Kalkúnafylling

May 24, 2020

Kalkúnafylling

Kalkúnafylling a la carte Ingunn
Þessa uppskrift er hæglega hægt að nota líka í létt reyktan kjúkling.

Ýmislegt hef ég nú eldað en aldrei á ævinni hef ég búið til fyllingu í kalkún fyrr en ég var með matarboð fyrir vinkonur mínar og ákvað ég að gera tilraun á fyllingu að mínum hætti en að sjálfsögðu hafði ég skoðað fullt af fyllingum frá öðrum til að styðjast við.
Fyllingin min fékk svo góðar viðtökur og þótt ég segji sjálf frá þá var hún algjört æði, njótum öll!

Ca.10 brauðsneiðar, skorpan skorin af og svo skorið í bita
1 rauðlaukur, smátt skorið
1-2 gulrætur, smátt skorið
1/2 paprika rauð, skorin í bita
1/2 pakki beikon, skorið í bita
1 pakki pepperoni, smátt skorið
1/2 epli, skorið í bita
2-3 stilkar sellerí
Þurrkaðar apríkósur, ca 8-10 skornar í bita
Döðlur, ca 8-10, skornar í bita
1 peli rjómi
1 dós af chili sultu frá Íslenskri Hollustu, sjá hér
Smá olía

Setjið olíuna á pönnuna og setjið rauðlaukinn, beikonið og pepperoni út á pönnuna og láti malla í smá stund við vægan hita.
Bætið smátt og smátt restini af hráefninu út í ásamt rjómanum og setjið niðurskorna brauðið út í síðast og svo chili sultuna.
Kryddið og smakkið með kjúklingakryddi úr kvörn, salti og pipar og látið þetta allt malla þar til þetta er orðið vel mjúkt.

Kælið aðeins og fyllið svo kalkúninn.

Njótið vel, það gerðum við :)

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Meðlæti

Kartöflugratín með aspas!
Kartöflugratín með aspas!

June 28, 2024

Kartöflugratín með aspas!
Dásamlega gott kartöflugratin með rauðlauk, grænum ferskum aspasbitum, rjóma og mosarellaosti, toppað með salt og pipar, einfalt og sérstaklega ljúffengt. Lítið mál að bæta saman við fleirra hráefni eins og beikoni eða öðru sem hugurinn langar í.

Halda áfram að lesa

Kartöflusalat með Mango Chutney
Kartöflusalat með Mango Chutney

April 21, 2024

Kartöflusalat með Mango Chutney
Hérna er skemmtileg útfærsla af kartöflu salati með Mango Chutney frá Patak's, virkilega gott kartöflusalat, ekta sælkera að mínu mati og gott með öllum mat.

Halda áfram að lesa

Kartöflusalat með spergilkáli
Kartöflusalat með spergilkáli

April 09, 2024

Kartöflusalat með spergilkáli
Virkilega góð uppskrift af kartöflusalati sem ég var loksins að gera og hafði með fisk en það passar með öllum mat og jafnvel sem máltíð ef út í það er farið.

Halda áfram að lesa