjöll
Deilið með gleði.
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 26, 2024
December 13, 2024
December 12, 2024