Fríða súkkulaði, kaffihús & gallerí

February 11, 2023

Fríða súkkulaði, kaffihús & gallerí

Fríða súkkulaðikaffihús & gallerí
Fríða Björk Gylfadóttir eða “Fríða” eins og hún er kölluð, er búsett á Siglufirði ásamt eiginmanni sínum og syni en þar rekur hún bæði kaffihús og gallerí. 

Fríða súkkulaðikaffihús

Lokssins náði ég að heimsækja hana Fríðu á súkkulaðikaffihúsið hennar en ég hafði komið við þar árið 2020 en útafsvolitlu, þá var allt lokað og það árið þegar ég renndi í gegnum Siglufjörð var fátt um manninn og það á eftimiðdegi í ágúst. Ég hafði aldrei séð bæinn svona tóman áður, bæinn sem alltaf er svo lifandi á sumrin en svona var þetta víða þar sem ég kom þetta sumarið.

Frumlegheitin láta ekki á sér standa

Þar sem ég var stödd á Ólafsfirði allan maí mánuðinn 2022 í einu af krúttilegasta og elsta húsi bæjarins þá voru mér hæg heimatökin að rúlla yfir á Siglufjörð á fyrirfram auglýstum opnunartíma kaffihúsins þann 30.maí og var ég alsæl að geta komið og hitt hana Fríðu.

Fríða tók vel á móti mér og sýndi mér vinnustofuna sína og ykkur að segja þá vissi ég ekki að hún væri svona mögnuð listakona, það voru ekki bara fallegu listaverkin hennar og skemmtilegu sem hrifu mig, heldur voru það veggirnir og loftin að ógleymdu salerninu, það var ekki undanskilið, þvílíka snilldin. 
Partur af vinnustofunni hennar Fríðu.

Hérna má sjá eitt af listaverkunum hennar

Og hérna er annað, öll eiga þau sér sína skemmtilegu sögu.

Covid World listaverkið hennar, það var stutt að fara að heiman og í vinnuna og öfugt. 

Ég kunni ekki við að færa trönurnar hennar en hún gaf mér leyfi til að mynda verkin sín og vinnustofuna en þurfti frá að hverfa áður en ég gat spurt hana. 

Kaffihúsið var opið og það var fólk stanslaust að koma inn og fá sér kaffi eða heitt súkkulaði og með því.

Vinnustofuna opnaði hún í núverandi húsnæði að Túngötu 40a árið 2006 en það var svo árið 2016 sem hún bætti við kaffihúsinu á vinnustofunni eftir hugmynd eignmannsins og þar framleiðir hún konfektið dásamlega í nokkrum tegundum eins og Erla, Frosti, Frúin, Gunni ofl nöfn og svo súkkulaðiplöturnar Dóttirin, Haukur, Kata, Lára, Umboðsmaðurinn og Vigdís.

Alveg láðist mér að spyrja hana hvaðan nafngiftirnar væru komnar en ég geri það bara næst.

Vá hvað ég dáist að fólki sem skapar svona skemmtilega og ekki bara hönnunina  innanhúss, listaverk og þess háttar, heldur með súkkulaði vinnslu og konfekti líka.

Já mér finnst konur magnaðar og hugmyndaríkar með meiru og Fríða er svo sannarlega ein af þeim.


Grunnur Fjallabyggðar

Þessi snilld er í einu horninu á kaffihúsinu og sat ég þarna í sófanum og dáðist að öllum þessum fótum, alltaf svo þakklát fyrir að geta staðið í mínar en það er jú saga á bak við þær allar þarna og hún snýr að verkefni sem lauk þann 2.október 2010 og hét "Héðinsfjarðartrefillinn" þar sem yfir 1400 manns frá 9 löndum höfðu hjálpast að við að prjóna 11.5 km langan trefil sem náði frá miðbæ Siglufjarðar og í gegnum nýju Héðinsfjarðargöngin, yfir í miðbæ Ólafsfjarðar.

Það verkefni hafði tekið 9 mánuði og þegar því lauk þá var hún svo dolfallinn yfir því hvað hægt er að gera þegar menn hjálpast að og datt henni þá í hug að sýna hvað liggur að baki Fjallabyggðar, íbúarnir sjálfir og sýna þá bókstaflega fyrir hvað þeir standa og standa á, sem eru fæturnir.

Íbúar Fjallabyggðar eru ríflega 2000 samkvæmt upplýsingu sem þarna stóð um þetta verkefni og sagðist hún gera sér grein fyrir því að hún myndi aldrei ná til þeirra allra en hún yrði ánægð með 500-1500. Magnað!

Loftið

Og salernið, það ætti engum að leiðast þar inni ;)


Ég fékk mér auðvitað eðal súkkulaði að hætti Fríðu sem er gert úr ekta Belgísku súkkulaði og endaði á að kaupa mér nokkrar gerðir af súkkulaði og eina súkkulaði kakó kúlu sem ég á eftir að bjóða foreldrum mínum uppá, ekta súkkulaði. Það verður afmælis.

Súkkulaði, konfekt og te sem ég verslaði mér.

Ég hefði svo viljað koma aftur en það gafst ekki tími þarna að þessu sinni en ég mun klárlega koma aftur og njóta, vonandi verður þá allt komið í blóma aftur.

Hérna er linkur beint á heimasíðuna hennar
Feisbókarsíða kaffihúsins hér.

Texti & myndir
Ingunn Mjöll

Það væri dásamlegt og vel þegið ef þið mynduð vijla deila þessu áfram á síðuna ykkar, takk fyrir.





Skildu eftir athugasemd


Einnig í Umfjallanir

Matarmarkaður Íslands!
Matarmarkaður Íslands!

May 06, 2024

Matarmarkaður Íslands!
Var haldinn í Hörpu dagana 13-14 april 2024 þar sem bændur, sjómenn og smáframleiðendur koma saman og selja afurðina sína beint til neytandans og kynna vörur sínar. 

Halda áfram að lesa

Sinnep Svövu
Sinnep Svövu

April 05, 2024

Sinnep Svövu 
Sinnep Svövu eða Sælkerasinnepið hennar Svövu sem ég kalla það alltaf hefur heldur betur unnið hug sælkeranna. Hún byrjaði með eina tegund en í dag eru þær orðnar sex talsins, hver annarri betri eða að mínum mati, allar góðar og gott að geta valið sitt uppáhalds.

Halda áfram að lesa

Mannamót 2024 - Hluti 3
Mannamót 2024 - Hluti 3

February 21, 2024

Mannamót 2024 - Hluti 3
Og áfram höldum við og núna erum við komin norðaustur eða á leiðinni þangað í það minnsta með smá viðkomu á Mývatni og Húsavík.

Halda áfram að lesa