Fylltir rauðlaukar

June 29, 2023

Fylltir rauðlaukar

Fylltir rauðlaukar
Mér finnst fátt eins gott með grillinu eins og grillaður rauðlaukur og þá er hæglega hægt að grilla hann bara einn og sér enda verður hann dásamlega sætur og góður en svo má líka leika sér smá og fylla þá og hérna koma tvær útgáfur af fyllingum.

Fyrir 4

4 vænir rauðlaukar
Smjör
1 hvítlauksgeir, saxaður
1-2 msk. Brauðmylsna
1 msk tímínalauf
Salt
Pipar

Skerið ofan af hverjum lauk, takið nægilega mikið innan úr honum til að mynda holu fyrir fyllinguna og saxið það smátt.
Blandið saman smjöri, saxaða lauknum, hvítlauk, brauðmylsnu og tímíani og kryddið með salti og pipar.
Setjið fyllinguna ofan í laukana, pakkið þeim inn i álpappír og grillið á meðalheitu grilli í u.þ.b.30 mín.

Mín útgáfa er svo á þessa leið. 

Rauðlaukur, 1 á mann
Fetaostur
Balsamik sýróp eða hunang

Skeri smá innan úr lauknum og fyllið með fetaosti og hellið svo yfir hann Balsamik sýrópi eða hunangi. Pakkið honum inn í álpappír og setið á grillið í ca 25-30 mínútur.


Hérna var ég með grillaða framhryggssneið sem ég setti á í lokinn barbeque sósu og bar fram með sætum karöflum og fylltum rauðlauknum.

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Meðlæti

Karrí kartöfluréttur
Karrí kartöfluréttur

April 15, 2023

Karrí kartöfluréttur
Þessa uppskrift er ég búin að ætla að gera lengi og loksins lét ég verða að því. Virkilega góður kartöfluréttur, einn og sér eða með öðrum mat sem meðlæti.

Halda áfram að lesa

Grillaðar kartöflur fylltar
Grillaðar kartöflur fylltar

July 28, 2022

Grillaðar kartöflur fylltar 
Þegar maður er orðinn leiður á þessu hefðbundna þá er bara að krydda aðeins og bragðbæta með allsskonar góðgæti.

Halda áfram að lesa

Kartöflusalat
Kartöflusalat

April 22, 2022

Kartöflusalat
Það eru til svo margar útfærslur af kartöflusalati að það er ákveðin áskorun á mig að prufa þær nokkrar og koma hérna inn en hérna kemur sú fyrsta.

Halda áfram að lesa