February 11, 2020
Brúnaðar kartöflur
Eða sykraðar kartöflur henta ljómandi vel með ýmsum hátíðarmat eins og t.d. lambinu, hryggnum, lærinu og svo hamborgahryggnum á jólunum svo fátt eitt sé nefnt.
Sumir nota bara sykur og sleppa smjörinu og rjómanum eða það geri ég, nota bara sykur og set botnfylli á pönnuna af honum.
En hérna er svo önnur uppskrift til að styðjast við.
1 kg soðnar kartöflur
300 gr sykur
30 gr smjör
Sletta af rjóma
Bræðið sykurinn á pönnu við vægan hita og fylgist vel með að hann brenni ekki.
Bætið smjörinu út í þegar sykurinn er farinn að brúnast og hrærið.
Þá má setja smá gusu af rjóma út í og hræra vel en má sleppa.
Karftöflurnar settar út í og velt upp úr karamellunni.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 28, 2024
April 21, 2024
April 09, 2024