May 31, 2020
Tómatsalsa
Ég notaði þessa blöndu og setti á brauð og bar fram með forrétt sem vakti mikla lukku en ég notaði steinabrauð sem ég skar í sneiðar á ská og setti tómatsalsað ofana á og svo rifinn Primadonna ost og inn í ofn þar til osturinn var bráðinn.
2-3 stórir tómatar
1 lítill rauðlaukur
2 hvítlauksrif
1-2 tsk fínsaxað rautt chili (eða eftir smekk)
1/2 lime
1-2 tsk ólífuolía
2 tsk tómatpúrra
örlítill sykur
salt og pipar
ferskt kóríander eftir smekk
Tómatararnir eru skornir smátt niður.
Laukurinn og hvítlaukurinn eru saxaðir mjög smátt.
Blandið þessu saman í skál. Fínsaxið svo chili og bætið við ásamt safa úr límónu, ólífuolíunni, tómatpúrrunni og sykrinum ásamt kóríandernum.
Smakkið til með pipar og salti og kælið svo ef vill.
Njótið og deilið að vild.
April 22, 2022
April 17, 2022
Balsamik sveppir
Fann þessa uppskrift á netinu og langaði að prufa hana, algjört sælgæti fyrir þá sem elska sveppi.
December 24, 2021
Soðið rauðkál
Gamaldags og pottþétt rauðkálsuppskrift. Þeir sem einu sinni hafa komist upp á að sjóða rauðkálið sitt sjálfir láta sér ekki niðursoðið rauðkál duga þaðan í frá. Allavega ekki á hátíðisdögum.