September 06, 2021
Kartöflusalatið hans Gulla
Hérna kemur önnur góð uppskrift af ljúffengu kartöflusalati, uppskrift með radísum og ólífum. Alltaf gaman að nýjung.
1 kg kaldar soðnar kartöflur
1 stk rauðlaukur
1 stk laukur
1 búnt radísur
1 stk púrrulaukur
½ dl ólífuolía
salt og nýmalaður pipar
1 msk dijon sinnep
10 ólífur skornar í sneiðar
Hrærið saman ólífuolíu, sinnep og kryddið með salti og pipar.
Skerið radísurnar í sneiðar og púrrulaukinn í sneiðar, saxið lauk og rauðlauk.
Blandið saman lauk, radísum og olíublöndu, skerið kartöflurnar í teninga og hellið olíublöndunni yfir kartöflurnar,
látið salatið standa smá stund áður en það er borið fram.
Uppskriftir frá Gulla
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
February 10, 2025 2 Athugasemdir
Sætkartöflusalat!
Bjó til líka þetta æðislega sætkartöflusalat sem hentaði einstaklega bæði með rauðsprettunni sem ég var með og eins bleikjunni daginn eftir. Ég gerði mína eigin útgáfu af salatinu sem hentar fyrir 2 eða í tvær máltíðar fyrir einn. Læt þau bæði fylgja hérna með og þið veljið hvort hentar ykkur betur.
January 24, 2025
Kartöflugratín!
Ég bjó til þetta kartöflugratín á gamlársdag 2024 og bar fram með Túnfisksteikinni og eins og alltaf einstaklega gott með smá tvisti.
December 06, 2024