April 22, 2020
Bakaðar kartöflur riflaðar!
Kartöflur og kartöflur, bakaðar og bakaðar, geta verið útbúnar á svo marga vegu en hérna er gott að byrja á þvi næst einfaldasta, rifluðum bökuðum.
Bakaðar kartöflur
Saltflögur
Smjörklípa
Ég byrjaði á því að setja kartöflurnar í álpappír og inní ofn og bakaði þær þannig í ca.45.mínútur eða þar til þær voru tilbúnar, tók þær svo úr álpappírnum og skar í þær eins og sjá má á myndinni og bræddi smjör og hellti yfir þær og stráið saltflögunum yfir og setti í ofninn í 15.mínútur í viðbót og þegar ég tók þær út þá jós ég með skeið smjörinu yfir þær úr botninum.
Þetta voru bestu kartöflur sem ég hef fengið, dúna mjúkar og bæði smjör og salt blandað vel inn í kartöflurnar svo að ekki þurfti að bæta við neinu meiru.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 06, 2024
June 28, 2024
April 21, 2024