September 06, 2021
Kartöflusalatið hans Gulla
Hérna kemur önnur góð uppskrift af ljúffengu kartöflusalati, uppskrift með radísum og ólífum. Alltaf gaman að nýjung.
1 kg kaldar soðnar kartöflur
1 stk rauðlaukur
1 stk laukur
1 búnt radísur
1 stk púrrulaukur
½ dl ólífuolía
salt og nýmalaður pipar
1 msk dijon sinnep
10 ólífur skornar í sneiðar
Hrærið saman ólífuolíu, sinnep og kryddið með salti og pipar.
Skerið radísurnar í sneiðar og púrrulaukinn í sneiðar, saxið lauk og rauðlauk.
Blandið saman lauk, radísum og olíublöndu, skerið kartöflurnar í teninga og hellið olíublöndunni yfir kartöflurnar,
látið salatið standa smá stund áður en það er borið fram.
Uppskriftir frá Gulla
April 22, 2022
April 17, 2022
Balsamik sveppir
Fann þessa uppskrift á netinu og langaði að prufa hana, algjört sælgæti fyrir þá sem elska sveppi.
December 24, 2021
Soðið rauðkál
Gamaldags og pottþétt rauðkálsuppskrift. Þeir sem einu sinni hafa komist upp á að sjóða rauðkálið sitt sjálfir láta sér ekki niðursoðið rauðkál duga þaðan í frá. Allavega ekki á hátíðisdögum.