November 09, 2025
Rjómalagað gúrkusalat!
Alltaf svo gaman að prufa nýtt meðlæti og hérna skellti ég í ferskt gúrkusalat og var með ljúffengum fiskrétt en það passar vel með kjúkling og kjötréttum líka.
½ bolli sýrður rjómi
1 ½ msk hvítt edik, má gjarnan alveg vera smá meira, smakkið til
3 msk saxað ferskt dill
1 tsk sykur
½ tsk salt
¼ tsk pipar
¼ - 1/2 tsk hvítlauksduft, eftir smekk
1 gúrka
½ lítill rauðlaukur
Snilldar apparat þessi Mandolín en gætið vel að puttunum á ykkur, það er ekki gott að skera sig á þeim. Gamli góði hnífurinn virkar líka vel og margir hafa notað ostaskera.


Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
February 10, 2025 2 Athugasemdir
Sætkartöflusalat!
Bjó til líka þetta æðislega sætkartöflusalat sem hentaði einstaklega bæði með rauðsprettunni sem ég var með og eins bleikjunni daginn eftir. Ég gerði mína eigin útgáfu af salatinu sem hentar fyrir 2 eða í tvær máltíðar fyrir einn. Læt þau bæði fylgja hérna með og þið veljið hvort hentar ykkur betur.
January 24, 2025
Kartöflugratín!
Ég bjó til þetta kartöflugratín á gamlársdag 2024 og bar fram með Túnfisksteikinni og eins og alltaf einstaklega gott með smá tvisti.
December 06, 2024