February 11, 2020
Brúnaðar kartöflur
Eða sykraðar kartöflur henta ljómandi vel með ýmsum hátíðarmat eins og t.d. lambinu, hryggnum, lærinu og svo hamborgahryggnum á jólunum svo fátt eitt sé nefnt.
Sumir nota bara sykur og sleppa smjörinu og rjómanum eða það geri ég, nota bara sykur og set botnfylli á pönnuna af honum.
En hérna er svo önnur uppskrift til að styðjast við.
1 kg soðnar kartöflur
300 gr sykur
30 gr smjör
Sletta af rjóma
Bræðið sykurinn á pönnu við vægan hita og fylgist vel með að hann brenni ekki.
Bætið smjörinu út í þegar sykurinn er farinn að brúnast og hrærið.
Þá má setja smá gusu af rjóma út í og hræra vel en má sleppa.
Karftöflurnar settar út í og velt upp úr karamellunni.
April 22, 2022
April 17, 2022
Balsamik sveppir
Fann þessa uppskrift á netinu og langaði að prufa hana, algjört sælgæti fyrir þá sem elska sveppi.
December 24, 2021
Soðið rauðkál
Gamaldags og pottþétt rauðkálsuppskrift. Þeir sem einu sinni hafa komist upp á að sjóða rauðkálið sitt sjálfir láta sér ekki niðursoðið rauðkál duga þaðan í frá. Allavega ekki á hátíðisdögum.