Hagsmiðurinn!

July 21, 2020

Hagsmiðurinn!

Hagsmiðurinn!

Ég hitti þau hjónin á Handverkshátíðinni á Hrafnagili árið 2017 og þau hafa ekki úr huga mér farið síðan en ég var þá á hringferð um landið að safna efni og svona að byrja að kynna mig og hvað það væri sem ég væri að fara á stað með. 
Þeim leist svona líka ljómandi vel á hugmynd mína að kynna aðra einyrkja og spurðu, hvernig datt þér það í hug, jú mér dettur ýmislegt í hug sagði ég og þetta hefur verið í hugmyndabankanum mínum síðan 2013 og svo elska ég að benda á aðra og hvað þeir eru að fást við.

Ég fékk að taka myndir af þeim og handverkinu hjá þeim en hann Kristján er mikill hagsmiðum og hann vinnur mikið úr tré, horni og beini ásamt því að renna í dásamlega fallega penna sem hann sýndi mér ásamt fleirru.

Þau hjónin vildu endilega færa mér smá gjöf en það voru tölur sem hann hafði verið að gera úr gamalli mynt og fékk ég 8.stk af 5 eyringum með ártölunum 1946-1960-1963-1965 og 1966 sem er mitt ártal og ég valdi alveg sérstaklega en ég get með sanni sagt ykkur að mér hefur aldrei fundist ég eiga tölurnar þar sem ég hafði ekki skrifað greinina ennþá en hér er hún og nú er ég sátt og þær mínar, þær fara á eitthvað fallegt hjá mér.

Hann Kristján er ekki á Facebook en vörurnar hans má finna hjá 
Handverkshópnum Grýta á Facebook sem er staðsett í Sunnuhlíð Hveragerði. 
Mæli með innliti hjá þeim þar en þar eru margir saman komnir að sýna sitt handverk og selja.
     





Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

East Iceland Food Coop!
East Iceland Food Coop!

February 19, 2025

East Iceland Food Coop!
Ég var að panta mér í fyrsta sinn fullan kassa að lífrænum ávöxtum og grænmeti í bland, heil 7.5 kíló takk fyrir sæll! Í kassanum var eitthvað af því sem ég hef nú ekki mikið verið að kaupa út í búð, né að  nota beint í matargerð svo það er komin áskorun á mig sjálfa að bæði fræðast...

Halda áfram að lesa

Mannamót 17.janúar 2025!
Mannamót 17.janúar 2025!

February 03, 2025

Mannamót 17.janúar 2025!
Hluti 3
Mannamót er haldið af Markaðsstofur Landshlutanna í samstarfi við Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenska Ferðaklasans viðburð þar sem ferðaþjónustu aðilar landshlutanna koma saman og kynna fyrirtæki sín og þjónustu. 

Halda áfram að lesa

Mannamót 17.janúar 2025!
Mannamót 17.janúar 2025!

February 01, 2025

Mannamót 17.janúar 2025!
Hluti 2
Mannamót er haldið af Markaðsstofur Landshlutanna í samstarfi við Íslandsstofu, Ferðamálastofu, Samtök ferðaþjónustunnar og Íslenska Ferðaklasans viðburð þar sem ferðaþjónustu aðilar landshlutanna koma saman og kynna fyrirtæki sín og þjónustu. 

Halda áfram að lesa