Tómatsalsa

May 31, 2020

Tómatsalsa

Tómatsalsa
Ég notaði þessa blöndu og setti á brauð og bar fram með forrétt sem vakti mikla lukku en ég notaði steinabrauð sem ég skar í sneiðar á ská og setti tómatsalsað ofana á og svo rifinn Primadonna ost og inn í ofn þar til osturinn var bráðinn.


2-3 stórir tómatar
1 lítill rauðlaukur
2 hvítlauksrif
1-2 tsk fínsaxað rautt chili (eða eftir smekk)
1/2 lime
1-2 tsk ólífuolía
2 tsk tómatpúrra
örlítill sykur
salt og pipar
ferskt kóríander eftir smekk

Tómatararnir eru skornir smátt niður.
Laukurinn og hvítlaukurinn eru saxaðir mjög smátt.
Blandið þessu saman í skál. Fínsaxið svo chili og bætið við ásamt safa úr límónu, ólífuolíunni, tómatpúrrunni og sykrinum ásamt kóríandernum.
Smakkið til með pipar og salti og kælið svo ef vill.


Njótið og deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Meðlæti

Sætkartöflusalat!
Sætkartöflusalat!

February 10, 2025 2 Athugasemdir

Sætkartöflusalat!
Bjó til líka þetta æðislega sætkartöflusalat sem hentaði einstaklega bæði með rauðsprettunni sem ég var með og eins bleikjunni daginn eftir. Ég gerði mína eigin útgáfu af salatinu sem hentar fyrir 2 eða í tvær máltíðar fyrir einn. Læt þau bæði fylgja hérna með og þið veljið hvort hentar ykkur betur.

Halda áfram að lesa

Kartöflugratín!
Kartöflugratín!

January 24, 2025

Kartöflugratín!
Ég bjó til þetta kartöflugratín á gamlársdag 2024 og bar fram með Túnfisksteikinni og eins og alltaf einstaklega gott með smá tvisti.

Halda áfram að lesa

Risotto Milanese!
Risotto Milanese!

December 06, 2024

Risotto Milanese!
Ítalskt risotto kann að virðast vera ógnvekjandi viðleitni, en með réttu hráefninu og tækninni er þetta réttur sem auðvelt er að ná tökum á og vel þess virði. Gakktu

Halda áfram að lesa