Strandasæla

February 05, 2023

Strandasæla

Strandasæla
Fékk þessa æðislegu uppskrift hjá Sigrúnu Jónu fyrir svolitlu síðan og varð bara að prufa hana. Fínasta kaka og einstaklega góð með rjóma. Og svo er snilld að frysta afganginn í litlum bitum (ef það verður afgangur) og taka svo út einn og einn.

2 bollar hveiti
2 bollar haframjöl
2 bollar púðursykur
2 bollar kókosmjöl
2 egg
250 gr smjörlíki

Allt sett í skál og hrært saman. Bakað við 180-200°c í 25-30 mínútur.

Stráið kókos yfir og berið fram.


Elska þegar uppskriftunum er deilt áfram, takk fyrir.

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook



Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kökur

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Súkkulaðikaka með smjörkremi

November 03, 2024

Súkkulaðikaka með smjörkremi
Skellti í þessa fyrir afmælisveislu og bauð upp á ásamt fleirru. Virkilega gómsæt kaka sem einfalt er að baka og hver elskar ekki smjörkrem.

Halda áfram að lesa

Möndlukaka!
Möndlukaka!

October 26, 2024 2 Athugasemdir

Möndlukaka!
Dásamlega góð kaka og ég verð að segja það fyrir mína parta og þeirra sem smökkuðu kökuna þá fannst okkur hún alveg einstaklega góð svona heimabökuð!

Halda áfram að lesa

Bónus djöflaterta
Bónus djöflaterta

March 03, 2024

Bónus djöflaterta
Hér á bæ er oftar en ekki til einhversskonar tilbúnir pakkar til að baka úr og að mínu mati þá er það bara í góðu lagi og einfaldar stundum undirbúninginn þegar maður er einn að útbúa fyrir veislu.

Halda áfram að lesa