Kartöflusalatið hans Gulla

September 06, 2021

Kartöflusalatið hans Gulla

Kartöflusalatið hans Gulla
Hérna kemur önnur góð uppskrift af ljúffengu kartöflusalati, uppskrift með radísum og ólífum. Alltaf gaman að nýjung.

1 kg kaldar soðnar kartöflur
1 stk rauðlaukur
1 stk laukur
1 búnt radísur
1 stk púrrulaukur
½ dl ólífuolía
salt og nýmalaður pipar
1 msk dijon sinnep
10 ólífur skornar í sneiðar

Hrærið saman ólífuolíu, sinnep og kryddið með salti og pipar.
Skerið radísurnar í sneiðar og púrrulaukinn í sneiðar, saxið lauk og rauðlauk.
Blandið saman lauk, radísum og olíublöndu, skerið kartöflurnar í teninga og hellið olíublöndunni yfir kartöflurnar,
látið salatið standa smá stund áður en það er borið fram.

Uppskriftir frá Gulla

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

 





Einnig í Meðlæti

Fylltir rauðlaukar
Fylltir rauðlaukar

June 29, 2023

Fylltir rauðlaukar
Mér finnst fátt eins gott með grillinu eins og grillaður rauðlaukur og þá er hæglega hægt að grilla hann bara einn og sér enda verður hann dásamlega sætur og góður,,

Halda áfram að lesa

Karrí kartöfluréttur
Karrí kartöfluréttur

April 15, 2023

Karrí kartöfluréttur
Þessa uppskrift er ég búin að ætla að gera lengi og loksins lét ég verða að því. Virkilega góður kartöfluréttur, einn og sér eða með öðrum mat sem meðlæti.

Halda áfram að lesa

Grillaðar kartöflur fylltar
Grillaðar kartöflur fylltar

July 28, 2022

Grillaðar kartöflur fylltar 
Þegar maður er orðinn leiður á þessu hefðbundna þá er bara að krydda aðeins og bragðbæta með allsskonar góðgæti.

Halda áfram að lesa