Bílheimar!

November 25, 2024

Bílheimar!

Bílheimar!
Einstakt á heimsvísu myndi ég halda þar sem 6 bílatengd fyrirtæki koma saman undir einu þaki og styðja við hvort annað. Virkilega skemmtilegt hugmynd sem varð að veruleika. 

Haldið var opnunarpartý þann 1.júní 2024 og hérna má sjá nokkrar myndir frá opnuninni.

Fyrirtækin eru staðsett í Stekkjabakka 6, 109 Reykjavík í gamla Garðheimahúsnæðinu. Opið virka daga frá 10-18, laugardaga frá 12-14 og lokað á sunnudögum.








Fyrirtækin 6 eru sem hér segir...


Diesel bílasalan
Er bílasala sem býður upp á sölu á notuðum bílum.
Heimasíðan þeirra hérna

Bílaforritun ehf
Endurforritun á vélartölvum í flestar gerðir díselbíla, einnig í boði fyrir nokkrar gerðir bensínbíla.
Heimasíðan þeirra hérna

Haraldur & Þórður

Hljóðlausnir ehf 

Strákarnir hjá Hljóðlausnum sérhæfa sig í ísetningum á hljómtækjum í allar gerðir farartækja!
Heimasíðan þeirra hérna

Ljósameistarinn Jökull
Ljósameistarinn býður upp á gott úrval vandaðra ljósa á jeppa, vörubíla, báta og önnur tæki.
Heimasíðan þeirra hérna

Rafmagnsbílar Patricia Bono með syni sínum Tómas Bono ásamt ? 
Eru söluaðilar fyrir rafmagnsbíla
Heimasíðan þeirra hérna

Reykjavíkurbón
Tekur bílinn þinn í gegn frá A-Ö
Feisbókarsíðan þeirra hérna

Bílheimar héldu svo Októberfest og buðu gestum og gangandi upp á myndlista sýningar, tónlista atriði, kynningar, söng atriði, matarvagna og Dj Víking og hérna má sjá smá brot af myndum frá deginum.




Arnar Eyberg og kona hans Guðrún Elín Sindradóttir



Hovdenak Distillery var á staðnum og kynnti rjómalíkjörinn Þrist en þar eru líka framleitt Stuðlabergs gin, Loki vodki, Rökkvi Espresso Martin, Askur ákavíti og Hvítserkur romm. Heimasíðan þeirra má finna hérna



Tolli sýndi verk sín og er hérna með Kolbeini eiganda Diesel bílasölunnar

Eigendur Hljóðlausna Þórður og Haraldur ásamt starfsmönnum sínum Hamed og Hamed.

Hljóðlausnafjölskyldan: Þórður, Hamed Ahmadi, Mansoureh Mohammad Zadeh, Haraldur Fossan, Stefanía Eydís, Adelíu Nótt dóttir þeirra vantar á myndina, Sara Esfahani og Hamed Esfahani.

Churros matarvagninn var vinsæll 

Churros vagninn gerði lukku

Bjarney Hinriksdóttir & Manuel Torrealba sem eiga og reka Matarvagninn La Buena Vida Food Truck. Finnið þau hérna á feisbókinni

Gómsætt 3 rétta tilboðið sem þau voru með rann vel niður

Létta veitingar í boði Ölgerðarinnar

Flott klæddir herramenn

Græjuáhugamennirnir Haraldur og Víkingur

Systurnar Björney & Þórdís spiluðu nokkur lög

Hljóðlausnir selja einangrunar klefa í nokkrum stærðum

Stefanía Eydís fyrir framan myndlistasýninguna hennar hérna ásamt Kolbeini Blandon.


Myndir
& samantekt
Ingunn Mjöll/Islandsmjoll


Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Blogg & greinar!

Hellarnir við Hellu!
Hellarnir við Hellu!

December 12, 2024

Hellarnir við Hellu!
Lengi langað til að skella mér í þessa hellaskoðunarferð á Hellu og lét loksins verða að því þegar ég dvaldi í viku í Fljótshlíðinni. Ég skellti mér í ferð sem boðið var upp á fyrir íslensku mælandi en þær eru auglýstar sérstaklega. 

Halda áfram að lesa

Halló Selfoss!
Halló Selfoss!

December 06, 2024

Halló Selfoss!
Ég elska fyrirtækjakynningar og kynningar á einyrkjum um allt land og hérna eru New Icelanders í Félagi Fka kvenna að bjóða konum á Selfoss þann 28.september 2024 og nágrenni í skemmtilegar kynningar á nokkrum fyrirtækjum.

Halda áfram að lesa

Fyrirtækjaheimsóknir á Austurland!
Fyrirtækjaheimsóknir á Austurland!

November 24, 2024

Fyrirtækjaheimsóknir á Austurland!
Helgina 3-5 maí 2024 þá fórum við stór kvennahópur í fyrirtækjaheimsóknir austur á firði, dásamleg ferð í alla staði.

Halda áfram að lesa