Brút restaurant!

February 28, 2023

Brút restaurant!

Brút restaurant 
Minn veitingastaður þann 20.febrúar 2023.
Naut þess að dekra við sjálfa mig þetta árið og skellti mér út að borða og stóðst maturinn allar mínar væntingar.

Mæli með!

Ég var búin að láta mig dreyma um Ferska skötu í langan tíma og ákvað því að gera mér dagamun á sjálfan afmælisdaginn.

Ég kom frekar snemma og naut þess að vera þarna í rólegheitunum eins og sjá má á myndunum.

Fyrst var komið með ilvolgt brauð með dúnamjúku smjöri sem var himneskt.

Skötubarð með kapers, dásamlega bragðgott og ekkert í líkingu við kæsta skötu, heldur ferskt og gott á heimsmælikvarða. Mæli 100% með

Meðlætið kitlaði bragðlaukana mína líka svo um munaði, gulrætur og smælki með sætmauki.

Ég hafði fyrr um daginn fengið mér kaffi á öðrum stað og keypt mér bollur til að eiga í eftirmat seinna um kvöldið því ég hafði ekki fengið eina einustu bollu og dagurinn minn var sjálfur Bolludagurinn að þessu sinni en oftar en ekki hef ég deilt honum með öllum konum landsins á sjálfan konudaginn, mikill heiður!

Næst sleppi ég klárlega ekki rúllandi eftirréttum og ostum, er mjög spennt.

Hérna er hægt að skoða matseðilinn

Brút restaurant er staðsettur á Pósthússtræti 2 Reykjavík

Ég hef hreyrt frá þó nokkrum sem mæla með matnum. Virkilega girnilegur matseðill, mitt mat.

Hvert fer ég næst!
Fylgist með...skráið ykkur fyrir fréttabréfi á síðunni, þarna neðst niðri.

Njótið vel og deilið eins og vindurinn!

Texti & myndir
Ingunn Mjöll

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Umfjallanir

Kattakaffihúsið
Kattakaffihúsið

March 11, 2023

Kattakaffihúsið
Litla og krúttilega Kattakaffihúsið var heimsótt á afmælisdaginn minn þann 20.febrúar. Ég var búin að ætla að fara þarna frá því að það opnaði en hafði verið að fylgjast með þeim á feisbókinni.

Halda áfram að lesa

Fríða súkkulaði, kaffihús & gallerí
Fríða súkkulaði, kaffihús & gallerí

February 11, 2023

Fríða súkkulaðikaffihús & gallerí
Fríða Björk Gylfadóttir eða “Fríða” eins og hún er kölluð, er búsett á Siglufirði ásamt eiginmanni sínum og syni. 

Halda áfram að lesa

Matstöðin
Matstöðin

January 29, 2023

Matstöðin Höfðabakka 9
Matstöðin er fyrirtæki sem sérhæfir sig í heimilismat, bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga og við elskum heimilismat.

Halda áfram að lesa