Soðið rauðkál

December 24, 2021

Soðið rauðkál

Soðið rauðkál

Gamaldags og pottþétt rauðkálsuppskrift. Þeir sem einu sinni hafa komist upp á að sjóða rauðkálið sitt sjálfir láta sér ekki niðursoðið rauðkál duga þaðan í frá. Allavega ekki á hátíðisdögum.

 

1 kg rauðkál 
2 epli 
400 ml vatn 
2 msk rauðvínsedik 
3 msk sykur, eða eftir smekk 
3 msk rifsberjahlaup 
nýmalaður pipar 
salt


Rauðkálið þvegið og snyrt og síðan skorið í mjóar ræmur.
Eplin afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í bita og kálið og eplin sett í nokkuð stóran pott.
Vatninu hellt yfir ásamt edikinu, hitað að suðu og látið malla við hægan hita í um hálftíma, eða þar til kálið er vel meyrt.
Sykri og rifsberjahlaupi bætt í pottinn ásamt svolitlum pipar og salti og látið malla í nokkrar mínútur í viðbót.

Smakkað og bragðbætt með rifsberjahlaupi eða ediki eftir smekk.

Og svo fékk ég þessa uppskrift hjá vinkonu minni sem var mjög góðRauðkál

1 miðlungsstór rauðkálshaus, fjarlægið kjarnan og skerið niður smátt
2 græn epli, ég notaði reyndar rauð sem var mjög gott (skerið niður í teninga)
1 dl rauðvínsedik, má bæta við ef vill, smakkið til
1 dl sykur, ég bætti við smá hunangi líka
1 dl óblandaður Sólberjasafi
1/2-1 tsk salt
1 msk smjör/smörvi
bætið svo úti 4-5 negulnöglum, margir bæta saman við líka kanilstöngum til að fá jólailminn.

Sjóðið niður í stórum potti og látið suðuna koma hægt upp og látið svo malla í alveg í 1 1/2 - 2 tíma. Gott er að smakka til og bæta þá við smá sykri/hunangi ef það er of súrt.

Rauðkálið geymist alveg í kæli í um það bil viku.

Njótið vel og deilið eins og vindurinn.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Meðlæti

Grillaðar kartöflur fylltar
Grillaðar kartöflur fylltar

July 28, 2022

Grillaðar kartöflur fylltar 
Þegar maður er orðinn leiður á þessu hefðbundna þá er bara að krydda aðeins og bragðbæta með allsskonar góðgæti.

Halda áfram að lesa

Kartöflusalat
Kartöflusalat

April 22, 2022

Kartöflusalat
Það eru til svo margar útfærslur af kartöflusalati að það er ákveðin áskorun á mig að prufa þær nokkrar og koma hérna inn en hérna kemur sú fyrsta.

Halda áfram að lesa

Balsamik sveppir
Balsamik sveppir

April 17, 2022

Balsamik sveppir

Fann þessa uppskrift á netinu og langaði að prufa hana, algjört sælgæti fyrir þá sem elska sveppi.

Halda áfram að lesa