September 06, 2021
Kartöflusalatið hans Gulla
Hérna kemur önnur góð uppskrift af ljúffengu kartöflusalati, uppskrift með radísum og ólífum. Alltaf gaman að nýjung.
1 kg kaldar soðnar kartöflur
1 stk rauðlaukur
1 stk laukur
1 búnt radísur
1 stk púrrulaukur
½ dl ólífuolía
salt og nýmalaður pipar
1 msk dijon sinnep
10 ólífur skornar í sneiðar
Hrærið saman ólífuolíu, sinnep og kryddið með salti og pipar.
Skerið radísurnar í sneiðar og púrrulaukinn í sneiðar, saxið lauk og rauðlauk.
Blandið saman lauk, radísum og olíublöndu, skerið kartöflurnar í teninga og hellið olíublöndunni yfir kartöflurnar,
látið salatið standa smá stund áður en það er borið fram.
Uppskriftir frá Gulla
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 06, 2024
June 28, 2024
April 21, 2024