Kalkúnafylling

May 24, 2020

Kalkúnafylling

Kalkúnafylling a la carte Ingunn
Þessa uppskrift er hæglega hægt að nota líka í létt reyktan kjúkling.

Ýmislegt hef ég nú eldað en aldrei á ævinni hef ég búið til fyllingu í kalkún fyrr en ég var með matarboð fyrir vinkonur mínar og ákvað ég að gera tilraun á fyllingu að mínum hætti en að sjálfsögðu hafði ég skoðað fullt af fyllingum frá öðrum til að styðjast við.
Fyllingin min fékk svo góðar viðtökur og þótt ég segji sjálf frá þá var hún algjört æði, njótum öll!

Ca.10 brauðsneiðar, skorpan skorin af og svo skorið í bita
1 rauðlaukur, smátt skorið
1-2 gulrætur, smátt skorið
1/2 paprika rauð, skorin í bita
1/2 pakki beikon, skorið í bita
1 pakki pepperoni, smátt skorið
1/2 epli, skorið í bita
2-3 stilkar sellerí
Þurrkaðar apríkósur, ca 8-10 skornar í bita
Döðlur, ca 8-10, skornar í bita
1 peli rjómi
1 dós af chili sultu frá Íslenskri Hollustu, sjá hér
Smá olía

Setjið olíuna á pönnuna og setjið rauðlaukinn, beikonið og pepperoni út á pönnuna og láti malla í smá stund við vægan hita.
Bætið smátt og smátt restini af hráefninu út í ásamt rjómanum og setjið niðurskorna brauðið út í síðast og svo chili sultuna.
Kryddið og smakkið með kjúklingakryddi úr kvörn, salti og pipar og látið þetta allt malla þar til þetta er orðið vel mjúkt.

Kælið aðeins og fyllið svo kalkúninn.

Njótið vel, það gerðum við :)

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Meðlæti

Fylltir rauðlaukar
Fylltir rauðlaukar

June 29, 2023

Fylltir rauðlaukar
Mér finnst fátt eins gott með grillinu eins og grillaður rauðlaukur og þá er hæglega hægt að grilla hann bara einn og sér enda verður hann dásamlega sætur og góður,,

Halda áfram að lesa

Karrí kartöfluréttur
Karrí kartöfluréttur

April 15, 2023

Karrí kartöfluréttur
Þessa uppskrift er ég búin að ætla að gera lengi og loksins lét ég verða að því. Virkilega góður kartöfluréttur, einn og sér eða með öðrum mat sem meðlæti.

Halda áfram að lesa

Grillaðar kartöflur fylltar
Grillaðar kartöflur fylltar

July 28, 2022

Grillaðar kartöflur fylltar 
Þegar maður er orðinn leiður á þessu hefðbundna þá er bara að krydda aðeins og bragðbæta með allsskonar góðgæti.

Halda áfram að lesa