December 24, 2021
Soðið rauðkál
Gamaldags og pottþétt rauðkálsuppskrift. Þeir sem einu sinni hafa komist upp á að sjóða rauðkálið sitt sjálfir láta sér ekki niðursoðið rauðkál duga þaðan í frá. Allavega ekki á hátíðisdögum.
1 kg rauðkál
2 epli
400 ml vatn
2 msk rauðvínsedik
3 msk sykur, eða eftir smekk
3 msk rifsberjahlaup
nýmalaður pipar
salt
Rauðkálið þvegið og snyrt og síðan skorið í mjóar ræmur.
Eplin afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í bita og kálið og eplin sett í nokkuð stóran pott.
Vatninu hellt yfir ásamt edikinu, hitað að suðu og látið malla við hægan hita í um hálftíma, eða þar til kálið er vel meyrt.
Sykri og rifsberjahlaupi bætt í pottinn ásamt svolitlum pipar og salti og látið malla í nokkrar mínútur í viðbót.
Smakkað og bragðbætt með rifsberjahlaupi eða ediki eftir smekk.
Og svo fékk ég þessa uppskrift hjá vinkonu minni sem var mjög góð
Rauðkál
1 miðlungsstór rauðkálshaus, fjarlægið kjarnan og skerið niður smátt
2 græn epli, ég notaði reyndar rauð sem var mjög gott (skerið niður í teninga)
1 dl rauðvínsedik, má bæta við ef vill, smakkið til
1 dl sykur, ég bætti við smá hunangi líka
1 dl óblandaður Sólberjasafi
1/2-1 tsk salt
1 msk smjör/smörvi
bætið svo úti 4-5 negulnöglum, margir bæta saman við líka kanilstöngum til að fá jólailminn.
Sjóðið niður í stórum potti og látið suðuna koma hægt upp og látið svo malla í alveg í 1 1/2 - 2 tíma. Gott er að smakka til og bæta þá við smá sykri/hunangi ef það er of súrt.
Rauðkálið geymist alveg í kæli í um það bil viku.
Njótið vel og deilið eins og vindurinn.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 28, 2024
April 21, 2024
April 09, 2024