Kaffihúsið - Glaumbær
October 04, 2020
Kaffihúsið - Byggðarsafn Skagfirðinga Ég var búin að fylgjast með þeim í smá tíma og vissi að þarna langaði mig að koma við í heimsókn og fá mér kaffi og með því, ja sem endaði reyndar með að fá mér ekta heitt súkkulaði eftir að sveitungur hældi svo súkkulaðinu hjá þeim og held ég hér með áfram með því að deila þeim meðmælum til ykkar.*

Kaffihúisð er þarna í litla sæta gula húsinu á hægri hönd og svo er það Glaumbærinn sjálfur og kirkjan.

Þetta er ekki bara sætt kaffihús, heldur hús með sögu og það var hægt að skoða sýningu á efri hæðinni sem ég reyndar fór ekki á þennan dag.

Stelpurnar sem taka á móti gestunum eru allar klæddar upp á gamla mátann sem gefur þessu svo mikinn sjarma og fékk ég eina þeirra til að stilla sér upp fyrir mig á mynd.
Kaffihúsið er hluti af stærra samfélagi sem ég var ekki meðvitum um áður en ég kom að staðnum en það er staðsett á lóðinni þar sem Glaumbær er í Skagafirðinum, hugsa að að einhver hugsi núna, hva vissi hún það ekki en ég er nokkuð viss að það séu jafnvel fleirri en ég sem vissu það ekki svo fyrir mér var það bara dásamleg viðbót fyrir mig og myndavélarnar mínar.

Hver dýrðin á fætur annarri má sjá í húsinu þar á meðal þennan fallega þjóðbúning.

Gamalt orgel og fleirri hlutir.

Ég ætla að eiga það eftir að skoða Glaumbæ sjálfan en þannig er nú bara að þegar maður fer hringinn í kringum landið til að viða að sér allsskonar efni þá bara hvorki kemst maður yfir það allt í einni og sömu ferðinni, né hefur maður fjármagnið til þess en það koma fleirri ferðir enda er ég bara rétt að byrja og já ég er áskrifandi af lottó svo það er alltaf von og þá bara tekur maður heilt sumar í þetta og nýtur landsins í botn.
En þangað til getið þið kíkt á síðuna þeirra Glaumbær
sögusafn á facebook eða vefsíðuna þeirra
Byggðarsafn Skagfirðinga.
Texti & myndir
Ingunn Mjöll
Skildu eftir athugasemd
Einnig í Umfjallanir
July 13, 2023
Birna Sigurbjörnsdóttir er eigandi af Birna kerti
Ég og Sólveig skelltum okkur á námskeið hjá henni Birnu þann 11.júní 23 þar sem við fengum innsýn í kerta gerð og endurnýtingu á kertum, dásamlegt námskeið og persónulegt þar sem við fórum síðan heim með tvö kerti sem við gerðum alveg sjálfar.
Halda áfram að lesa
April 17, 2023
Síldarminjasafn Íslands
Síldarminjasafnið er eitt stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Og ég fór og skoðaði það og hafði bæði gagn og gaman af. Í þremur ólíkum húsum eru kynnt hvernig síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins var háttað.
Halda áfram að lesa
April 12, 2023
Þóra Björk Schram listakona
Dásamlega fallegu listaverkin hennar Þóru Björk heilla mann með fallegri gleði sinni rétt eins og hún. Heilla svo að það gleður mig að deila því með ykkur og benda ykkur á hana.
Halda áfram að lesa