Birna kerti
July 13, 2023
Birna Sigurbjörnsdóttir er eigandi af Birna kertiÉg og Sólveig skelltum okkur á námskeið hjá henni Birnu þann 11.júní 2023 þar sem við fengum innsýn í kerta gerð og endurnýtingu á kertum, dásamlegt námskeið og persónulegt þar sem við fórum síðan heim með tvö kerti sem við gerðum alveg sjálfar.
Birna Sigurbjörnsdóttir hjá dásamlega fallegu kertunum sínum.Vá hvað þetta var gaman!Birna er fyrrverandi
skartgripahönnuður og mikil
listakona en hún hefur búið víða um heiminn á ævi sinni og hefur nú endurnýjað kynni sín af Íslandi aftur eftir langt hlé. En hún hefur gert meira en það, hún hefur látið draum sinn rætast og sameinast aftur fyrstu ást sinni í skapandi kertagerð.
Birna fer alla leið og vinnur eingöngu í
endurnýtanlegu hráefni og ástríðu sinni fyrir umhverfisvernd með því að nota 100% endurunnið vax og deila því svo með okkur og heiminum.
Kertin hennar eru svo dásamlega falleg,
sköpuð af ást á okkar dásamlega landi
Íslandi en það má sjá í sköpuninni bæði í litum og umgjörð.
Hérna er hún búin að stilla upp allri þeirri litadýrð sem úr var að velja Við völdum svo sitthvora 4 litina sem við vildum hafa í okkar kertum og deildum þeim með hvor annarri að vild en við réðum því algjörlega hvernig okkar kerti voru samansett en hún kenndi okkur undirstöðurnar, hvað bar að varast, hvað væri best og hvernig best væri að bræða t.d. kertaafgangana ofl sem þið lærið ef þið farið á námskeið til hennar.Gæta þarf að hitanum og að vatn sé í neðri pottinum undir þeim sem bræða á vaxið í og varist það að láta vax renna ofan i vaskinn ykkar því þegar það kólnar þá hvað, jú það harnar!
Svona valdi ég í annað kertið mittOg þetta var hittOg þarna er dásamlega fallega útkoman okkar Sólveigar saman komin og við fórum alsælar heim með kertin okkar eftir alveg dásamlega kennslu og notalega stund með henni Birnu.En það dásamlega er að hún elskar að deila líka með okkur og kenna okkur grunninn í kertagerðinni og sýnir okkur aðferðina hvernig við getum sjálf endurnýtt okkar kerti ef við viljum gera það en hún tekur líka glöð á móti öllum þeim kertum sem í boði eru, bæði afgang af kertum sem ekki hafa brunnið alveg niður eða kertum sem þið viljið ekki eiga lengur og eruð að henda. (ekki láta þau enda í ruslinu).
Ég kynntist henni Birnu í
FKA félagi kvenna í atvinnulífinu og keypti af henni Gjafakort á kertanámskeið hjá henni fyrir jólin og bauð ég henni
Sólveigu að koma með mér sem ég kynntist einnig í félaginu en hún á og rekur
Höfðabón þjónustu ásamt manni sínum að Stórhöfða 16 þar sem maður fær skínandi góða þjónustu og skínandi hreinann bíl eða heimilið, nú eða hvorutveggja.
Já þetta er einmitt það sem er svo dásamlegt við félagið, það er hvað við kynnumst mikið af dásamlegum konum.Ég mæli svo innilega með námskeiðinu hjá henni Birnu. Kertin hennar fást orðið á nokkrum stöðum. Sjá má feisbókar síðuna hennar
hérOg svo er alltaf hægt að hafa samband við hana og koma til hennar á vinnustofuna hennar til að kaupa sér kerti eða fallegt gjafakort.
Dásamleg gjöf sem ég mæli svo með fyrir þá sem hafa gaman af allsskonar sköpun og list.
Texti & myndir
Ingunn Mjöll - Birna tók myndina af okkur Sólveigu
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.