Brúnaðar kartöflur

February 11, 2020

Brúnaðar kartöflur

Brúnaðar kartöflur

Eða sykraðar kartöflur henta ljómandi vel með ýmsum hátíðarmat eins og t.d. lambinu, hryggnum, lærinu og svo hamborgahryggnum á jólunum svo fátt eitt sé nefnt.
Sumir nota bara sykur og sleppa smjörinu og rjómanum eða það geri ég, nota bara sykur og set botnfylli á pönnuna af honum.

En hérna er svo önnur uppskrift til að styðjast við.

1 kg soðnar kartöflur
300 gr sykur
30 gr smjör
Sletta af rjóma
Bræðið sykurinn á pönnu við vægan hita og fylgist vel með að hann brenni ekki.
Bætið smjörinu út í þegar sykurinn er farinn að brúnast og hrærið.
Þá má setja smá gusu af rjóma út í og hræra vel en má sleppa.
Karftöflurnar settar út í og velt upp úr karamellunni.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Meðlæti

Kartöflugratín með aspas!
Kartöflugratín með aspas!

June 28, 2024

Kartöflugratín með aspas!
Dásamlega gott kartöflugratin með rauðlauk, grænum ferskum aspasbitum, rjóma og mosarellaosti, toppað með salt og pipar, einfalt og sérstaklega ljúffengt. Lítið mál að bæta saman við fleirra hráefni eins og beikoni eða öðru sem hugurinn langar í.

Halda áfram að lesa

Kartöflusalat með Mango Chutney
Kartöflusalat með Mango Chutney

April 21, 2024

Kartöflusalat með Mango Chutney
Hérna er skemmtileg útfærsla af kartöflu salati með Mango Chutney frá Patak's, virkilega gott kartöflusalat, ekta sælkera að mínu mati og gott með öllum mat.

Halda áfram að lesa

Kartöflusalat með spergilkáli
Kartöflusalat með spergilkáli

April 09, 2024

Kartöflusalat með spergilkáli
Virkilega góð uppskrift af kartöflusalati sem ég var loksins að gera og hafði með fisk en það passar með öllum mat og jafnvel sem máltíð ef út í það er farið.

Halda áfram að lesa