Tómatsalsa

May 31, 2020

Tómatsalsa

Tómatsalsa
Ég notaði þessa blöndu og setti á brauð og bar fram með forrétt sem vakti mikla lukku en ég notaði steinabrauð sem ég skar í sneiðar á ská og setti tómatsalsað ofana á og svo rifinn Primadonna ost og inn í ofn þar til osturinn var bráðinn.


2-3 stórir tómatar
1 lítill rauðlaukur
2 hvítlauksrif
1-2 tsk fínsaxað rautt chili (eða eftir smekk)
1/2 lime
1-2 tsk ólífuolía
2 tsk tómatpúrra
örlítill sykur
salt og pipar
ferskt kóríander eftir smekk

Tómatararnir eru skornir smátt niður.
Laukurinn og hvítlaukurinn eru saxaðir mjög smátt.
Blandið þessu saman í skál. Fínsaxið svo chili og bætið við ásamt safa úr límónu, ólífuolíunni, tómatpúrrunni og sykrinum ásamt kóríandernum.
Smakkið til með pipar og salti og kælið svo ef vill.


Njótið og deilið að vild.

Einnig í Meðlæti

Smjörsteiktar karföflur
Smjörsteiktar karföflur

October 04, 2020

Smjörsteiktar karföflur
Maður er alltaf að reyna að hafa eins fljölbreytt meðlæti og hægt er með mat og þá finnur maður upp á einhverju nýju með en það þekkja örugglega margir þessa 

Halda áfram að lesa

Hrísgrjónasalat
Hrísgrjónasalat

October 04, 2020

Hrísgrjónasalat
Þessa dásamlegu uppskrift fékk ég hjá henni Lindu systir minni í sumar með grillmat, svakalega gott líka með kjúkling, fisk ofl og fljótlegt að útbúa.

Halda áfram að lesa

Kalkúnafylling
Kalkúnafylling

May 24, 2020

Kalkúnafylling a la carte Ingunn
Þessa uppskrift er hæglega hægt að nota líka í létt reyktan kjúkling.
Ýmislegt hef ég nú eldað en aldrei á ævinni hef ég búið til fyllingu í kalkún fyrr 

Halda áfram að lesa