Húsdýragarðurinn Brúnastöðum

March 22, 2021

Húsdýragarðurinn Brúnastöðum

Húsdýragarðurinn Brúnastöðum
Staðurinn til að heimasækja með börnin og barnið inni í sér og ég mæli með nesti og góðum tíma til að njóta dagsins því þarna er alveg hægt að gleyma sér.


Árið 2017 kom ég þarna að en þá var ég svo óheppin að búið var að loka og satt að segja hafði ég bara ekki hugmynd um þennan húsdýragarð þarna.
Svo að það komi nú strax fram þá er opið frá kl.11-18 samkvæmt skiltinu. 

Nú svo að þegar ég kom þarna við aftur árið 2020,, var ég nánast búin að keyra framhjá því ég hafði staðsett þetta í huga mínu á öðrum stað á landinu, svo að þið vitið það þá bara hér og nú að hann staðsettur í Fljótunum 570 Skagafirði (fínt að nota google map) en þar reka þau hjónin Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Helgi Ríkharðsson þennan dásamlega stað sem samanstendur af húsdýragarði,  ferðaþjónustu og nú líka ostavinnslu á geitaosti.

Þarna er hægt að skoða fjöldan allan af dýrum eins og geitur, grísi, íslenskar landnámshænur, heimalinga, kanínur, kýr og kálfa, hesta, hunda, ketti og nokkur mismunandi afbrygði af hænum og þótti mér silkihænurnar alveg einstaklega fallegar, já og geiturnar skemmtilegar, varð okkur vel til vina, sérstaklega ein þeirra sem elti mig út um allt, það var ofurkrúttilegt skal ég segja ykkur.
         
Ég get alveg deilt því með ykkur hér og nú að ég elska dýr og að vera innan um þau og móttökurnar voru ekki af verri endanum því að geiturnar biðu mín spenntar hinu megin við girðinguna og ég átti fullt í fangi með að opna hana, haldandi á tveimur myndavélum og einni selfie stöng, já stelpan ætlaði sko ekki að missa af neinu því litla Ingunn var mætt alsæl í sæluna og ég mæli með tímaleysi þarna, bara njóta og slaka og ekki gleyma nestinu því það er hægt að koma sér vel fyrir þarna.
      
Krúttið sem elti mig er þarna hægra megin.

Þetta er nú samt ekki allt sem í boði er hjá fjölskyldunni því þau bjóða upp á gistingu líka í 50m sumarhúsi, hægt er að kaupa sér veiðileyfi, svo það ætti að vera þarna eitthvað í boði fyrir alla en á síðunni þeirra á feisinu er hægt að skoða og fylgjast með og fræðast um meira sem þau eru að bjóða upp á, sjá hér
       
Það nýjasta hjá þeim eru svo hin spennandi ostavinnsla á geitaosti og það er eitthvað sem ég sælkerinn verð að skoða hjá þeim í næstu ferð því geitaostur er algjört nammi að mínu mati og hægt að bera hann fram á marga vegu.

Takið eftir þeim þarna þar sem geiturnar eru að gæða sér á jólatré, hugsanlega verður jólabragð af ostinum. 
Hérna er hægt að sjá síðuna þeirra um ostavinnsluna hjá þeim.
     
Þarna eru öll dýrin í skóginum vinir..

Silkihænur...hversu fallegar eru þær.

Stór garður til að njóta nestisins á góðum dögum.

Njótið!
Skildu eftir athugasemd


Einnig í Umfjallanir

Matarmarkaður Íslands!
Matarmarkaður Íslands!

May 06, 2024

Matarmarkaður Íslands!
Var haldinn í Hörpu dagana 13-14 april 2024 þar sem bændur, sjómenn og smáframleiðendur koma saman og selja afurðina sína beint til neytandans og kynna vörur sínar. 

Halda áfram að lesa

Sinnep Svövu
Sinnep Svövu

April 05, 2024

Sinnep Svövu 
Sinnep Svövu eða Sælkerasinnepið hennar Svövu sem ég kalla það alltaf hefur heldur betur unnið hug sælkeranna. Hún byrjaði með eina tegund en í dag eru þær orðnar sex talsins, hver annarri betri eða að mínum mati, allar góðar og gott að geta valið sitt uppáhalds.

Halda áfram að lesa

Mannamót 2024 - Hluti 3
Mannamót 2024 - Hluti 3

February 21, 2024

Mannamót 2024 - Hluti 3
Og áfram höldum við og núna erum við komin norðaustur eða á leiðinni þangað í það minnsta með smá viðkomu á Mývatni og Húsavík.

Halda áfram að lesa