Tómatsalsa

May 31, 2020

Tómatsalsa

Tómatsalsa
Ég notaði þessa blöndu og setti á brauð og bar fram með forrétt sem vakti mikla lukku en ég notaði steinabrauð sem ég skar í sneiðar á ská og setti tómatsalsað ofana á og svo rifinn Primadonna ost og inn í ofn þar til osturinn var bráðinn.


2-3 stórir tómatar
1 lítill rauðlaukur
2 hvítlauksrif
1-2 tsk fínsaxað rautt chili (eða eftir smekk)
1/2 lime
1-2 tsk ólífuolía
2 tsk tómatpúrra
örlítill sykur
salt og pipar
ferskt kóríander eftir smekk

Tómatararnir eru skornir smátt niður.
Laukurinn og hvítlaukurinn eru saxaðir mjög smátt.
Blandið þessu saman í skál. Fínsaxið svo chili og bætið við ásamt safa úr límónu, ólífuolíunni, tómatpúrrunni og sykrinum ásamt kóríandernum.
Smakkið til með pipar og salti og kælið svo ef vill.


Njótið og deilið að vild.

Einnig í Meðlæti

Kartöflusalatið hans Gulla
Kartöflusalatið hans Gulla

September 06, 2021

Kartöflusalatið hans Gulla
Hérna kemur önnur góð uppskrift af ljúffengu kartöflusalati, uppskrift með radísum og ólífum. Alltaf gaman að nýjung.

Halda áfram að lesa

Limehvítlauks smjör
Limehvítlauks smjör

July 17, 2021

Limehvítlauks smjör
Gott með fisk og kartöflum. Hentar líka rosalega vel með steik, humar og ofan á brauð til að grilla með.

Halda áfram að lesa

Brokkolísalat
Brokkolísalat

July 17, 2021

Brokkolísalat
Eitt af því sem er afar vinsælt þessa dagana og maður sér á borðum víða og hérna er ein súpergóð uppskrift sem ég gerði um daginn og bar fram með Andaconfit 

Halda áfram að lesa