Fylltir rauðlaukar

June 29, 2023

Fylltir rauðlaukar

Fylltir rauðlaukar
Mér finnst fátt eins gott með grillinu eins og grillaður rauðlaukur og þá er hæglega hægt að grilla hann bara einn og sér enda verður hann dásamlega sætur og góður en svo má líka leika sér smá og fylla þá og hérna koma tvær útgáfur af fyllingum.

Fyrir 4

4 vænir rauðlaukar
Smjör
1 hvítlauksgeir, saxaður
1-2 msk. Brauðmylsna
1 msk tímínalauf
Salt
Pipar

Skerið ofan af hverjum lauk, takið nægilega mikið innan úr honum til að mynda holu fyrir fyllinguna og saxið það smátt.
Blandið saman smjöri, saxaða lauknum, hvítlauk, brauðmylsnu og tímíani og kryddið með salti og pipar.
Setjið fyllinguna ofan í laukana, pakkið þeim inn i álpappír og grillið á meðalheitu grilli í u.þ.b.30 mín.

Mín útgáfa er svo á þessa leið. 

Rauðlaukur, 1 á mann
Fetaostur
Balsamik sýróp eða hunang

Skeri smá innan úr lauknum og fyllið með fetaosti og hellið svo yfir hann Balsamik sýrópi eða hunangi. Pakkið honum inn í álpappír og setið á grillið í ca 25-30 mínútur.


Hérna var ég með grillaða framhryggssneið sem ég setti á í lokinn barbeque sósu og bar fram með sætum karöflum og fylltum rauðlauknum.

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Meðlæti

Kartöflugratín með aspas!
Kartöflugratín með aspas!

June 28, 2024

Kartöflugratín með aspas!
Dásamlega gott kartöflugratin með rauðlauk, grænum ferskum aspasbitum, rjóma og mosarellaosti, toppað með salt og pipar, einfalt og sérstaklega ljúffengt. Lítið mál að bæta saman við fleirra hráefni eins og beikoni eða öðru sem hugurinn langar í.

Halda áfram að lesa

Kartöflusalat með Mango Chutney
Kartöflusalat með Mango Chutney

April 21, 2024

Kartöflusalat með Mango Chutney
Hérna er skemmtileg útfærsla af kartöflu salati með Mango Chutney frá Patak's, virkilega gott kartöflusalat, ekta sælkera að mínu mati og gott með öllum mat.

Halda áfram að lesa

Kartöflusalat með spergilkáli
Kartöflusalat með spergilkáli

April 09, 2024

Kartöflusalat með spergilkáli
Virkilega góð uppskrift af kartöflusalati sem ég var loksins að gera og hafði með fisk en það passar með öllum mat og jafnvel sem máltíð ef út í það er farið.

Halda áfram að lesa