Kartöflusalat

April 22, 2022

Kartöflusalat

Kartöflusalat
Það eru til svo margar útfærslur af kartöflusalati að það er ákveðin áskorun á mig að prufa þær nokkrar og koma hérna inn en hérna kemur sú fyrsta.

2 kg soðnar og skrældar kartöflur 
2 dl. majónes 
1 dós sýrður rjómi 
2 msk. safi af súrsuðum gúrkum 
4 tsk. dijonsinnep (má vera annað 
1/2 tsk. sykur 
3 soðin egg (má vera meira ) 
1 stk. rauðlaukur saxaður smátt (má vera venjulegur) 
2 stilkar sellerí saxað 
2 msk. súrar gúrkur saxaðar 
smá pipar (nýmalaður) 

Brytjið kartöflurnar í teninga (magn eftir smekk og þörf).Hrærið saman majónesi og sýrðum rjóma.
Bætið sinnepi, safa af gúrkum, sykri og pipar samanvið. Laukur, sellerí og súrar gúrkur því næst settar útí.
Svo kartöflur og grófbrytjuð eggin sett útí og blandað varlega saman. Saltið ef vill.
Gott er að að gera salatið nokkru áður en snætt er allt að 8 tímum.
Geymið í kæli en ágætt er að leyfa því standa aðeins í stofuhita áður en boriðer fram.
Ef eitthvað er ekki til er ekki málið að breyta eða sleppa einhverju. Ég nota t.d. oft epli í stað sellerís.
Og SS sinnep eða Franskt Sætt sinnep

Ath að uppskriftina má minnka niður miðað við fjölda.

Njótið & deilið með gleði

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Meðlæti

Kartöflusalat með Mango Chutney
Kartöflusalat með Mango Chutney

April 21, 2024

Kartöflusalat með Mango Chutney
Hérna er skemmtileg útfærsla af kartöflu salati með Mango Chutney frá Patak's, virkilega gott kartöflusalat, ekta sælkera að mínu mati og gott með öllum mat.

Halda áfram að lesa

Kartöflusalat með spergilkáli
Kartöflusalat með spergilkáli

April 09, 2024

Kartöflusalat með spergilkáli
Virkilega góð uppskrift af kartöflusalati sem ég var loksins að gera og hafði með fisk en það passar með öllum mat og jafnvel sem máltíð ef út í það er farið.

Halda áfram að lesa

Kartöflusalat með rauðrófum
Kartöflusalat með rauðrófum

April 04, 2024

Kartöflusalat með rauðrófum
Skellti í þetta kartöflusalat um daginn loksins. Búin að vera með þessa uppskrift lengi í fórum mínum eins og svo margar aðrar.

Halda áfram að lesa