Rice Krispís marengsterta

February 09, 2024

Rice Krispís marengsterta

Rice Krispís marengsterta
Það kemur fyrir að maður bregður út af vananum og hérna geri ég það svo sannarlega. Ekkert súkkulaði og engar döðlur, bara Rice Krispís. Það er engu að síður vel hægt að skreyta hana með því ef vill. Þessi kláraðist eins og aðrar í afmæli en ég væri næst alveg til í að skeyta hana aðeins með súkkulaði.

5 eggjahvítur
2 stórir bollar flórsykur (ca 2 dl einn bolli)
2-3 bollar stórir af Rice Krispís

Stífþeytt saman áður en Rice Krispí er bætt saman við.

Bætið Rice Krispís varlega saman við með sleif


Notið form sem hægt er að snúa i miðjunni ef þið eigið þau til og smyrjið þau að innan með smjöri/smjörlíki eða smyrjið þessu á smjörpappír, en verið þá búin að skipta  blöndunni jafnt.

Bakið við 150°c í 45 mínútur. (Setjið inn í kaldan ofninn)

Þeytið rjómann og setjið hann á milli botnanna og skreytið að vild.

Dásamlegt ef deilt er áfram,,, fyrirfram þakklæti.

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kökur

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Súkkulaðikaka með smjörkremi

November 03, 2024

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Skellti í þessa fyrir afmælisveislu og bauð upp á ásamt fleirru. Virkilega gómsæt kaka sem einfalt er að baka og hver elskar ekki smjörkrem.

Halda áfram að lesa

Möndlukaka!
Möndlukaka!

October 26, 2024 2 Athugasemdir

Möndlukaka!
Dásamlega góð kaka og ég verð að segja það fyrir mína parta og þeirra sem smökkuðu kökuna þá fannst okkur hún alveg einstaklega góð svona heimabökuð!

Halda áfram að lesa

Bónus djöflaterta
Bónus djöflaterta

March 03, 2024

Bónus djöflaterta
Hér á bæ er oftar en ekki til einhversskonar tilbúnir pakkar til að baka úr og að mínu mati þá er það bara í góðu lagi og einfaldar stundum undirbúninginn þegar maður er einn að útbúa fyrir veislu.

Halda áfram að lesa