Kartöflusalat með rauðrófum

April 04, 2024

Kartöflusalat með rauðrófum

Kartöflusalat með rauðrófum, kummini, eplum og eggjum
Skellti í þetta kartöflusalat um daginn loksins. Búin að vera með þessa uppskrift lengi í fórum mínum eins og svo margar aðrar. Ég notaði reyndar venjulegt majones en mæli virkilega með því að nota léttmajones frekar og jafnvel aðeins meira af því en 1 dl, þið finnið út úr hvað hentar ykkur.

500 gr kartöflur, soðnar og kældar
1 grænt epli
100 gr niðursoðnar rauðrófur
1 dl léttmajónes
1 tsk kummin
Salt
Númalaður pipar
2 egg, harðsoðin

Sneiðið kartöflurnar. Skrælið eplið, kjarnhreinsið það og skerið í sneiðar og skerið rauðrófurnar í strimla.
Setjið allt hráefnið, nema eggin, í skál og blandið vel saman.
Dreifið eggjunum að síðustu yfir.

Svo getur maður sneitt marinerað síldarflak útí,
þá erum við komin með þetta fína jóla síldarsalat,
voða gott með góðu grófu brauði.

Dásamlegt ef deilt er áfram

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

 




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Meðlæti

Risotto Milanese!
Risotto Milanese!

December 06, 2024

Risotto Milanese!
Ítalskt risotto kann að virðast vera ógnvekjandi viðleitni, en með réttu hráefninu og tækninni er þetta réttur sem auðvelt er að ná tökum á og vel þess virði. Gakktu

Halda áfram að lesa

Kartöflugratín með aspas!
Kartöflugratín með aspas!

June 28, 2024

Kartöflugratín með aspas!
Dásamlega gott kartöflugratin með rauðlauk, grænum ferskum aspasbitum, rjóma og mosarellaosti, toppað með salt og pipar, einfalt og sérstaklega ljúffengt. Lítið mál að bæta saman við fleirra hráefni eins og beikoni eða öðru sem hugurinn langar í.

Halda áfram að lesa

Kartöflusalat með Mango Chutney
Kartöflusalat með Mango Chutney

April 21, 2024

Kartöflusalat með Mango Chutney
Hérna er skemmtileg útfærsla af kartöflu salati með Mango Chutney frá Patak's, virkilega gott kartöflusalat, ekta sælkera að mínu mati og gott með öllum mat.

Halda áfram að lesa