Grillaðar kartöflur fylltar

July 28, 2022

Grillaðar kartöflur fylltar

Grillaðar kartöflur fylltar með beikoni og osti
Þegar maður er orðinn leiður á þessu hefðbundna þá er bara að krydda aðeins og bragðbæta með allsskonar góðgæti.

Bökunarkartöflur
Beikon
Paprika
Vorlaukur
Ólífuolía
Piparostur
Sýrður rjómi

Setið kartöflurnar í álpappír og á grillið eða inn í ofn.
Eldið beikonið annað hvort á pönnu, í ofni eða Air fryer ef þið eigið það snilldartæki.
Skerið papriku í sneiðar og setjið á grillið eða saxið niður og steikið á pönnu ásamt vorlauknum. Takið kartöflurnar af grillinu þegar þær eru tilbúnar og skerið í þær kross og opnið hana eða takið hattinn af þeim. Skafið innan úr henni með skeið og blandið saman við paprikuna, vorlaukinn, beikonið og raspaðan piparostinn, athugið að hægt er að nota hvaða osta sem er í uppskriftina, allt eftir hvað hugurinn segir. Fyllið kartöflurnar aftur og setjið á grillið í smá stund og berið svo fram með sýrðum rjóma á toppnum og stráið kryddjurtum ofan á eins og kóríander til að skreyta með eða öðrum kryddjurtum. Ég stráði líka piparosti ofan á kartöfluna.

Njótið & deilið

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Meðlæti

Sætkartöflusalat!
Sætkartöflusalat!

February 10, 2025 2 Athugasemdir

Sætkartöflusalat!
Bjó til líka þetta æðislega sætkartöflusalat sem hentaði einstaklega bæði með rauðsprettunni sem ég var með og eins bleikjunni daginn eftir. Ég gerði mína eigin útgáfu af salatinu sem hentar fyrir 2 eða í tvær máltíðar fyrir einn. Læt þau bæði fylgja hérna með og þið veljið hvort hentar ykkur betur.

Halda áfram að lesa

Kartöflugratín!
Kartöflugratín!

January 24, 2025

Kartöflugratín!
Ég bjó til þetta kartöflugratín á gamlársdag 2024 og bar fram með Túnfisksteikinni og eins og alltaf einstaklega gott með smá tvisti.

Halda áfram að lesa

Risotto Milanese!
Risotto Milanese!

December 06, 2024

Risotto Milanese!
Ítalskt risotto kann að virðast vera ógnvekjandi viðleitni, en með réttu hráefninu og tækninni er þetta réttur sem auðvelt er að ná tökum á og vel þess virði. Gakktu

Halda áfram að lesa