Grillaðar kartöflur fylltar

July 28, 2022

Grillaðar kartöflur fylltar

Grillaðar kartöflur fylltar með beikoni og osti
Þegar maður er orðinn leiður á þessu hefðbundna þá er bara að krydda aðeins og bragðbæta með allsskonar góðgæti.

Bökunarkartöflur
Beikon
Paprika
Vorlaukur
Ólífuolía
Piparostur
Sýrður rjómi

Setið kartöflurnar í álpappír og á grillið eða inn í ofn.
Eldið beikonið annað hvort á pönnu, í ofni eða Air fryer ef þið eigið það snilldartæki.
Skerið papriku í sneiðar og setjið á grillið eða saxið niður og steikið á pönnu ásamt vorlauknum. Takið kartöflurnar af grillinu þegar þær eru tilbúnar og skerið í þær kross og opnið hana eða takið hattinn af þeim. Skafið innan úr henni með skeið og blandið saman við paprikuna, vorlaukinn, beikonið og raspaðan piparostinn, athugið að hægt er að nota hvaða osta sem er í uppskriftina, allt eftir hvað hugurinn segir. Fyllið kartöflurnar aftur og setjið á grillið í smá stund og berið svo fram með sýrðum rjóma á toppnum og stráið kryddjurtum ofan á eins og kóríander til að skreyta með eða öðrum kryddjurtum. Ég stráði líka piparosti ofan á kartöfluna.

Njótið & deilið

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Meðlæti

Kartöflusalat
Kartöflusalat

April 22, 2022

Kartöflusalat
Það eru til svo margar útfærslur af kartöflusalati að það er ákveðin áskorun á mig að prufa þær nokkrar og koma hérna inn en hérna kemur sú fyrsta.

Halda áfram að lesa

Balsamik sveppir
Balsamik sveppir

April 17, 2022

Balsamik sveppir

Fann þessa uppskrift á netinu og langaði að prufa hana, algjört sælgæti fyrir þá sem elska sveppi.

Halda áfram að lesa

Soðið rauðkál
Soðið rauðkál

December 24, 2021

Soðið rauðkál
Gamaldags og pottþétt rauðkálsuppskrift. Þeir sem einu sinni hafa komist upp á að sjóða rauðkálið sitt sjálfir láta sér ekki niðursoðið rauðkál duga þaðan í frá. Allavega ekki á hátíðisdögum.

Halda áfram að lesa