Kartöflugratín!

January 24, 2025

Kartöflugratín!

Kartöflugratín!
Ég bjó til þetta kartöflugratín á gamlársdag 2024 og bar fram með Túnfisksteikinni og eins og alltaf einstaklega gott með smá tvisti.

8-10 kartöflur meðalstærð
1 laukur venjulegur, notið það sem ykkur finnst passa
4-5 msk af Rjómaosti með graslauk og lauk
1-2 msk af Kapers
Salt og pipar úr kvörn
250-300 ml af matreiðslurjóma/rjóma
Rifinn ost

Ath að uppskriftin passar fyrir tvo, ef það eru fleirri, þá er bara að stækka hana.


Skerið kartöflurnar í sneiðar, ég sker þær ávallt með híðinu ef það lítur vel út enda er það hollasta við kartöfluna. Skerið laukinn í sneiðar. Raðið kartöflunum í eldfast mót og saltið og piprið, síðan lauknum og svo koll af kolli, 2-3 raðir og munið að salt og pipra alltaf á milli. Bætið svo ofan á rjómaostinum og hellið svo rjómanum yfir í lokinn. Ég kryddaði  rjómann með 1.msk af Grænmetis paradís frá Kryddhúsinu sem ég fékk að gjöf.




Setjið inn í ofn á 180°c í um 25-30 mínútur og setjið rifinn ost yfir síðustu mínúturinar, svona svo að hann brenni ekki og hafið hann inni þar til hann er bráðinn.

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Meðlæti

Risotto Milanese!
Risotto Milanese!

December 06, 2024

Risotto Milanese!
Ítalskt risotto kann að virðast vera ógnvekjandi viðleitni, en með réttu hráefninu og tækninni er þetta réttur sem auðvelt er að ná tökum á og vel þess virði. Gakktu

Halda áfram að lesa

Kartöflugratín með aspas!
Kartöflugratín með aspas!

June 28, 2024

Kartöflugratín með aspas!
Dásamlega gott kartöflugratin með rauðlauk, grænum ferskum aspasbitum, rjóma og mosarellaosti, toppað með salt og pipar, einfalt og sérstaklega ljúffengt. Lítið mál að bæta saman við fleirra hráefni eins og beikoni eða öðru sem hugurinn langar í.

Halda áfram að lesa

Kartöflusalat með Mango Chutney
Kartöflusalat með Mango Chutney

April 21, 2024

Kartöflusalat með Mango Chutney
Hérna er skemmtileg útfærsla af kartöflu salati með Mango Chutney frá Patak's, virkilega gott kartöflusalat, ekta sælkera að mínu mati og gott með öllum mat.

Halda áfram að lesa