Hugarró í prjónaskap!

January 30, 2020

Hugarró í prjónaskap!

Það er fátt ef eitthvað sem færir mér meiri hugarró en að setjast niður með prjónana mína í hönd eitthvað sem kemur beint frá móður minni og ömmu.

Að sjá lykkjuna  færða upp á prjóninn hverja af fætur annarri og að lokum að sjá útkomuna í fallegu handverki.

Elsku móðir mín situr ekki auðum höndum frekar en ég.
Og úr höndum hennar kemur hvert listaverkið á fætur öðrum í formi vettlinga, ungbarnasetta, peysum og öðru sem hún hefur gaman af.

Hún móðir mín er dásamleg fyrirmynd sem ég lít upp til hvern dag, annar af tvemur klettum lífs míns og það færist bros á varir mínar bara við það eitt að hugsa til hennar og föður míns, þvílík listakona sem hún er, segi ykkur betur frá því síðar.        



Skildu eftir athugasemd


Einnig í Umfjallanir

Matarmarkaður Íslands!
Matarmarkaður Íslands!

May 06, 2024

Matarmarkaður Íslands!
Var haldinn í Hörpu dagana 13-14 april 2024 þar sem bændur, sjómenn og smáframleiðendur koma saman og selja afurðina sína beint til neytandans og kynna vörur sínar. 

Halda áfram að lesa

Sinnep Svövu
Sinnep Svövu

April 05, 2024

Sinnep Svövu 
Sinnep Svövu eða Sælkerasinnepið hennar Svövu sem ég kalla það alltaf hefur heldur betur unnið hug sælkeranna. Hún byrjaði með eina tegund en í dag eru þær orðnar sex talsins, hver annarri betri eða að mínum mati, allar góðar og gott að geta valið sitt uppáhalds.

Halda áfram að lesa

Mannamót 2024 - Hluti 3
Mannamót 2024 - Hluti 3

February 21, 2024

Mannamót 2024 - Hluti 3
Og áfram höldum við og núna erum við komin norðaustur eða á leiðinni þangað í það minnsta með smá viðkomu á Mývatni og Húsavík.

Halda áfram að lesa