Strandasæla

February 05, 2023

Strandasæla

Strandasæla
Fékk þessa æðislegu uppskrift hjá Sigrúnu Jónu fyrir svolitlu síðan og varð bara að prufa hana. Fínasta kaka og einstaklega góð með rjóma. Og svo er snilld að frysta afganginn í litlum bitum (ef það verður afgangur) og taka svo út einn og einn.

2 bollar hveiti
2 bollar haframjöl
2 bollar púðursykur
2 bollar kókosmjöl
2 egg
250 gr smjörlíki

Allt sett í skál og hrært saman. Bakað við 180-200°c í 25-30 mínútur.

Stráið kókos yfir og berið fram.


Elska þegar uppskriftunum er deilt áfram, takk fyrir.

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebook



Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kökur

Snickers kaka
Snickers kaka

March 09, 2023

Snickers kaka
Þessa dásamlegu uppskrift deildi hún Sólveig Jan með okkur á Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni en maðurinn hennar hafði bakað þessa flottu tertu. 
Þessa dásamlegu uppskrift deildi hún Sólveig Jan með okkur á Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni en maðurinn hennar hafði bakað þessa flottu tertu. 

Halda áfram að lesa

Kanilterta
Kanilterta

December 20, 2022 1 Athugasemd

Kanilterta
Hérna er stærri uppskrift af Kaniltertunni vinsælu sem alltaf er svo rosalega góð.
Mæli svo með henni og Sjöunda viðundrinu sem má finna hérna líka á síðunni og er með vanillu í staðinn fyrir kanil.

Halda áfram að lesa

Vanillu Velvet Betty Crocker
Vanillu Velvet Betty Crocker

October 23, 2022

Vanillu Velvet Betty Crocker
Það er svo gaman að þegar hugmyndarflugið tekur völdin og úr verður dásamleg kaka með veislu sniði og hérna kemur ein enn útfærslan frá mér sem gaman var að bera fram fyrir gestina.

Halda áfram að lesa