Snickers kaka

March 09, 2023

Snickers kaka

Snickers kaka
Þessa dásamlegu uppskrift deildi hún Sólveig Jan með okkur á Kökur & baksturs hópnum á feisbókinni en maðurinn hennar hafði bakað þessa flottu tertu. 

Innihald í kökuna sjálfa:
3 egg
80 gr af sykri
Smá salt

Þeytið allt saman þar til massann verður loftkenndur (10-15 mín)
Bætta við 30 ml af matarólíu blanda saman bætta við 50 ml af mjólk og halda áfram að blanda saman.
Setjið í skál 80 gr af hveiti
20 gr kakó
Og 1 teskeið af lyftiduft

Blandið öllu saman og sigtið, bætið helmingnum út í massann og blandið mjög vel saman og bætið hinum hlutanum saman við og blandið vel.

Baka i 180°c í um 18-20 mín

Karamellufylling:
220 gr af sykri
100 gr af smjöri
160 gr af rjómi
1/2 teskeið af salti

hellið tilbúnu karamellunni í sér ílát og bætið við 150 g af hnetum, blandið karamellu og hnetum saman.

Kökufylling:
400 gr Rjómaostur 
1 teskeið af vanillu dropar
150 gr af rjóma
50 gr af flórsykri
Þeytta allt saman

Takið bökuðu kökuna varlega úr forminu og skiptið henni í þrjá hluta.
Sitjið fyrsta hlut sitjið kökufylling, svo karamellufylling og endurtaka.

Súkkulaðihúð:
150gr af súkkulaði látið það bráðna aðeins að kælið svo niður og bættið við 30 gr af matarolíu og malaðar hnetur.

Uppskrift: Sólveig Jan
Ljósmynd: Fengin að láni frá Fanney Jónu Gísladóttur inni á síðunni Kökur & bakstur.

Deilið með gleði..

Vertu velkomin að koma og vera með í Köku & baksturs hópnum á facebookSkildu eftir athugasemd


Einnig í Kökur

Bónus djöflaterta
Bónus djöflaterta

March 03, 2024

Bónus djöflaterta
Hér á bæ er oftar en ekki til einhversskonar tilbúnir pakkar til að baka úr og að mínu mati þá er það bara í góðu lagi og einfaldar stundum undirbúninginn þegar maður er einn að útbúa fyrir veislu.

Halda áfram að lesa

Rice Krispís marengsterta
Rice Krispís marengsterta

February 09, 2024

Rice Krispís marengsterta
Það kemur fyrir að maður bregður út af vananum og hérna geri ég það svo sannarlega. Ekkert súkkulaði og engar döðlur, bara Rice Krispís. Það er engu að síður vel hægt að skreyta hana með því ef vill. 

Halda áfram að lesa

Marensterta með bleiku súkkulaði
Marensterta með bleiku súkkulaði

October 27, 2023

Marensterta með bleiku súkkulaði
Í tilefni að bleikum október mánuði og 87.ára afmæli móður minnar þann 22.október 2023 þá ákvað ég að baka eina af uppáhaldstertunum okkar en í nýjum búningi.

Halda áfram að lesa