Flókakonan.is

March 24, 2020

Flókakonan.is

Flókakonan.is









Ég leit inn hjá Flókakonunni og hitti hana Katrínu sem á og rekur bæði vinnustofu og búð staðsett í Brekkuhúsi 1, 112 Reykjavík.
Hlýjan umlykur mann þegar maður kemur inn frá bæði Kötu og öllum sætu Flókunum hennar, þvílíkur heimur þarna af krúttum.

Þarna er svo margt í boði sem hægt að velja um eins og t.d. smið, álfa, uglur, peysufatahjón, brúðhjón, kanínur fyrir páskana, páska unga, jólakúlur
ofl skemmtilegt en það er svo sannarlega líka hægt að koma með séróskir fyrir útskriftir, skírnarveislur, vinagjafir sem væru ætlaðar fyrir golfarann, bakarann, prjónarann, hestamanninn eða nánast hvað sem ykkur dettur í hug, svo framalega sem hún á það sem til þarf í flókann og þú finnur það ekki í búðinni.
          
Kata eins og ég þekki hana stofnaði fyrirtækið sitt árið 2003 á eldhúsborðinu heima hjá sér og síðan flutti hún það í húsnæði í Mosfellsbænum en árið 2016 opnaði hún búðina að Brekkuhúsi 1, 112 Reykjavík í sínu eigin húsnæði en þar er hún bæði með glæsilega vinnustofu og fallega búð sem er opin alla virka daga
frá 08:00-17:00

Kata er hárskeri að mennt en lífið hefur stýrt henni á aðra leið.
Hún tók líka nokkur námskeið í teikningu hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og þæfinguna lærði hún í heimahúsi eina kvöldstund og hefur hún þróað og hannað flókana sína svo eftir það.
Hún fékk mjög góða handavinnukennslu í grunnskóla sem hefur nýst henni mjög vel enda má svo sannarlega sjá hvað vandvirk hún er og hvað mikil ást er lögð í hvern flóka fyrir sig.

Hugmyndin af flókunum var að framleiða fallega minjagripi sem væri úr íslenskri ull, segði sögu, væri léttvara og kostaði ekki mikið og því má svo sannarlega  segja að henni hafi tekist það listavel en ég dáist að því hvað hún hefur komið sér vel fyrir og hve sköpun hennar er falleg til gjafar, jafnt heima, sem og gjöf til fjölskyldu og vina erlendis.

Kata notar íslenska ull sem hún þæfir í verkin sín sem hún er snillingur að vinna með og handsaumar í allar vörurnar svo það má með sanni segja að hér sé um snilldarinnar fallegar handgerðar vörur ræða og myndirnar tala líka sínu máli.              
Það hefur bæst hægt og bitandi í vöruúrvalið hjá Kötu og hafa gestabækurnar verið að koma sterkar inn fyrir fermingarnar, brúðkaupin, stórafmælin og fyrir erfidrykkjur líka en einnig hafa bækurnar fyrir þau nýfæddu verið vinsælar.
Bæði er hægt að kaupa þær tilbúnar staðlaðar en líka fá þær sérpantaðar, þá með sínum óskalit. 
Það eru líka skemmtilegir nálapúðar í boði, myndir í ramma, kertastjakar, lampar og kort fyrir öll tækifæri.
Í gluggunum má svo sjá töff glugga skreytingar úr þæfðum kúlum sem hún kallar gluggalengjur, sem myndu sóma sér vel í hvaða glugga sem er og hægt er að sérpanta hjá henni en þær eru að koma sterkar inn þessa dagana enda skemmtileg nýjung úr íslensku ullinni.

Núna eru páskarnir á næsta leiti og þá langar mig til að benda á páska ungana og kanínurnar hjá Flókakonunni sem væri upplagt að byrja að safna þetta árið og bæta svo við á því næsta og nota til að skreyta með heima hjá sér eða til að hafa á vinnuborðinu t.d
   
Ég mæli með innliti hjá Flókakonunni og svo finnið þið hana
líka á facebook hér og á Instagram hér

Ljósmyndir:Ingunn Mjöll 
Nema myndin af Kötu er aðsend.

 




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

Hellarnir við Hellu!
Hellarnir við Hellu!

December 12, 2024

Hellarnir við Hellu!
Lengi langað til að skella mér í þessa hellaskoðunarferð á Hellu og lét loksins verða að því þegar ég dvaldi í viku í Fljótshlíðinni. Ég skellti mér í ferð sem boðið var upp á fyrir íslensku mælandi en þær eru auglýstar sérstaklega. 

Halda áfram að lesa

Halló Selfoss!
Halló Selfoss!

December 06, 2024

Halló Selfoss!
Ég elska fyrirtækjakynningar og kynningar á einyrkjum um allt land og hérna eru New Icelanders í Félagi Fka kvenna að bjóða konum á Selfoss þann 28.september 2024 og nágrenni í skemmtilegar kynningar á nokkrum fyrirtækjum.

Halda áfram að lesa

Bílheimar!
Bílheimar!

November 25, 2024

Bílheimar!
Einstakt á heimsvísu myndi ég halda þar sem 6 bílatengd fyrirtæki koma saman undir einu þaki og styðja við hvort annað. Virkilega skemmtilegt hugmynd sem varð að veruleika. 

Halda áfram að lesa