Hugarró í prjónaskap!

January 30, 2020

Hugarró í prjónaskap!

Það er fátt ef eitthvað sem færir mér meiri hugarró en að setjast niður með prjónana mína í hönd eitthvað sem kemur beint frá móður minni og ömmu.

Að sjá lykkjuna  færða upp á prjóninn hverja af fætur annarri og að lokum að sjá útkomuna í fallegu handverki.

Elsku móðir mín situr ekki auðum höndum frekar en ég.
Og úr höndum hennar kemur hvert listaverkið á fætur öðrum í formi vettlinga, ungbarnasetta, peysum og öðru sem hún hefur gaman af.

Hún móðir mín er dásamleg fyrirmynd sem ég lít upp til hvern dag, annar af tvemur klettum lífs míns og það færist bros á varir mínar bara við það eitt að hugsa til hennar og föður míns, þvílík listakona sem hún er, segi ykkur betur frá því síðar.        



Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

Námskeið Salt eldhússins!
Námskeið Salt eldhússins!

December 21, 2025

Námskeið Salt eldhússins!
Þegar maður er búin að fylgjast með spennandi námskeiðum hjá Salt eldhúsinu í þó nokkurn tíma þá freistast maður á endanum og maður getur alltaf lært eitthvað nýtt. Ég valdi  að fara á námskeiðið í Jólahlaðborðinu hjá þeim þar sem við settum saman 10 rétta jólahlaðborð.

Halda áfram að lesa

Fiðrildi.is
Fiðrildi.is

December 10, 2025

Fiðrildi.is - Ásdís Guðmundsdóttir
Fiðrildaferðir er ferðaskrifstofa stofnuð árið 2025 af Ásdísi þar sem hún leggur mikla áherslu á samfélags- og menningartengda ferðamennsku. Þetta hugtak vísar til ferðaþjónustu sem er þróuð af heimamönnum í samstarfi við samfélög á svæðinu og þar sem áhersla er á að virðisaukinn verði eftir á svæðinu.

Halda áfram að lesa

Slow Food markaður í  Flóru!
Slow Food markaður í Flóru!

November 23, 2025

Slow Food markaður í  Flóru!
Slow Food heldur reglulega markaði hér og þar og hérna voru þau með markað í Flóru-grasagarðinum þann 27.september. Ég elska að líta á allsskonar matartengda markaði enda hefur matur og allt sem honum tengist verið eitt af mínum aðal áhugamálum frá unga aldri.

Halda áfram að lesa