Súkkulaði kaka

April 22, 2020

Súkkulaði kaka

Súkkulaði kaka Betty frænku!
Betty frænka getur heldur betur staðið fyrir sínu og við fjölskyldan skellti í eina djúsí um páskana.

1.pk súkklaði kaka Betty Crocker djöflaköku súkkulaði mix
1.dós súkkulaði krem
1.dós vanillu krem
2.ferköntuð mót (notuðum álform)

Hrærið saman hráefnunum eins og gefið er upp á pakkanum.
Hrærið vel saman og hellið svo blöndunni jafnt á milli formanna, smyrjið formin vel áður.
Bakið kökuna og kælið.

Setjið vanillukremið á milli botnanna og smyrjið svo súkkulaðikreminu yfir kökuna og skreytið með gaffli og notið restina af hvíta kreminu líka og myndið Lava & Ice stemmingu á kökuna!

Borðist með bestu list og deilist sem víðast, rjómi er nauðsynlegur með.

Bökunar og skreytingarmeistarar
Halli & Steffý

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kökur

Bónus djöflaterta
Bónus djöflaterta

March 03, 2024

Bónus djöflaterta
Hér á bæ er oftar en ekki til einhversskonar tilbúnir pakkar til að baka úr og að mínu mati þá er það bara í góðu lagi og einfaldar stundum undirbúninginn þegar maður er einn að útbúa fyrir veislu.

Halda áfram að lesa

Rice Krispís marengsterta
Rice Krispís marengsterta

February 09, 2024

Rice Krispís marengsterta
Það kemur fyrir að maður bregður út af vananum og hérna geri ég það svo sannarlega. Ekkert súkkulaði og engar döðlur, bara Rice Krispís. Það er engu að síður vel hægt að skreyta hana með því ef vill. 

Halda áfram að lesa

Marensterta með bleiku súkkulaði
Marensterta með bleiku súkkulaði

October 27, 2023

Marensterta með bleiku súkkulaði
Í tilefni að bleikum október mánuði og 87.ára afmæli móður minnar þann 22.október 2023 þá ákvað ég að baka eina af uppáhaldstertunum okkar en í nýjum búningi.

Halda áfram að lesa